Sigmundur Davíð: Mikið áhyggjuefni kæmust Píratar til valda Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. júní 2015 09:06 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra telur engar líkur á að Píratar komist til valda. Það yrði mikið áhyggjuefni fyrir land og þjóð. vísir/vilhelm „Ef almenn óánægja yrði til þess að byltingarflokkar og flokkar með mjög óljósar hugmyndir um lýðræði og flokkar sem vilja umbylta grunnstoðum samfélagsins nái áhrifum þá væri það mikið áhyggjuefni fyrir samfélagið allt og yrði stærri breyting en svo að staða einstakra stjórnmálamanna skipti máli.“ Þetta segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í viðtali við DV í dag. Hann segist þó ekki telja að svo muni fara þrátt fyrir að Píratar séu iðulega stærsti flokkur landsins sé miðað við skoðanakannanir undanfarinna vikna. Sigmundur Davíð prýðir forsíðu DV sem dreift er ókeypis í hús í dag. Hann segir engar líkur á að kosningar fari eins og kannanir sýni nú. Færi svo, að fylgi Pírata fengi yfir 30% fylgi, „þá myndi taka við allt annars konar stefna í samfélaginu þar sem erfitt gæti verið að viðhalda þeim gildum sem við höfum þó verið að sækjast eftir og byggja upp um áratuga skeið.“ Birgitta Jónsdóttir, kapteinn Pírata, minnir ráðherrann á að flokkurinn sé í raun og veru til þótt vafalítið sé um óþolandi flugu að ræða í tjaldinu. Kvittar hún undir sem Birgitta Moskító.Hey, Silfurskeiðardrengir, þetta suð sem Píratar eru að mælast með, það er óþolandi flugan í tjaldinu, við erum í alvörunni til. Kær kveðja Birgitta Moskító.Posted by Birgitta Jónsdóttir on Thursday, June 25, 2015Þá vill ráðherrann ekki spá fyrir um hvort fylgi Framsóknar muni batna áður en kosið verður á nýjan leik eftir tæp tvö ár. Hann vill sömuleiðis ekki svara spurningunni hvort hann myndi hætta sem formaður yrðu úrslit í takt við spár. Fyrir því séu tvær ástæður. „Í fyrsta lagi vegna þess, eins og ég nefndi áðan, að ég tel engar líkur á að kosningar fari eins og kannanir nú. Í öðru lagi vegna þess að ef þær gerðu það og Píratar fengju 30–40 prósenta fylgi þá myndi taka við allt annars konar stefna í samfélaginu þar sem erfitt gæti verið að viðhalda þeim gildum sem við höfum þó verið að sækjast eftir og byggja upp um áratuga skeið.“ Ráðherrann segir áhyggjuefni hve langt til vinstri Samfylkingin hafi haldið sig undir stjórn síðustu tveggja formanna. Vöntun sé á borgaralegum krataflokki með sterk tengsl við verkalýðshreyfinguna. „Samfylkingin breyttist á einhverjum tímapunkti frá því að vera jafnaðarmannaflokkur í að verða flokkur sem ætlaði að reka sig fyrst og fremst út á það að fylgja skoðanasveiflum frá degi til dags. Það gekk ekki nógu vel og með innkomu Jóhönnu Sigurðardóttur var flokkurinn færður mjög hart til vinstri. Ég hélt að Árni Páll myndi færa flokkinn aftur inn á borgaralegu hliðina. Hann gerði það ekki, en samt virðast vinstri sinnuðustu öflin í flokknum hafa ætlað að setja hann af.“ Alþingi Tengdar fréttir Segir Framsókn hafa staðið við stóru kosningarloforðin Piratar þurfa tímarúm til að meta stöðuna. 23. júní 2015 16:15 Píratar langstærsti stjórnmálaflokkurinn á Íslandi Píratar er stærsta stjórnmálaaflið á Íslandi ef marka má könnun MMR sem kannaði fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina á tímabilinu 16. til 21. apríl 2015. 4. maí 2015 10:47 Píratar stærri en stjórnarflokkarnir til samans Fylgi Pírata mælist nú um 34,1 prósent. Ef kosið yrði í dag fengju Píratar 24 þingmenn kjörna en Sjálfstæðisflokkur og Framsókn hlytu samanlegt 20 þingmenn. 1. júní 2015 22:28 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Sjá meira
„Ef almenn óánægja yrði til þess að byltingarflokkar og flokkar með mjög óljósar hugmyndir um lýðræði og flokkar sem vilja umbylta grunnstoðum samfélagsins nái áhrifum þá væri það mikið áhyggjuefni fyrir samfélagið allt og yrði stærri breyting en svo að staða einstakra stjórnmálamanna skipti máli.“ Þetta segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í viðtali við DV í dag. Hann segist þó ekki telja að svo muni fara þrátt fyrir að Píratar séu iðulega stærsti flokkur landsins sé miðað við skoðanakannanir undanfarinna vikna. Sigmundur Davíð prýðir forsíðu DV sem dreift er ókeypis í hús í dag. Hann segir engar líkur á að kosningar fari eins og kannanir sýni nú. Færi svo, að fylgi Pírata fengi yfir 30% fylgi, „þá myndi taka við allt annars konar stefna í samfélaginu þar sem erfitt gæti verið að viðhalda þeim gildum sem við höfum þó verið að sækjast eftir og byggja upp um áratuga skeið.“ Birgitta Jónsdóttir, kapteinn Pírata, minnir ráðherrann á að flokkurinn sé í raun og veru til þótt vafalítið sé um óþolandi flugu að ræða í tjaldinu. Kvittar hún undir sem Birgitta Moskító.Hey, Silfurskeiðardrengir, þetta suð sem Píratar eru að mælast með, það er óþolandi flugan í tjaldinu, við erum í alvörunni til. Kær kveðja Birgitta Moskító.Posted by Birgitta Jónsdóttir on Thursday, June 25, 2015Þá vill ráðherrann ekki spá fyrir um hvort fylgi Framsóknar muni batna áður en kosið verður á nýjan leik eftir tæp tvö ár. Hann vill sömuleiðis ekki svara spurningunni hvort hann myndi hætta sem formaður yrðu úrslit í takt við spár. Fyrir því séu tvær ástæður. „Í fyrsta lagi vegna þess, eins og ég nefndi áðan, að ég tel engar líkur á að kosningar fari eins og kannanir nú. Í öðru lagi vegna þess að ef þær gerðu það og Píratar fengju 30–40 prósenta fylgi þá myndi taka við allt annars konar stefna í samfélaginu þar sem erfitt gæti verið að viðhalda þeim gildum sem við höfum þó verið að sækjast eftir og byggja upp um áratuga skeið.“ Ráðherrann segir áhyggjuefni hve langt til vinstri Samfylkingin hafi haldið sig undir stjórn síðustu tveggja formanna. Vöntun sé á borgaralegum krataflokki með sterk tengsl við verkalýðshreyfinguna. „Samfylkingin breyttist á einhverjum tímapunkti frá því að vera jafnaðarmannaflokkur í að verða flokkur sem ætlaði að reka sig fyrst og fremst út á það að fylgja skoðanasveiflum frá degi til dags. Það gekk ekki nógu vel og með innkomu Jóhönnu Sigurðardóttur var flokkurinn færður mjög hart til vinstri. Ég hélt að Árni Páll myndi færa flokkinn aftur inn á borgaralegu hliðina. Hann gerði það ekki, en samt virðast vinstri sinnuðustu öflin í flokknum hafa ætlað að setja hann af.“
Alþingi Tengdar fréttir Segir Framsókn hafa staðið við stóru kosningarloforðin Piratar þurfa tímarúm til að meta stöðuna. 23. júní 2015 16:15 Píratar langstærsti stjórnmálaflokkurinn á Íslandi Píratar er stærsta stjórnmálaaflið á Íslandi ef marka má könnun MMR sem kannaði fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina á tímabilinu 16. til 21. apríl 2015. 4. maí 2015 10:47 Píratar stærri en stjórnarflokkarnir til samans Fylgi Pírata mælist nú um 34,1 prósent. Ef kosið yrði í dag fengju Píratar 24 þingmenn kjörna en Sjálfstæðisflokkur og Framsókn hlytu samanlegt 20 þingmenn. 1. júní 2015 22:28 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Sjá meira
Segir Framsókn hafa staðið við stóru kosningarloforðin Piratar þurfa tímarúm til að meta stöðuna. 23. júní 2015 16:15
Píratar langstærsti stjórnmálaflokkurinn á Íslandi Píratar er stærsta stjórnmálaaflið á Íslandi ef marka má könnun MMR sem kannaði fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina á tímabilinu 16. til 21. apríl 2015. 4. maí 2015 10:47
Píratar stærri en stjórnarflokkarnir til samans Fylgi Pírata mælist nú um 34,1 prósent. Ef kosið yrði í dag fengju Píratar 24 þingmenn kjörna en Sjálfstæðisflokkur og Framsókn hlytu samanlegt 20 þingmenn. 1. júní 2015 22:28