Þúsunda prósenta launamunur ræddur á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 27. maí 2015 11:56 Mörg þúsund prósenta munur er á kjörum þeirra lægst launuðu í landinu og þeirra sem eiga von á tugum og jafnvel um eða yfir 100 milljónum í bónusgreiðslum einstakra fyrirtækja. En kjör þessara ólíku hópa voru á dagskrá Alþingis í morgun. Umræður um breytingartillögu meirihluta atvinnuveganefndar um virkjanamál tóku stærstan hluta fundartíma Alþingis í gær áttunda þingfundardaginn í röð. En klukkan átta í gærkvöldi hjó Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis loks á hnútinn og tók málið af dagskrá í bili alla vega. „Þetta er gert til að freista þess að unnst sé að greiða fyrir þingstörfum og komast til botns í því máli sem hér hefur verið hvað mest til umræðu og freista þess að finna lausnir í því máli,“ sagði Einar þegar hann kynnti ákvörðun sína. Þar með brast ákveðin stífla á þingi og í dag eru 33 mál á dagskrá sem almenn sátt virðist um að ljúka á yfirstandandi þingi. En þingmönnum lá margt á hjarta í umræðum um störf þingsins við upphaf þingfundar í dag. Kjör lífeyrisþega verði bætt Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar sagði ástæðu til að fagna því ef kjarasamningar væru að nást. „En það dregur um leið athyglina að því algera árangursleysi sem er í viðræðum á hinum opinbera markaði,“ sagði Helgi. Þá þyrfti að huga að kjörum lífeyrisþega í tengslum við gerð kjarasamninga en þeir byggju við lökustu kjörin í landinu. „Þá er það áskorun fyrri okkur að gera slíkt hið sama fyrir þá sem eru á ellilífeyri og örorkulífeyri hjá almannatryggingum og eiga framfærslu sína alfarið undir þessari stofnun hér, Alþingi,“ sagði Helgi. Og Páll Valur Björnsson þingmaður Bjartrar framtíðar hélt sig á svipuðum slóðum og benti á að enn einu sinni væri túlkasjóður heyrnarskertra tómur. „Það má vísa til þess, og þetta er algert brot á því grundvallarsjónarmiði sem samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks byggir ár. Hann hefur að meginmarkmiði að fatlaðir geti tekið fullan og virkan þátt í samfélaginu án aðgreiningar. Íslenska ríkið verður að sýna að það meini eitthvað þegar það segir að það ætli að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks,“ sagði Páll Valur.Hinir ríku fá risavaxna bónusa Kjör hinna hæst launuðu og best settu í þjóðfélaginu báru líka á góma á Alþingi í morgun. Karl Garðarsson þingmaður Framsóknarflokksins vakti athygli á því að Íslenska umsýslufélagið, áður Straumur-Burðarás hafi lagt til hliðar 3.400 milljónir til að standa undir bónusgreiðslum til lykilstarfsmanna og stjórnarmanna. „Að meðaltali nema þessar greiðslur um hundrað milljónum króna á hvern starfsmann. Sumir munu fá meira, aðrir minna. Tuttugu til þrjátíu starfsmenn ALMC eiga von á slíkum bónusum að sögn DV,“ sagði Karl. Þá eigi hópur fyrrverandi og núverandi starfsmanna gamla Kaupþings von á bónusum upp á tugi milljóna hver með nauðasamningum félagsins. „Höfum við ekkert lært? Ætlum við virkilega að viðhalda bónuskerfi í íslensku fjármálalífi hvort sem bónusinn er 25%, 50% eða 100% ? Viljum við nýtt bónusland? Svarið er nei,“ sagði Karl Garðarsson. Alþingi Tengdar fréttir Spyr hvort við höfum ekkert lært af hruninu: „Viljum við nýtt bónusland? Svarið er nei“ Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, gerði bónusgreiðslur í fjármálageiranum að umtalsefni á Alþingi í dag. 27. maí 2015 11:21 Starfsmenn Kaupþings fá tug milljóna bónusa verði nauðasamningar samþykktir Hæstu greiðslurnar gætu numið 30 til 50 milljónum króna. 27. maí 2015 10:14 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Mörg þúsund prósenta munur er á kjörum þeirra lægst launuðu í landinu og þeirra sem eiga von á tugum og jafnvel um eða yfir 100 milljónum í bónusgreiðslum einstakra fyrirtækja. En kjör þessara ólíku hópa voru á dagskrá Alþingis í morgun. Umræður um breytingartillögu meirihluta atvinnuveganefndar um virkjanamál tóku stærstan hluta fundartíma Alþingis í gær áttunda þingfundardaginn í röð. En klukkan átta í gærkvöldi hjó Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis loks á hnútinn og tók málið af dagskrá í bili alla vega. „Þetta er gert til að freista þess að unnst sé að greiða fyrir þingstörfum og komast til botns í því máli sem hér hefur verið hvað mest til umræðu og freista þess að finna lausnir í því máli,“ sagði Einar þegar hann kynnti ákvörðun sína. Þar með brast ákveðin stífla á þingi og í dag eru 33 mál á dagskrá sem almenn sátt virðist um að ljúka á yfirstandandi þingi. En þingmönnum lá margt á hjarta í umræðum um störf þingsins við upphaf þingfundar í dag. Kjör lífeyrisþega verði bætt Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar sagði ástæðu til að fagna því ef kjarasamningar væru að nást. „En það dregur um leið athyglina að því algera árangursleysi sem er í viðræðum á hinum opinbera markaði,“ sagði Helgi. Þá þyrfti að huga að kjörum lífeyrisþega í tengslum við gerð kjarasamninga en þeir byggju við lökustu kjörin í landinu. „Þá er það áskorun fyrri okkur að gera slíkt hið sama fyrir þá sem eru á ellilífeyri og örorkulífeyri hjá almannatryggingum og eiga framfærslu sína alfarið undir þessari stofnun hér, Alþingi,“ sagði Helgi. Og Páll Valur Björnsson þingmaður Bjartrar framtíðar hélt sig á svipuðum slóðum og benti á að enn einu sinni væri túlkasjóður heyrnarskertra tómur. „Það má vísa til þess, og þetta er algert brot á því grundvallarsjónarmiði sem samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks byggir ár. Hann hefur að meginmarkmiði að fatlaðir geti tekið fullan og virkan þátt í samfélaginu án aðgreiningar. Íslenska ríkið verður að sýna að það meini eitthvað þegar það segir að það ætli að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks,“ sagði Páll Valur.Hinir ríku fá risavaxna bónusa Kjör hinna hæst launuðu og best settu í þjóðfélaginu báru líka á góma á Alþingi í morgun. Karl Garðarsson þingmaður Framsóknarflokksins vakti athygli á því að Íslenska umsýslufélagið, áður Straumur-Burðarás hafi lagt til hliðar 3.400 milljónir til að standa undir bónusgreiðslum til lykilstarfsmanna og stjórnarmanna. „Að meðaltali nema þessar greiðslur um hundrað milljónum króna á hvern starfsmann. Sumir munu fá meira, aðrir minna. Tuttugu til þrjátíu starfsmenn ALMC eiga von á slíkum bónusum að sögn DV,“ sagði Karl. Þá eigi hópur fyrrverandi og núverandi starfsmanna gamla Kaupþings von á bónusum upp á tugi milljóna hver með nauðasamningum félagsins. „Höfum við ekkert lært? Ætlum við virkilega að viðhalda bónuskerfi í íslensku fjármálalífi hvort sem bónusinn er 25%, 50% eða 100% ? Viljum við nýtt bónusland? Svarið er nei,“ sagði Karl Garðarsson.
Alþingi Tengdar fréttir Spyr hvort við höfum ekkert lært af hruninu: „Viljum við nýtt bónusland? Svarið er nei“ Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, gerði bónusgreiðslur í fjármálageiranum að umtalsefni á Alþingi í dag. 27. maí 2015 11:21 Starfsmenn Kaupþings fá tug milljóna bónusa verði nauðasamningar samþykktir Hæstu greiðslurnar gætu numið 30 til 50 milljónum króna. 27. maí 2015 10:14 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Spyr hvort við höfum ekkert lært af hruninu: „Viljum við nýtt bónusland? Svarið er nei“ Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, gerði bónusgreiðslur í fjármálageiranum að umtalsefni á Alþingi í dag. 27. maí 2015 11:21
Starfsmenn Kaupþings fá tug milljóna bónusa verði nauðasamningar samþykktir Hæstu greiðslurnar gætu numið 30 til 50 milljónum króna. 27. maí 2015 10:14