BMW ákveður smíði X2 jepplings Finnur Thorlacius skrifar 2. júní 2015 10:54 BMW X2, enn einn bíllinn í flokki jepplinga og jeppa lúxusbílaframleiðendanna. Stjórn BMW hefur samþykkt framleiðslu X2 jepplings sem keppa á við Range Rover Evoque bílinn. Lögun bílsins verður í ætt við X4 og X6 bílana sem eru með háum afturenda. Svo virðist sem BMW sé langt komið með hönnun bílsins þar sem hann fer í prófanir eftir nokkrar vikur. Bíllinn mun koma í sölu árið 2017 að sögn bílatímaritsins Autocar. BMW X2 verður byggður á sama undirvagni og næsta kynslóð X1 jepplingsins og hins nýja BMW 2 Active Tourer. BMW ætlar með þessum bíl að svara Audi og Mercedes Benz sem einnig eru að fjölga jepplingum og jeppum sínum. Hörð barátta er á milli þessara þriggja þýsku lúxusbílaframleiðenda um hvort þeirra selur fleiri bíla og ætlar BMW ekki að gefa neitt eftir í þessum slag og veðjar eins og svo margur bílaframleiðandinn í dag á vinsældir jepplinga. BMW X2 verður fyrst sýndur almenningi á bílasýningunni í Genf í mars á næsta ári, að sögn Autocar. Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent
Stjórn BMW hefur samþykkt framleiðslu X2 jepplings sem keppa á við Range Rover Evoque bílinn. Lögun bílsins verður í ætt við X4 og X6 bílana sem eru með háum afturenda. Svo virðist sem BMW sé langt komið með hönnun bílsins þar sem hann fer í prófanir eftir nokkrar vikur. Bíllinn mun koma í sölu árið 2017 að sögn bílatímaritsins Autocar. BMW X2 verður byggður á sama undirvagni og næsta kynslóð X1 jepplingsins og hins nýja BMW 2 Active Tourer. BMW ætlar með þessum bíl að svara Audi og Mercedes Benz sem einnig eru að fjölga jepplingum og jeppum sínum. Hörð barátta er á milli þessara þriggja þýsku lúxusbílaframleiðenda um hvort þeirra selur fleiri bíla og ætlar BMW ekki að gefa neitt eftir í þessum slag og veðjar eins og svo margur bílaframleiðandinn í dag á vinsældir jepplinga. BMW X2 verður fyrst sýndur almenningi á bílasýningunni í Genf í mars á næsta ári, að sögn Autocar.
Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent