„Bann við verkfalli á tvímælalaust rétt á sér“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 13. júní 2015 16:39 Unnur Brá Konráðsdóttir er formaður allsherjar- og menntamálanefndar. vísir/daníel Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar leggur til að verkfallsfrumvarp ríkisstjórnarinnar verði samþykkt með smávægilegum breytingum. Ljóst sé að verkfallsaðgerðir hafi haft verulega neikvæð áhrif á almannahagsmuni og sett verkefni ríkisins í hættu. Alvarlegt hættuástand geti fljótt skapast innan heilbrigðiskerfisins og ógnað lífi, heilsu eða öryggi manna, að því er fram kemur í áliti meirihlutans. „Því standa mjög ríkir almannahagsmunir til þess að starf á heilbrigðisstofnunum landsins komist í eðlilegt horf, þannig að lög sem fela í sér bann við verkfalli eiga tvímælalaust rétt á sér við núverandi aðstæður,“ segir í álitinu.Sjá einnig: Minnihlutinn vill verkfallsfrumvarpið burt Þá standi ríkir almannahagsmunir og/eða réttindi annarra sem og neikvæð áhrif á ráðstöfun eigna, viðskipta og framleiðslu einnig til þess að bundinn verði endi á verkföll hjá starfsmönnum sýslumanns og dýralæknum. Mat meirihlutans sé því að þeir heildarhagsmunir sem í húfi séu, séu það miklir að um ríka almannahagsmuni sé að ræða sem réttlæti inngrip löggjafans á þeim hátt sem lagt sé til í frumvarpinu. „Ekki virðist sem lausn finnist á kjaradeilu aðila í bráð. Kjaradeilum hvað varðar samflot stéttarfélaga innan Bandalags háskólamanna var vísað til ríkissáttasemjara 26. mars sl. og hvað varðar Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga 1. apríl sl. Viðræðum hefur verið slitið og mikið ber á milli deiluaðila. Á fundi nefndarinnar kom fram að deilan er í hnút og samningar ekki líklegir í fyrirsjáanlegri framtíð,“ segir í álitinu en það má lesa hér. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar segja upp og fara Hjúkrunarfræðingar segja stjórnvöld senda þeim fingurinn með fyrirhugaðri lagasetningu á verkfall. Mikill fjöldi hyggst segja starfi sínu lausu. Börn og makar fylgja hjúkrunarfræðingum sem ætla að leita nýrra starfa í nágrannalöndunum. 13. júní 2015 07:00 Minnihluti allsherjar- og menntamálanefndar vill verkfallsfrumvarp burt Telur hann ekki sýnt að fullreynt hafi verið að ná samningum með eðlilegum hætti við félögin og mótmælir "óhæfilegum flýti á meðferð málsins“. 13. júní 2015 16:22 Verkfallsfrumvarpið afgreitt úr nefnd Frumvarpið var samþykkt nánast óbreytt. 13. júní 2015 13:13 Róstusamt í ræðustólnum Athygli vakti að landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra skyldi hafa flutt frumvarp um bann á verkföll BHM og hjúkrunarfræðinga í stað forsætisráðherra. Frumvarpið verður að öllum líkindum afgreitt í dag. 13. júní 2015 07:00 Stjórnvöld axli ábyrgð Stjórn BSRB mótmælir harðlega lagasetningu á verkfallsaðgerðir BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. 13. júní 2015 13:44 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar leggur til að verkfallsfrumvarp ríkisstjórnarinnar verði samþykkt með smávægilegum breytingum. Ljóst sé að verkfallsaðgerðir hafi haft verulega neikvæð áhrif á almannahagsmuni og sett verkefni ríkisins í hættu. Alvarlegt hættuástand geti fljótt skapast innan heilbrigðiskerfisins og ógnað lífi, heilsu eða öryggi manna, að því er fram kemur í áliti meirihlutans. „Því standa mjög ríkir almannahagsmunir til þess að starf á heilbrigðisstofnunum landsins komist í eðlilegt horf, þannig að lög sem fela í sér bann við verkfalli eiga tvímælalaust rétt á sér við núverandi aðstæður,“ segir í álitinu.Sjá einnig: Minnihlutinn vill verkfallsfrumvarpið burt Þá standi ríkir almannahagsmunir og/eða réttindi annarra sem og neikvæð áhrif á ráðstöfun eigna, viðskipta og framleiðslu einnig til þess að bundinn verði endi á verkföll hjá starfsmönnum sýslumanns og dýralæknum. Mat meirihlutans sé því að þeir heildarhagsmunir sem í húfi séu, séu það miklir að um ríka almannahagsmuni sé að ræða sem réttlæti inngrip löggjafans á þeim hátt sem lagt sé til í frumvarpinu. „Ekki virðist sem lausn finnist á kjaradeilu aðila í bráð. Kjaradeilum hvað varðar samflot stéttarfélaga innan Bandalags háskólamanna var vísað til ríkissáttasemjara 26. mars sl. og hvað varðar Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga 1. apríl sl. Viðræðum hefur verið slitið og mikið ber á milli deiluaðila. Á fundi nefndarinnar kom fram að deilan er í hnút og samningar ekki líklegir í fyrirsjáanlegri framtíð,“ segir í álitinu en það má lesa hér.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar segja upp og fara Hjúkrunarfræðingar segja stjórnvöld senda þeim fingurinn með fyrirhugaðri lagasetningu á verkfall. Mikill fjöldi hyggst segja starfi sínu lausu. Börn og makar fylgja hjúkrunarfræðingum sem ætla að leita nýrra starfa í nágrannalöndunum. 13. júní 2015 07:00 Minnihluti allsherjar- og menntamálanefndar vill verkfallsfrumvarp burt Telur hann ekki sýnt að fullreynt hafi verið að ná samningum með eðlilegum hætti við félögin og mótmælir "óhæfilegum flýti á meðferð málsins“. 13. júní 2015 16:22 Verkfallsfrumvarpið afgreitt úr nefnd Frumvarpið var samþykkt nánast óbreytt. 13. júní 2015 13:13 Róstusamt í ræðustólnum Athygli vakti að landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra skyldi hafa flutt frumvarp um bann á verkföll BHM og hjúkrunarfræðinga í stað forsætisráðherra. Frumvarpið verður að öllum líkindum afgreitt í dag. 13. júní 2015 07:00 Stjórnvöld axli ábyrgð Stjórn BSRB mótmælir harðlega lagasetningu á verkfallsaðgerðir BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. 13. júní 2015 13:44 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar segja upp og fara Hjúkrunarfræðingar segja stjórnvöld senda þeim fingurinn með fyrirhugaðri lagasetningu á verkfall. Mikill fjöldi hyggst segja starfi sínu lausu. Börn og makar fylgja hjúkrunarfræðingum sem ætla að leita nýrra starfa í nágrannalöndunum. 13. júní 2015 07:00
Minnihluti allsherjar- og menntamálanefndar vill verkfallsfrumvarp burt Telur hann ekki sýnt að fullreynt hafi verið að ná samningum með eðlilegum hætti við félögin og mótmælir "óhæfilegum flýti á meðferð málsins“. 13. júní 2015 16:22
Róstusamt í ræðustólnum Athygli vakti að landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra skyldi hafa flutt frumvarp um bann á verkföll BHM og hjúkrunarfræðinga í stað forsætisráðherra. Frumvarpið verður að öllum líkindum afgreitt í dag. 13. júní 2015 07:00
Stjórnvöld axli ábyrgð Stjórn BSRB mótmælir harðlega lagasetningu á verkfallsaðgerðir BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. 13. júní 2015 13:44