Náði 16 punda nýgengnum hæng í fyrstu Blönduferðinni Karl Lúðvíksson skrifar 16. júní 2015 09:30 Þorsteinn með 16 punda laxinn úr Blöndu Veiðin í Blöndu einkennist yfirleitt af stórum laxi og þá sérstaklega fyrstu 2-3 vikurnar eftir opnun. Einn af þeim ungu og efnilegum veiðimönnum sem hafa lagt leið sína þangað er Þorsteinn Stefánsson sem þykir með eindæmum veiðin og útsjónarsamur veiðimaður þrátt fyrir ungan aldur en hann er aðeins 19 ára gamall en þegar orðinn það sem margir kalla þaulreyndur veiðimaður. Hann fór nýlega í Blöndu og eins og allir sem fara í hana á þessum tíma er það draumurinn um stórlaxinn sem dró hann að ánni. "Ég fór á svæđi 1 í Blöndu dagana 10 og 11. Júní, á sannkölluđum stórfiskatíma. Veiđigreddan var alveg ađ drepa mig og ég þráđi ekkert heitar en ađ fá einn silfursleginn nýfenginn lax" sagði Þorsteinn Stefánsson þegar við heyrðum í honum eftir ferðina. "Þađ var rosalega rólegt fyrr daginn, enginn lax kom á land á allar stangirnar, þó tókst mér ađ setja í einn drjóla á Breiđunni ađ norđan sem lak af eftir stutta viđureign. Ég var rosalega svekktur haldandi ađ ég hefđi glatađ eina tækifærinu sem bauđst" bætir hann við. "Um hádegisbil síđasta morguninn kom greinilega ganga inn og mađur tók eftir talsverđu lífi, nú var ađ duga eđa drepast og ná einum vænum áđur en gangan myndi strunsa framhjá. Ég setti í fisk og hugsađi međ sjálfum mér ađ ég myndi ekki tapa þessum og tók því bara passlega á fiskinum og var ekki ađ flýta mér um of. Baráttan var skrautleg og var ég í mestu erfiđleikum međ ađ missa hann ekki niđur flúđir en á endanum landađi ég glæsilegum nýgengnum 16 punda hæng. Ég er svo sannarlega kominn međ Chrome fever". Eins og sést á myndinni er þetta nýgengin hængur sem fékk að sjálfsögðu að fara aftur í ánna eftir myndatöku. Stangveiði Mest lesið Eitt magnaðasta veiðisvæði landsins Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Risavaxinn bleikja úr Eyjafjarðará Veiði Töluvert líf í Gljúfurá í Borgarfirði Veiði Vötnin á norðurlandi loksins að taka við sér Veiði Rjúpnaveiði lokið þetta árið Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði 17 laxar fyrsta daginn við Urriðafoss Veiði Veiðimaðurinn opnar á ný Veiði Lifnar yfir Soginu Veiði
Veiðin í Blöndu einkennist yfirleitt af stórum laxi og þá sérstaklega fyrstu 2-3 vikurnar eftir opnun. Einn af þeim ungu og efnilegum veiðimönnum sem hafa lagt leið sína þangað er Þorsteinn Stefánsson sem þykir með eindæmum veiðin og útsjónarsamur veiðimaður þrátt fyrir ungan aldur en hann er aðeins 19 ára gamall en þegar orðinn það sem margir kalla þaulreyndur veiðimaður. Hann fór nýlega í Blöndu og eins og allir sem fara í hana á þessum tíma er það draumurinn um stórlaxinn sem dró hann að ánni. "Ég fór á svæđi 1 í Blöndu dagana 10 og 11. Júní, á sannkölluđum stórfiskatíma. Veiđigreddan var alveg ađ drepa mig og ég þráđi ekkert heitar en ađ fá einn silfursleginn nýfenginn lax" sagði Þorsteinn Stefánsson þegar við heyrðum í honum eftir ferðina. "Þađ var rosalega rólegt fyrr daginn, enginn lax kom á land á allar stangirnar, þó tókst mér ađ setja í einn drjóla á Breiđunni ađ norđan sem lak af eftir stutta viđureign. Ég var rosalega svekktur haldandi ađ ég hefđi glatađ eina tækifærinu sem bauđst" bætir hann við. "Um hádegisbil síđasta morguninn kom greinilega ganga inn og mađur tók eftir talsverđu lífi, nú var ađ duga eđa drepast og ná einum vænum áđur en gangan myndi strunsa framhjá. Ég setti í fisk og hugsađi međ sjálfum mér ađ ég myndi ekki tapa þessum og tók því bara passlega á fiskinum og var ekki ađ flýta mér um of. Baráttan var skrautleg og var ég í mestu erfiđleikum međ ađ missa hann ekki niđur flúđir en á endanum landađi ég glæsilegum nýgengnum 16 punda hæng. Ég er svo sannarlega kominn međ Chrome fever". Eins og sést á myndinni er þetta nýgengin hængur sem fékk að sjálfsögðu að fara aftur í ánna eftir myndatöku.
Stangveiði Mest lesið Eitt magnaðasta veiðisvæði landsins Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Risavaxinn bleikja úr Eyjafjarðará Veiði Töluvert líf í Gljúfurá í Borgarfirði Veiði Vötnin á norðurlandi loksins að taka við sér Veiði Rjúpnaveiði lokið þetta árið Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði 17 laxar fyrsta daginn við Urriðafoss Veiði Veiðimaðurinn opnar á ný Veiði Lifnar yfir Soginu Veiði