Lögmaður Hlínar: Rannsókn seinna málsins á frumstigi Birgir Olgeirsson skrifar 4. júní 2015 12:08 Hlín Einarsdóttir. „Ég get staðfest að hún hefur verið yfirheyrð vegna þessara mála,“ segir lögmaður Hlínar Einarsdóttur í samtali við Vísi um fjárkúgunarmálin tvö sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til rannsóknar. Hlín og systir hennar Malín Brand voru handteknar sunnan Vallahverfisins í Hafnarfirði síðastliðinn föstudag en þá höfðu þær reynt að kúga fé úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra og eiginkonu hans. Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kom fram að þær hefðu báðar játað aðild sína í því máli. Systurnar voru svo handteknar aftur í gær og færðar til yfirheyrslu vegna kæru sem barst í hádeginu í gær og varðaði aðra fjárkúgun. Seinni kæran kom frá manni sem sakar systurnar um að hafa kúgað sig til að borga sér 700 þúsund krónur annars yrði hann kærður til lögreglunnar fyrir að hafa nauðgað Hlín. Maðurinn og Hlín fóru heim saman á laugardagskvöldi í apríl, að því er fram kom í Fréttablaðinu í morgun.Sjá einnig: Systurnar handteknar og yfirheyrðar á ný„Þetta er það viðkvæmt“ Spurður hvort Hlín sé enn í haldi lögreglu vegna seinni kærunnar segist lögmaður hennar ekki geta tjáð sig um málið sökum trúnaðar. Spurður hvort Hlín sæti farbanni sökum rannsóknar lögreglu á málunum tveimur svarar lögmaðurinn: „Ég get ekkert meira sagt. Þetta er það viðkvæmt og er til rannsóknar lögreglu þannig að við verðum að láta það hafa sinn gang.“ Lögmaðurinn segir rannsókn lögreglu á seinni kærunni þó vera á frumstigi. Spurður hvort fyrir liggur játning í seinna málinu segist lögmaðurinn ekki geta tjáð sig um það. Óttaðist um mannorð sitt Maðurinn sem lagði fram seinni kæruna gegn systrunum er sagður í Fréttablaðinu hafa hugsað sig um í fimm daga áður en hann ákvað að verða við kröfum þeirra þar sem hann óttaðist um mannorð sitt. Hann vildi fá sönnun þess efnis að þær myndu ekki halda kúgunum áfram og fékk skriflega kvittun þess efnis sem skrifuð var af Malín á bréfsefni merkt Morgunblaðinu og undirrituð af henni. Maðurinn afhenti svo Malín 700 þúsund krónur í reiðufé í umslagi samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Systurnar voru yfirheyrðar hvor í sínu lagi í gær og stóðu yfirheyrslurnar fram eftir kvöldi. Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir „Engin venjuleg saga sem þær eiga þessar systur“ Friðrika Benónýsdóttir tók viðtal við Hlín Einarsdóttur, sem birtist í Stundinni í dag, tveimur vikum fyrir handtökuna á Völlunum á föstudag. Hlín lýsir heilaþvætti sem hún varð fyrir í Vottum Jehóva og óútskýrðu fráfalli móður sinnar. 4. júní 2015 10:25 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
„Ég get staðfest að hún hefur verið yfirheyrð vegna þessara mála,“ segir lögmaður Hlínar Einarsdóttur í samtali við Vísi um fjárkúgunarmálin tvö sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til rannsóknar. Hlín og systir hennar Malín Brand voru handteknar sunnan Vallahverfisins í Hafnarfirði síðastliðinn föstudag en þá höfðu þær reynt að kúga fé úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra og eiginkonu hans. Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kom fram að þær hefðu báðar játað aðild sína í því máli. Systurnar voru svo handteknar aftur í gær og færðar til yfirheyrslu vegna kæru sem barst í hádeginu í gær og varðaði aðra fjárkúgun. Seinni kæran kom frá manni sem sakar systurnar um að hafa kúgað sig til að borga sér 700 þúsund krónur annars yrði hann kærður til lögreglunnar fyrir að hafa nauðgað Hlín. Maðurinn og Hlín fóru heim saman á laugardagskvöldi í apríl, að því er fram kom í Fréttablaðinu í morgun.Sjá einnig: Systurnar handteknar og yfirheyrðar á ný„Þetta er það viðkvæmt“ Spurður hvort Hlín sé enn í haldi lögreglu vegna seinni kærunnar segist lögmaður hennar ekki geta tjáð sig um málið sökum trúnaðar. Spurður hvort Hlín sæti farbanni sökum rannsóknar lögreglu á málunum tveimur svarar lögmaðurinn: „Ég get ekkert meira sagt. Þetta er það viðkvæmt og er til rannsóknar lögreglu þannig að við verðum að láta það hafa sinn gang.“ Lögmaðurinn segir rannsókn lögreglu á seinni kærunni þó vera á frumstigi. Spurður hvort fyrir liggur játning í seinna málinu segist lögmaðurinn ekki geta tjáð sig um það. Óttaðist um mannorð sitt Maðurinn sem lagði fram seinni kæruna gegn systrunum er sagður í Fréttablaðinu hafa hugsað sig um í fimm daga áður en hann ákvað að verða við kröfum þeirra þar sem hann óttaðist um mannorð sitt. Hann vildi fá sönnun þess efnis að þær myndu ekki halda kúgunum áfram og fékk skriflega kvittun þess efnis sem skrifuð var af Malín á bréfsefni merkt Morgunblaðinu og undirrituð af henni. Maðurinn afhenti svo Malín 700 þúsund krónur í reiðufé í umslagi samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Systurnar voru yfirheyrðar hvor í sínu lagi í gær og stóðu yfirheyrslurnar fram eftir kvöldi.
Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir „Engin venjuleg saga sem þær eiga þessar systur“ Friðrika Benónýsdóttir tók viðtal við Hlín Einarsdóttur, sem birtist í Stundinni í dag, tveimur vikum fyrir handtökuna á Völlunum á föstudag. Hlín lýsir heilaþvætti sem hún varð fyrir í Vottum Jehóva og óútskýrðu fráfalli móður sinnar. 4. júní 2015 10:25 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
„Engin venjuleg saga sem þær eiga þessar systur“ Friðrika Benónýsdóttir tók viðtal við Hlín Einarsdóttur, sem birtist í Stundinni í dag, tveimur vikum fyrir handtökuna á Völlunum á föstudag. Hlín lýsir heilaþvætti sem hún varð fyrir í Vottum Jehóva og óútskýrðu fráfalli móður sinnar. 4. júní 2015 10:25