Möguleikarnir eru endalausir. Ekki hentar öllum hártegundum að vaffla allt hárið og er þá kjörið að vaffla einn og einn lokk fyrir þær sem eru með þykkt og mikið hár.
Líkt og sást á tískupöllunum hjá Stella McCartney fyrir sumarið 2015 var hárið ýmist vafflað að hluta til eða alveg og þá tekið upp í tagl.

Gamalt og gott trend sem við á ritstjórninni bjóðum velkomið aftur eftir langa bið.
