Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 26. júní 2015 10:29 Fyrsti laxinn úr Ytri Rangá í morgun. Veiðimaðurinn er kallaður Bóbó Veiði hófst í Ytri Rangá í morgun og var nokkur spenna á bakkanum þar sem nokkuð er síðan fyrstu laxarnir sáust í ánni. Það kom svo sem heldur ekki á óvart þegar fyrsta laxinum var landað að hann hafi veiðst í Djúpós en þessi veiðistaður er einstaklega gjöfull allt tímabilið. Fiskurinn var kominn á land 7:10 í morgun og um var að ræða 79 sm hrygnu sem tók Dimmblá, sem hefur verið ein af gjöfulli flugunum í Ytri Rangá. Það er vel fylgst með systuránum Ytri og Eystri Rangá af veiðimönnum enda hafa árnar verið meðal þeirra aflahæstu í áratug og mikill fjöldi veiðimanna, bæði innlendir og erlendir heimsækir ánna á hverju ári. Eystri Rangá opnar í byrjun júlí og þar hefur klakveiðin þegar skilað nokkrum löxum og að venju eru það tveggja ára laxarnir sem mæta fyrstir. Stangveiði Mest lesið Opið fyrir umsóknir hjá SVFR Veiði Helgarviðtal: Stangveiði, fótbolti og sauðfé Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði Of mikið veitt í Soginu Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði "Þetta er stærsti fiskur sem veiðst hefur í sumar“ Veiði Stóri sjóbirtingurinn mættur í Kjósina Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði
Veiði hófst í Ytri Rangá í morgun og var nokkur spenna á bakkanum þar sem nokkuð er síðan fyrstu laxarnir sáust í ánni. Það kom svo sem heldur ekki á óvart þegar fyrsta laxinum var landað að hann hafi veiðst í Djúpós en þessi veiðistaður er einstaklega gjöfull allt tímabilið. Fiskurinn var kominn á land 7:10 í morgun og um var að ræða 79 sm hrygnu sem tók Dimmblá, sem hefur verið ein af gjöfulli flugunum í Ytri Rangá. Það er vel fylgst með systuránum Ytri og Eystri Rangá af veiðimönnum enda hafa árnar verið meðal þeirra aflahæstu í áratug og mikill fjöldi veiðimanna, bæði innlendir og erlendir heimsækir ánna á hverju ári. Eystri Rangá opnar í byrjun júlí og þar hefur klakveiðin þegar skilað nokkrum löxum og að venju eru það tveggja ára laxarnir sem mæta fyrstir.
Stangveiði Mest lesið Opið fyrir umsóknir hjá SVFR Veiði Helgarviðtal: Stangveiði, fótbolti og sauðfé Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði Of mikið veitt í Soginu Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði "Þetta er stærsti fiskur sem veiðst hefur í sumar“ Veiði Stóri sjóbirtingurinn mættur í Kjósina Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði