Endir nýrra hraðameta á Nürburgring Finnur Thorlacius skrifar 22. júní 2015 13:50 Chevrolet Corvette í Nürburgring brautinni. Með nýjum reglum um hraðatakmarkanir á þýsku Nürburgring kappakstursbrautinni er hætt við því að bílaframleiðendur muni aldrei aftur reyna við eða tilkynna ný met í akstri þessarar 20 km löngu brautar. Þykir mörgum það að vonum súrt í broddi. Ástæða þessara hraðatakmarkana eru tíð slys sem á brautinn hafa orðið og í kjölfar nýlegs slyss þar sem Porsche GT3 fór útúr brautinni og lenti á áhorfanda sem lét lífið hafa þessar takmarkanir verið settir fyrir allan akstur á brautinni. Áður voru takmarkanir í gildi á þeim dögum sem brautin er opin almenningi, en nú á það einnig við í keppnum og þegar bílaframleiðendur eru að prófa nýja bíla sína. Það þýðir að erfitt verður að setja ný hraðamet á brautinni. Einn þeirra bílaframleiðenda sem gráta þessa breytingu er Koenigsegg en meiningin var að setja nýtt brautarmet á Koenigsegg One:1 ofurbílnum. Á ákveðnum stöðum í brautinni gæti sá bíll náð 300 km hraða, en má í hæsta lagi aka þar á 200 km hraða. Á beinustu og lengstu köflum brautarinnar má nú aka á 250 km hraða, en þar gæti Koenigsegg bíllinn náð hátt í 400 km hraða. Því er það líklega ekki til neins fyrir Koenigsegg að reyna að setja nýtt met á brautinni, það mun ekki takast með þessum nýju reglum. Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent
Með nýjum reglum um hraðatakmarkanir á þýsku Nürburgring kappakstursbrautinni er hætt við því að bílaframleiðendur muni aldrei aftur reyna við eða tilkynna ný met í akstri þessarar 20 km löngu brautar. Þykir mörgum það að vonum súrt í broddi. Ástæða þessara hraðatakmarkana eru tíð slys sem á brautinn hafa orðið og í kjölfar nýlegs slyss þar sem Porsche GT3 fór útúr brautinni og lenti á áhorfanda sem lét lífið hafa þessar takmarkanir verið settir fyrir allan akstur á brautinni. Áður voru takmarkanir í gildi á þeim dögum sem brautin er opin almenningi, en nú á það einnig við í keppnum og þegar bílaframleiðendur eru að prófa nýja bíla sína. Það þýðir að erfitt verður að setja ný hraðamet á brautinni. Einn þeirra bílaframleiðenda sem gráta þessa breytingu er Koenigsegg en meiningin var að setja nýtt brautarmet á Koenigsegg One:1 ofurbílnum. Á ákveðnum stöðum í brautinni gæti sá bíll náð 300 km hraða, en má í hæsta lagi aka þar á 200 km hraða. Á beinustu og lengstu köflum brautarinnar má nú aka á 250 km hraða, en þar gæti Koenigsegg bíllinn náð hátt í 400 km hraða. Því er það líklega ekki til neins fyrir Koenigsegg að reyna að setja nýtt met á brautinni, það mun ekki takast með þessum nýju reglum.
Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent