BMW kynnir nýja sjöu 10. júní Finnur Thorlacius skrifar 4. júní 2015 10:13 Flaggskip BMW hefur lengi verið 7-línan og fer þar fremur stór lúxusbíll með þekkta aksturseiginleika BMW bíla. BMW mun kynna nýja kynslóð af þessum kostagrip á miðvikudaginn í næstu viku, 10. júní. Stærsti hluti yfirbyggingar nýrrar sjöu er úr koltrefjum, enda hefur hann lést um 135 kíló á milli kynslóða þrátt fyrir að vera troðinn nýjustu tækni. Bílnum má leggja í stæði með fjarstýringu í lykli hans. Stýra má afþreyingarkerfi bílsins með því að veifa höndunum í rétta átt fyrir hverja aðgerð, allt til þess gert að tryggja að ökumaður þurfi ekki að taka augun af veginum. Hægt verður að fá bílinn með stóru glerþaki, svo birta mun leika um glæsta innréttingu hans. Aðalljósin verða af laser-gerð, en ekki eru margir bílar sem skarta slíkum ljósum í dag. Sjá má stutt kynningarmyndband hér að ofan sem BMW hefur sent frá sér af bílnum, en sannast sagna sést ekki mikið af bílnum þó glitti í fallega skapaðar línur hans og hluta innréttingarinnar. Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent
Flaggskip BMW hefur lengi verið 7-línan og fer þar fremur stór lúxusbíll með þekkta aksturseiginleika BMW bíla. BMW mun kynna nýja kynslóð af þessum kostagrip á miðvikudaginn í næstu viku, 10. júní. Stærsti hluti yfirbyggingar nýrrar sjöu er úr koltrefjum, enda hefur hann lést um 135 kíló á milli kynslóða þrátt fyrir að vera troðinn nýjustu tækni. Bílnum má leggja í stæði með fjarstýringu í lykli hans. Stýra má afþreyingarkerfi bílsins með því að veifa höndunum í rétta átt fyrir hverja aðgerð, allt til þess gert að tryggja að ökumaður þurfi ekki að taka augun af veginum. Hægt verður að fá bílinn með stóru glerþaki, svo birta mun leika um glæsta innréttingu hans. Aðalljósin verða af laser-gerð, en ekki eru margir bílar sem skarta slíkum ljósum í dag. Sjá má stutt kynningarmyndband hér að ofan sem BMW hefur sent frá sér af bílnum, en sannast sagna sést ekki mikið af bílnum þó glitti í fallega skapaðar línur hans og hluta innréttingarinnar.
Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent