Tala látinna komin í 37 í Túnis Samúel Karl Ólason skrifar 26. júní 2015 17:44 Minnst 37 eru látnir eftir skotárás á strönd í Sousse í Túnis í morgun. Tveir árásarmenn skutu á ferðamenn þar sem þau lágu í sólbaði. Annar árásarmaðurinn var felldur af lögreglu en óstaðfestar fregnir segja að hinn hafi verið handtekinn. Flestir hinna látnu eru ferðamenn, meðal annars frá Bretlandi, Þýskalandi og Belgíu. 36 eru sagðir særðir. Þrjár árásir hafa verið gerðar í dag í Túnis, Frakklandi og í Kúveit. Minnst 25 létust í sjálfsmorðsárás við mosku í Kúvæt. Þá var bíl ekið inn í gasverksmiðju í Frakklandi og höfði stillt upp við hlið verksmiðjunnar. Íslamska ríkið hefur biðlað til stuðningsmanna sinna um heim allan að fjölga árásum á meðan Ramadan stendur yfir. Hins vegar liggur ekki fyrir hvort að þeir hafi staðið við árásina í Túnis.Þar að auki hefur AP fréttaveitan eftir talsmanni Pentagon að ekki sé ljóst hvort að árásirnar þrjár hafi verið samhæfðar.Meðfylgjandi myndband gæti vakið óhug.Talsmaður lögreglunnar sagði í dag að árásarmaðurinn sem skotinn var af lögreglu sé frá Túnis og hafi verið námsmaður. Hann hefur ekki áður komið við sögu lögreglu. Hann er sagður hafa gengið á ströndina með sólhlíf. Hann stakk henni í sandinn og tók Kalashnikov riffil út úr hlífinni og hóf skothríð sína. Innanríkisráðuneyti Túnis sagði í dag að annar árásarmaður hafi flúið af vettvangi. Þá hafa miðlar í Túnis sagt að sá maður hafi verið handtekinn. Samkvæmt Sky news hefur það ekki fengist staðfest, né er ljóst hvernig hann er sagður hafa komið að árásinni. Tengdar fréttir Maður fannst afhöfðaður við verksmiðju nærri Grenoble Árásarmenn sáust með ISIS-fána, en annar þeirra hefur verið handekinn. Nokkrir eru særðir í sprengingum. 26. júní 2015 09:25 Tugir látnir eftir árás á hótel í Túnis Árásarmenn hafa drepið að minnsta kosti 27 í árás á hótel í bænum Sousse. 26. júní 2015 12:32 Margir látnir eftir sjálfsvígssprengjuárás í Kúveit Um tvö þúsund manns höfðu komið saman til föstudagsbænar þegar árásin var gerð. 26. júní 2015 14:02 Mest lesið Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Fleiri fréttir Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Sjá meira
Minnst 37 eru látnir eftir skotárás á strönd í Sousse í Túnis í morgun. Tveir árásarmenn skutu á ferðamenn þar sem þau lágu í sólbaði. Annar árásarmaðurinn var felldur af lögreglu en óstaðfestar fregnir segja að hinn hafi verið handtekinn. Flestir hinna látnu eru ferðamenn, meðal annars frá Bretlandi, Þýskalandi og Belgíu. 36 eru sagðir særðir. Þrjár árásir hafa verið gerðar í dag í Túnis, Frakklandi og í Kúveit. Minnst 25 létust í sjálfsmorðsárás við mosku í Kúvæt. Þá var bíl ekið inn í gasverksmiðju í Frakklandi og höfði stillt upp við hlið verksmiðjunnar. Íslamska ríkið hefur biðlað til stuðningsmanna sinna um heim allan að fjölga árásum á meðan Ramadan stendur yfir. Hins vegar liggur ekki fyrir hvort að þeir hafi staðið við árásina í Túnis.Þar að auki hefur AP fréttaveitan eftir talsmanni Pentagon að ekki sé ljóst hvort að árásirnar þrjár hafi verið samhæfðar.Meðfylgjandi myndband gæti vakið óhug.Talsmaður lögreglunnar sagði í dag að árásarmaðurinn sem skotinn var af lögreglu sé frá Túnis og hafi verið námsmaður. Hann hefur ekki áður komið við sögu lögreglu. Hann er sagður hafa gengið á ströndina með sólhlíf. Hann stakk henni í sandinn og tók Kalashnikov riffil út úr hlífinni og hóf skothríð sína. Innanríkisráðuneyti Túnis sagði í dag að annar árásarmaður hafi flúið af vettvangi. Þá hafa miðlar í Túnis sagt að sá maður hafi verið handtekinn. Samkvæmt Sky news hefur það ekki fengist staðfest, né er ljóst hvernig hann er sagður hafa komið að árásinni.
Tengdar fréttir Maður fannst afhöfðaður við verksmiðju nærri Grenoble Árásarmenn sáust með ISIS-fána, en annar þeirra hefur verið handekinn. Nokkrir eru særðir í sprengingum. 26. júní 2015 09:25 Tugir látnir eftir árás á hótel í Túnis Árásarmenn hafa drepið að minnsta kosti 27 í árás á hótel í bænum Sousse. 26. júní 2015 12:32 Margir látnir eftir sjálfsvígssprengjuárás í Kúveit Um tvö þúsund manns höfðu komið saman til föstudagsbænar þegar árásin var gerð. 26. júní 2015 14:02 Mest lesið Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Fleiri fréttir Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Sjá meira
Maður fannst afhöfðaður við verksmiðju nærri Grenoble Árásarmenn sáust með ISIS-fána, en annar þeirra hefur verið handekinn. Nokkrir eru særðir í sprengingum. 26. júní 2015 09:25
Tugir látnir eftir árás á hótel í Túnis Árásarmenn hafa drepið að minnsta kosti 27 í árás á hótel í bænum Sousse. 26. júní 2015 12:32
Margir látnir eftir sjálfsvígssprengjuárás í Kúveit Um tvö þúsund manns höfðu komið saman til föstudagsbænar þegar árásin var gerð. 26. júní 2015 14:02