Fær 16 milljarða fyrir 3 ára samning Finnur Thorlacius skrifar 21. maí 2015 08:42 Lewis Hamilton er með forystu í Formúlu 1 keppni ársins. Lewis Hamilton skrifaði í gær undir nýjan þriggja ára samning við Mercedes Benz í Formúlu 1. Hann mun aka bílum þeirra næstu 3 tímabil. Lewis Hamilton er nú með ágæta forystu í keppni þeirra bestu og ef hann vinnur á þessu tímabili yrði það í þriðja skiptið sem hann hampar titlinum, eða jafn oft og Ayrton Senna gerði á sínum tíma. Hamilton ætti að eiga fyrir salti í grautinn eftir þessi þrjú ár en samningurinn tryggir honum 40 milljónir dollarar á ári, eða 15,85 milljarða króna á samningstímanum. Hann fær nú 31 milljónir dollara á ári frá Mercedes Benz og því er þessi nýi samningur nokkru stærri þó flestir hefðu unað við þann fyrri. Auk þess hefur Hamilton fengið bónusa fyrir hvern sigur og heildarsigur í keppninni. Hamilton vann fyrst Formúlu 1 keppnina árið 2008 og svo aftur í fyrra. Mest lesið Engin röð á Læknavaktinni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent
Lewis Hamilton skrifaði í gær undir nýjan þriggja ára samning við Mercedes Benz í Formúlu 1. Hann mun aka bílum þeirra næstu 3 tímabil. Lewis Hamilton er nú með ágæta forystu í keppni þeirra bestu og ef hann vinnur á þessu tímabili yrði það í þriðja skiptið sem hann hampar titlinum, eða jafn oft og Ayrton Senna gerði á sínum tíma. Hamilton ætti að eiga fyrir salti í grautinn eftir þessi þrjú ár en samningurinn tryggir honum 40 milljónir dollarar á ári, eða 15,85 milljarða króna á samningstímanum. Hann fær nú 31 milljónir dollara á ári frá Mercedes Benz og því er þessi nýi samningur nokkru stærri þó flestir hefðu unað við þann fyrri. Auk þess hefur Hamilton fengið bónusa fyrir hvern sigur og heildarsigur í keppninni. Hamilton vann fyrst Formúlu 1 keppnina árið 2008 og svo aftur í fyrra.
Mest lesið Engin röð á Læknavaktinni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent