Þær ættu að njóta eldanna Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 19. júní 2015 07:00 Hún út með ösku fer og eld að spónum ber og yljar upp hjá mér Í dag eru 100 ár frá hinum örlagaríka 19. júní 1915 – þeim tímamótum þegar íslenskar konur 40 ára og eldri fengu fyrst kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Í um þrjá áratugi fram til þess dags höfðu konur háð kröftuga baráttu fyrir jöfnum réttindum og auknum umsvifum í íslensku samfélagi. Var baráttan fyrir kosningaréttinum þar í forgrunni.Ég veit að hún á sorgir, en segir aldrei neitt, þó sé hún dauðaþreytt Þó að dagurinn hafi vissulega markað tímamót í sögu kvenréttinda hallaði enn á hlut kvenna. Það var nefnilega svo að karlmenn þurftu einungis að ná 25 ára aldri til að hljóta sömu réttindi. Aldursákvæði laganna frá 1915 var einsdæmi í heiminum en einungis Bretar höfðu sett viðlíka aldurstakmark bundið við 30 ár. Þessi takmörkun þingkarla á kosningarétti kvenna var talin byggð á ótta þeirra við hið nýtilkomna sterka pólitíska afl. Bríet Bjarnhéðinsdóttir sagði það snoppung fyrir konur að fá það í andlitið, að fyrst við 40 ára aldur teldust þær viðlíka þroskaðar og 25 ára karlmenn.Hún fer að engu óð, er öllum mönnum góð og vinnur verk sín hljóð Bríet Bjarnhéðinsdóttir talaði einhverju sinni um riddaraskap íslenskra karla og göfuglyndi við konur. Þá höfðu íslenskir þingkarlar barist óumbeðnir fyrir réttarbótum kvenna. Það fer lítið fyrir slíkum riddaraskap íslenskra ráðkarla í dag. Göfuglyndið við hefðbundnar kvennastéttir lítið. Ekki berjast þeir óumbeðnir fyrir kjarabótum kvenna. Ekki einu sinni umbeðnir. Jafnvel sárbændir.Launin sem hún fær, eru last og daglegt brauð Sterk heilbrigðis- og menntakerfi mynda grunnstoðir samfélagsins. Ekkert þróað samfélag getur þrifist án slíkra hornsteina. Undirstöður allra framfara. Undirstöður, sem konur mynda. Ekki má hunsa að verulegar launahækkanir heilu stéttanna geti haft neikvæðar efnahagslegar afleiðingar. Það breytir því þó ekki að finna þarf lausn á vandanum sem blasir við. Það er aðkallandi fyrir samfélagið allt. Kvennastéttir færa samfélaginu meiri verðmæti en aðrar stéttir. Það skýtur því skökku við hve endurgjaldið er grátlegt. Lítið gagnast jafnlaunabaráttan þessum konum. Engin himinhá laun innan stéttanna. Engin karlalaun til samanburðar. Það er virðingar¬leysi við konur – og snoppungur að fá það í andlitið.Fáir njóta eldanna sem fyrstir kveikja þá Þennan dag fyrir 100 árum, stóðu konur með vonarglampa í augum og framtíðarsýn um jöfnuð. Nú, 100 árum síðar, búum við enn í samfélagi sem hlúir illa að kvennastéttum – stéttunum sem hlúa að okkur. Stéttunum sem byggja grunnstoðir samfélagsins og skapa forsendur fyrir allt annað. Þær skapa og varðveita verðmætin sem öllu máli skipta. Þær ættu að njóta umbunar til samræmis við framlagið. Þær ættu að njóta virðingar umfram flesta aðra. En þannig er það ekki – og eitthvað þarf að breytast. Þær ættu að njóta eldanna sem fyrstar kveikja þá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Skoðun Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir Skoðun Leikskólavandinn? Hópur leikskólakennara og starfsfólks leikskóla í Reykjavík Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun
Hún út með ösku fer og eld að spónum ber og yljar upp hjá mér Í dag eru 100 ár frá hinum örlagaríka 19. júní 1915 – þeim tímamótum þegar íslenskar konur 40 ára og eldri fengu fyrst kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Í um þrjá áratugi fram til þess dags höfðu konur háð kröftuga baráttu fyrir jöfnum réttindum og auknum umsvifum í íslensku samfélagi. Var baráttan fyrir kosningaréttinum þar í forgrunni.Ég veit að hún á sorgir, en segir aldrei neitt, þó sé hún dauðaþreytt Þó að dagurinn hafi vissulega markað tímamót í sögu kvenréttinda hallaði enn á hlut kvenna. Það var nefnilega svo að karlmenn þurftu einungis að ná 25 ára aldri til að hljóta sömu réttindi. Aldursákvæði laganna frá 1915 var einsdæmi í heiminum en einungis Bretar höfðu sett viðlíka aldurstakmark bundið við 30 ár. Þessi takmörkun þingkarla á kosningarétti kvenna var talin byggð á ótta þeirra við hið nýtilkomna sterka pólitíska afl. Bríet Bjarnhéðinsdóttir sagði það snoppung fyrir konur að fá það í andlitið, að fyrst við 40 ára aldur teldust þær viðlíka þroskaðar og 25 ára karlmenn.Hún fer að engu óð, er öllum mönnum góð og vinnur verk sín hljóð Bríet Bjarnhéðinsdóttir talaði einhverju sinni um riddaraskap íslenskra karla og göfuglyndi við konur. Þá höfðu íslenskir þingkarlar barist óumbeðnir fyrir réttarbótum kvenna. Það fer lítið fyrir slíkum riddaraskap íslenskra ráðkarla í dag. Göfuglyndið við hefðbundnar kvennastéttir lítið. Ekki berjast þeir óumbeðnir fyrir kjarabótum kvenna. Ekki einu sinni umbeðnir. Jafnvel sárbændir.Launin sem hún fær, eru last og daglegt brauð Sterk heilbrigðis- og menntakerfi mynda grunnstoðir samfélagsins. Ekkert þróað samfélag getur þrifist án slíkra hornsteina. Undirstöður allra framfara. Undirstöður, sem konur mynda. Ekki má hunsa að verulegar launahækkanir heilu stéttanna geti haft neikvæðar efnahagslegar afleiðingar. Það breytir því þó ekki að finna þarf lausn á vandanum sem blasir við. Það er aðkallandi fyrir samfélagið allt. Kvennastéttir færa samfélaginu meiri verðmæti en aðrar stéttir. Það skýtur því skökku við hve endurgjaldið er grátlegt. Lítið gagnast jafnlaunabaráttan þessum konum. Engin himinhá laun innan stéttanna. Engin karlalaun til samanburðar. Það er virðingar¬leysi við konur – og snoppungur að fá það í andlitið.Fáir njóta eldanna sem fyrstir kveikja þá Þennan dag fyrir 100 árum, stóðu konur með vonarglampa í augum og framtíðarsýn um jöfnuð. Nú, 100 árum síðar, búum við enn í samfélagi sem hlúir illa að kvennastéttum – stéttunum sem hlúa að okkur. Stéttunum sem byggja grunnstoðir samfélagsins og skapa forsendur fyrir allt annað. Þær skapa og varðveita verðmætin sem öllu máli skipta. Þær ættu að njóta umbunar til samræmis við framlagið. Þær ættu að njóta virðingar umfram flesta aðra. En þannig er það ekki – og eitthvað þarf að breytast. Þær ættu að njóta eldanna sem fyrstar kveikja þá.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun