Hver eru réttindi flugfarþega ef til verkfalla kemur? Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. maí 2015 11:26 Frá Keflavíkurflugvelli. vísir/vilhelm Ívar Halldórsson, lögfræðingur Neytendasamtakanna, segir flugfarþega hafa ýmis réttindi ef til verkfalla starfsmanna í flugafgreiðslu á Keflavíkurflugvelli kemur. Starfsmennirnir hafa boðað til tveggja sólarhringa verkfalls 31. maí og 1. júní eða í tvo sólarhringa, náist ekki samningar. Ótímabundið verkfall er boðað 6. júní. Ef til verkfallsins kemur mun það hafa gríðarleg áhrif á flugsamgöngur og gæti þurft að fresta öllu flugi. Starfsmenn flugafgreiðsluaðila þjónusta flugfélög á Keflavíkurflugvelli meðal annars við eldsneytisafgreiðslu, innritun og að hlaða farangri um borð í flugvélar. Ívar segir flugfarþega hafa ýmis réttindi ef flugi seinkar um ákveðinn tíma eða er aflýst. „Í fyrsta lagi er það rétturinn til aðstoðar en það hvenær hann tekur gildi fer eftir því hversu löng flugferðin er í kílómetrum og hversu löng biðin er. Ef flugið er 1500 kílómetrar eða styttri „kikkar“ rétturinn inn ef biðin er tveir tímar eða lengri. Þegar flugið er 1500-3500 kílómetrar kemur rétturinn til skoðunar ef um er að ræða þriggja klukkustunda seinkun og svo er það fjögurra klukkustunda seinkun ef flugið er lengra en 3500 kílómetrar.“ Það sem felst í réttinum til aðstoðar er að flugrekanda ber að bjóða farþegum endurgjaldslaust máltíðir, hressingu og hótelgistingu ef þörf er á. Ef að flugi er svo aflýst hafa farþegar val um að fá flugmiðann endurgreiddan eða að fá breytingu á flugleið á kostnað flugfélagsins. Gildir þá einu hvers vegna fluginu er aflýst. Rætt var við Ívar í Bítinu á Bylgjunni í morgun og má hlusta á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Fréttir af flugi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Gæti þurft að fresta öllu flugi Verkfall starfsmanna í flugafgreiðslu gæti haft alvarleg áhrif á flugsamgöngur, að sögn Guðna Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa ISAVIA. 6. maí 2015 13:54 Mest lesið „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Hlýnandi veður Veður Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Fleiri fréttir Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Sjá meira
Ívar Halldórsson, lögfræðingur Neytendasamtakanna, segir flugfarþega hafa ýmis réttindi ef til verkfalla starfsmanna í flugafgreiðslu á Keflavíkurflugvelli kemur. Starfsmennirnir hafa boðað til tveggja sólarhringa verkfalls 31. maí og 1. júní eða í tvo sólarhringa, náist ekki samningar. Ótímabundið verkfall er boðað 6. júní. Ef til verkfallsins kemur mun það hafa gríðarleg áhrif á flugsamgöngur og gæti þurft að fresta öllu flugi. Starfsmenn flugafgreiðsluaðila þjónusta flugfélög á Keflavíkurflugvelli meðal annars við eldsneytisafgreiðslu, innritun og að hlaða farangri um borð í flugvélar. Ívar segir flugfarþega hafa ýmis réttindi ef flugi seinkar um ákveðinn tíma eða er aflýst. „Í fyrsta lagi er það rétturinn til aðstoðar en það hvenær hann tekur gildi fer eftir því hversu löng flugferðin er í kílómetrum og hversu löng biðin er. Ef flugið er 1500 kílómetrar eða styttri „kikkar“ rétturinn inn ef biðin er tveir tímar eða lengri. Þegar flugið er 1500-3500 kílómetrar kemur rétturinn til skoðunar ef um er að ræða þriggja klukkustunda seinkun og svo er það fjögurra klukkustunda seinkun ef flugið er lengra en 3500 kílómetrar.“ Það sem felst í réttinum til aðstoðar er að flugrekanda ber að bjóða farþegum endurgjaldslaust máltíðir, hressingu og hótelgistingu ef þörf er á. Ef að flugi er svo aflýst hafa farþegar val um að fá flugmiðann endurgreiddan eða að fá breytingu á flugleið á kostnað flugfélagsins. Gildir þá einu hvers vegna fluginu er aflýst. Rætt var við Ívar í Bítinu á Bylgjunni í morgun og má hlusta á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Fréttir af flugi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Gæti þurft að fresta öllu flugi Verkfall starfsmanna í flugafgreiðslu gæti haft alvarleg áhrif á flugsamgöngur, að sögn Guðna Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa ISAVIA. 6. maí 2015 13:54 Mest lesið „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Hlýnandi veður Veður Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Fleiri fréttir Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Sjá meira
Gæti þurft að fresta öllu flugi Verkfall starfsmanna í flugafgreiðslu gæti haft alvarleg áhrif á flugsamgöngur, að sögn Guðna Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa ISAVIA. 6. maí 2015 13:54