Stjórnarliðum smalað í skyndi til atkvæðagreiðslu Heimir Már Pétursson skrifar 22. maí 2015 11:44 Ráðherrar voru kallaðir af ríkisstjórnarfundi til að greiða atkvæði um dagskrártillögu stjórnarandstöðunnar á Alþingi í morgun, þar sem of fáir stjórnarliðar voru í þingsalnum til að fella tillöguna. Stjórnarandstaðan sagði úrræðalausa stjórnarflokkana hafna þeim bjarghringi sem kastað hafi verið til þeirra. Þingfundur stóð framundir klukkan eitt í gærkvöldi og hófst á kunnuglegum nótum klukkan tíu í morgun. Stjórnarandstaðan lagði fram í upphafi þingfundar tillögu um breytingu á röð mála á dagskrá fundarins, þannig að umræður um fjölgun virkjanakosta yrði færð aftur fyrir sérstakar umræður um fyrirkomulag náms til stúdentsprófs og fleiri mál. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata, sagðist fyrir atkvæðagreiðsluna vita hvernig hún myndi fara en skoraði samt á stjórnarliða að greiða atkvæði með dagskrártillögu minnihlutans. „Frekar en að hanga hér enn einn daginn í þessu svaði sem við erum komin í. Með því að hafna þessari dagskrártillögu þá er meirihlutinn búinn að sýna það að hann vill frekar sjálfur halda þessu þingi þar sem það hefur verið síðast liðnar tvær vikur,“ sagði Helgi Hrafn. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að sátt um virkjanamálin og um leið dagskrármál Alþingis næðist ekki með atkvæðagreiðslum í þingsal. Menn yrðu að setjast að samningum til að ná árangri. „Við erum búin að tala okkur hás og ganga á okkur blöðrur til að komast hingað upp í púltið. Dag eftir dag og kvöld eftir kvöld. Allir bera sig vel og segja að þreyta sé ekki farin að segja til sín. En auðvitað er þetta bara ömurlega leiðinlegt. Þetta er þreytandi og þetta er auðvitað ekki það sem við viljum. Ekkert okkar,“ sagði Ásmundur. Þegar kom til atkvæðagreiðslunnar um dagskrártillögu stjórnarandstöðunnar gerði Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, tíu mínútna hlé þar sem ekki voru nógu margir stjórnarliðar í þingsalnum og því hætt við að tillaga stjórnarandstöðunnar yrði samþykkt. Meðal annars voru forsætisráðherra og fjármálaráðherra kallaðir út af ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum til að greiða atkvæði. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sagði í atkvæðaskýringu að dagskrártillagan væri bjarghringur til stjórnarmeirihlutans. „Og ég óska stjórnarmeirihlutanum til hamingju með að hafa tekist að krafsa nógu mörgum þingmönnum hingað inn í salinn til þess að eyðileggja fyrir sér þann bjarghring. Eitt er það að ofstopamenn í meirihluta atvinnuveganefndar skuli hafa fundið það hjá sér að reyna að niðurlægja umhverfisráðherra Framsóknarflokksins. Annað er það undur að þeir skuli fá tilstyrk frá forystu Framsóknarflokksins í því verki,“ sagði Árni Páll. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði tíma til kominn að þingmenn létu af þrátefli um virkjanamálin og færu að ræða stöðuna á vinnumarkaðnum sem stjórnarmeirihlutinn forðaðist að ræða. „Og af hverju er það herra forseti? Er það kannski af því að það eru engar lausnir að koma frá stjórnvöldum? Af því það er orðið pínlegt sú bið sem við sjáum eftir öllum þeim útspilum sem stjórnvöld höfðu áður boðað inn í þessar viðræður? Er það ekki orðið dálítið pínlegt,“ spurði Katrín Jakobsdóttir við atkvæðagreiðsluna. Alþingi Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
Ráðherrar voru kallaðir af ríkisstjórnarfundi til að greiða atkvæði um dagskrártillögu stjórnarandstöðunnar á Alþingi í morgun, þar sem of fáir stjórnarliðar voru í þingsalnum til að fella tillöguna. Stjórnarandstaðan sagði úrræðalausa stjórnarflokkana hafna þeim bjarghringi sem kastað hafi verið til þeirra. Þingfundur stóð framundir klukkan eitt í gærkvöldi og hófst á kunnuglegum nótum klukkan tíu í morgun. Stjórnarandstaðan lagði fram í upphafi þingfundar tillögu um breytingu á röð mála á dagskrá fundarins, þannig að umræður um fjölgun virkjanakosta yrði færð aftur fyrir sérstakar umræður um fyrirkomulag náms til stúdentsprófs og fleiri mál. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata, sagðist fyrir atkvæðagreiðsluna vita hvernig hún myndi fara en skoraði samt á stjórnarliða að greiða atkvæði með dagskrártillögu minnihlutans. „Frekar en að hanga hér enn einn daginn í þessu svaði sem við erum komin í. Með því að hafna þessari dagskrártillögu þá er meirihlutinn búinn að sýna það að hann vill frekar sjálfur halda þessu þingi þar sem það hefur verið síðast liðnar tvær vikur,“ sagði Helgi Hrafn. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að sátt um virkjanamálin og um leið dagskrármál Alþingis næðist ekki með atkvæðagreiðslum í þingsal. Menn yrðu að setjast að samningum til að ná árangri. „Við erum búin að tala okkur hás og ganga á okkur blöðrur til að komast hingað upp í púltið. Dag eftir dag og kvöld eftir kvöld. Allir bera sig vel og segja að þreyta sé ekki farin að segja til sín. En auðvitað er þetta bara ömurlega leiðinlegt. Þetta er þreytandi og þetta er auðvitað ekki það sem við viljum. Ekkert okkar,“ sagði Ásmundur. Þegar kom til atkvæðagreiðslunnar um dagskrártillögu stjórnarandstöðunnar gerði Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, tíu mínútna hlé þar sem ekki voru nógu margir stjórnarliðar í þingsalnum og því hætt við að tillaga stjórnarandstöðunnar yrði samþykkt. Meðal annars voru forsætisráðherra og fjármálaráðherra kallaðir út af ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum til að greiða atkvæði. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sagði í atkvæðaskýringu að dagskrártillagan væri bjarghringur til stjórnarmeirihlutans. „Og ég óska stjórnarmeirihlutanum til hamingju með að hafa tekist að krafsa nógu mörgum þingmönnum hingað inn í salinn til þess að eyðileggja fyrir sér þann bjarghring. Eitt er það að ofstopamenn í meirihluta atvinnuveganefndar skuli hafa fundið það hjá sér að reyna að niðurlægja umhverfisráðherra Framsóknarflokksins. Annað er það undur að þeir skuli fá tilstyrk frá forystu Framsóknarflokksins í því verki,“ sagði Árni Páll. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði tíma til kominn að þingmenn létu af þrátefli um virkjanamálin og færu að ræða stöðuna á vinnumarkaðnum sem stjórnarmeirihlutinn forðaðist að ræða. „Og af hverju er það herra forseti? Er það kannski af því að það eru engar lausnir að koma frá stjórnvöldum? Af því það er orðið pínlegt sú bið sem við sjáum eftir öllum þeim útspilum sem stjórnvöld höfðu áður boðað inn í þessar viðræður? Er það ekki orðið dálítið pínlegt,“ spurði Katrín Jakobsdóttir við atkvæðagreiðsluna.
Alþingi Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira