„Þeir sem eru verst settir í íslensku samfélagi eiga mjög fáa málsvara“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 31. maí 2015 11:35 „Enn einu sinni virðast þeir sem eru verst settir í íslensku samfélagi eiga mjög fáa málsvara,“ sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag, sem sagði það ekki bara spurning um réttlæti heldur spurning um samfélag sem virkar vel og býr til eins mikil verðmæti og hægt er. „Það er meira að segja orðin opinber „pólisía“ sumra stéttarfélaga að það megi ekki hækka laun þeirra lægstu hlutfallslega meira en þeirra og það er erfitt vegna þess að þessi ójöfnuðurinn í samfélaginu er orðinn okkur dýr,“ sagði hann. Kári og hagfræðingurinn Bolli Héðinsson fóru yfir kjaradeilur síðustu vikna í þættinum.Óhjákvæmilegt að hækka lífeyri„Nú kom til dæmis fram, ég held hjá fjármálaráðherra, eftir að þessir samningar voru gerðir að hann gerði ekki ráð fyrir því að lífeyrisþegar fengu ekki sömu kjarabætur og þeir lægst settu fá út úr þessu frá atvinnurekendum og það lýsir ákveðinni firringu að átta sig ekki á því að auðvitað þurfa lífeyrisþegar landsins að njóta hinn sömu kjarabóta og allir aðrir,“ sagði hann. „Þetta er einn þátturinn í því hvernig á að fjármagna þær bætur sem ríkið mun óhjákvæmilega koma til með að þurfa að borga lífeyrisþegum því þegar upp er staðið munu þeir ekki geta skilið þá eftir.“Bolli Héðinsson hagfræðingur.Kári og Bolli ræddu um jöfnuð í samfélaginu og vitnaði forstjórinn í orð Joseph Stiglitz um að hagur þess þriðjungs sem hefur minnst á milli handanna í vestrænum samfélögum hafi ekki vaxið í 42 ár og að kaupmáttur mið-þriðjungsins hafi ekki vaxið í 23 ár. „Þannig að allt sem betur hefur gerst í vestrænum samfélögum á síðustu hálfri öld hafi allt farið í vasa hinna ríkustu,“ sagði Kári. Þurfum að vera á varðbergi Bolli vitnaði í hagfræðingana Thomas Piketty og George Packer sem báðir hafa fjallað um hvernig lægri- og millistéttum hefur hrakað síðustu þremur til fjórum áratugum. „Bandaríkin eru ekki lengur samfélag þar sem þú getur búist við að geta mennta börnin þín og þau notið sömu tækifæra óháð fjárhag foreldranna eða neitt í þá veru,“ sagði Bolli sem sagði að ákveðið samfélagsbrot hafi orðið í Bandaríkjunum. „Og ég held að við höfum að einhverju leiti orðið fyrir því líka hér og við erum kannski ekki búin að bíta úr nálinni með það en við þurfum að vera mjög á varðbergi ef við ætlum að passa okkur að fara ekki sömu leið.“Verkalýðshreyfingin breytt Kári sagðist telja verkalýðshreyfingin hafi tekið breytingum á síðustu árum; verkalýðsfélögin væru orðin stærri og gættu ólíkra hagsmuna. „Ég held við þurfum að endurvekja gömlu Dagsbrún og ég held við ættum að nýta okkur nýjustu tækni erfðafræðinnar til þess að endurvekja Guðmund Jaka og fólk sem batt sig við krana til að koma í veg fyrir að hægt væri að dæla olíu í land í verkföllum. Ég held að við ættum að einbeita okkur meira á þörfum þess fólks sem minnst mega sín í íslensku samfélagi,“ sagði hann. Kári gagnrýndi baráttu Bandalags háskólamanna sem krefjast hærri launa vegna menntunar. „Ég held því fram að það sé miklu eðlilegra að við reynum búum okkur til aðferð til þess að meta það hversu mikið menn leggja til samfélagsins,“ sagið hann og bætti við: „Það er miklu merkilegra ef maður með litla menntun leggur mikið af mörkum til samfélagsins heldur en sá sem er með mikla en það skiptir samfélagið engu máli, það er bara verið að leggja af mörkum til þess.“Háskólahugtakið útþynnt Hann sagði að hugmyndin um laun sem miðast við menntun verða óheppilegri eftir því sem háskólahugatakið sé þynnt meira út. „Við erum með háskóla á Íslandi í hverju krummaskuði og til þess að hafa þar fólk þarf að lækka „standardinn“ í þessum skólum og það sem raunverulega háskólamenntun segir um þig er miklu minna en það var fyrir fimmtíu árum,“ sagði Kári. Hann sagði að skólarnir hefðu hvata til að hleypa fólki í gegnum próf þar sem greitt væri fyrir hvern nemanda. „Fólk á auðvitað að fá hærri laun fyrir að leggja meira á sig ef það fyrir vikið leggur meira af mörkum til samfélagsins, en ég held að það sé vafasamt að nota háskólagráðu eina saman til að hysja laun upp mikið,“ sagði hann. Verkfall 2016 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
„Enn einu sinni virðast þeir sem eru verst settir í íslensku samfélagi eiga mjög fáa málsvara,“ sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag, sem sagði það ekki bara spurning um réttlæti heldur spurning um samfélag sem virkar vel og býr til eins mikil verðmæti og hægt er. „Það er meira að segja orðin opinber „pólisía“ sumra stéttarfélaga að það megi ekki hækka laun þeirra lægstu hlutfallslega meira en þeirra og það er erfitt vegna þess að þessi ójöfnuðurinn í samfélaginu er orðinn okkur dýr,“ sagði hann. Kári og hagfræðingurinn Bolli Héðinsson fóru yfir kjaradeilur síðustu vikna í þættinum.Óhjákvæmilegt að hækka lífeyri„Nú kom til dæmis fram, ég held hjá fjármálaráðherra, eftir að þessir samningar voru gerðir að hann gerði ekki ráð fyrir því að lífeyrisþegar fengu ekki sömu kjarabætur og þeir lægst settu fá út úr þessu frá atvinnurekendum og það lýsir ákveðinni firringu að átta sig ekki á því að auðvitað þurfa lífeyrisþegar landsins að njóta hinn sömu kjarabóta og allir aðrir,“ sagði hann. „Þetta er einn þátturinn í því hvernig á að fjármagna þær bætur sem ríkið mun óhjákvæmilega koma til með að þurfa að borga lífeyrisþegum því þegar upp er staðið munu þeir ekki geta skilið þá eftir.“Bolli Héðinsson hagfræðingur.Kári og Bolli ræddu um jöfnuð í samfélaginu og vitnaði forstjórinn í orð Joseph Stiglitz um að hagur þess þriðjungs sem hefur minnst á milli handanna í vestrænum samfélögum hafi ekki vaxið í 42 ár og að kaupmáttur mið-þriðjungsins hafi ekki vaxið í 23 ár. „Þannig að allt sem betur hefur gerst í vestrænum samfélögum á síðustu hálfri öld hafi allt farið í vasa hinna ríkustu,“ sagði Kári. Þurfum að vera á varðbergi Bolli vitnaði í hagfræðingana Thomas Piketty og George Packer sem báðir hafa fjallað um hvernig lægri- og millistéttum hefur hrakað síðustu þremur til fjórum áratugum. „Bandaríkin eru ekki lengur samfélag þar sem þú getur búist við að geta mennta börnin þín og þau notið sömu tækifæra óháð fjárhag foreldranna eða neitt í þá veru,“ sagði Bolli sem sagði að ákveðið samfélagsbrot hafi orðið í Bandaríkjunum. „Og ég held að við höfum að einhverju leiti orðið fyrir því líka hér og við erum kannski ekki búin að bíta úr nálinni með það en við þurfum að vera mjög á varðbergi ef við ætlum að passa okkur að fara ekki sömu leið.“Verkalýðshreyfingin breytt Kári sagðist telja verkalýðshreyfingin hafi tekið breytingum á síðustu árum; verkalýðsfélögin væru orðin stærri og gættu ólíkra hagsmuna. „Ég held við þurfum að endurvekja gömlu Dagsbrún og ég held við ættum að nýta okkur nýjustu tækni erfðafræðinnar til þess að endurvekja Guðmund Jaka og fólk sem batt sig við krana til að koma í veg fyrir að hægt væri að dæla olíu í land í verkföllum. Ég held að við ættum að einbeita okkur meira á þörfum þess fólks sem minnst mega sín í íslensku samfélagi,“ sagði hann. Kári gagnrýndi baráttu Bandalags háskólamanna sem krefjast hærri launa vegna menntunar. „Ég held því fram að það sé miklu eðlilegra að við reynum búum okkur til aðferð til þess að meta það hversu mikið menn leggja til samfélagsins,“ sagið hann og bætti við: „Það er miklu merkilegra ef maður með litla menntun leggur mikið af mörkum til samfélagsins heldur en sá sem er með mikla en það skiptir samfélagið engu máli, það er bara verið að leggja af mörkum til þess.“Háskólahugtakið útþynnt Hann sagði að hugmyndin um laun sem miðast við menntun verða óheppilegri eftir því sem háskólahugatakið sé þynnt meira út. „Við erum með háskóla á Íslandi í hverju krummaskuði og til þess að hafa þar fólk þarf að lækka „standardinn“ í þessum skólum og það sem raunverulega háskólamenntun segir um þig er miklu minna en það var fyrir fimmtíu árum,“ sagði Kári. Hann sagði að skólarnir hefðu hvata til að hleypa fólki í gegnum próf þar sem greitt væri fyrir hvern nemanda. „Fólk á auðvitað að fá hærri laun fyrir að leggja meira á sig ef það fyrir vikið leggur meira af mörkum til samfélagsins, en ég held að það sé vafasamt að nota háskólagráðu eina saman til að hysja laun upp mikið,“ sagði hann.
Verkfall 2016 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira