Varadómari settur á leiki til að koma í veg fyrir fleiri stór mistök Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. júní 2015 11:00 Það hjálpar ekki einbeitingu aðstoðardómara að þurfa einnig að sjá um bekkina, segir dómarastjóri KSÍ. vísir/stefán Knattspyrnuáhugamenn hafa kannski tekið eftir því að varadómari hefur verið á nær helming leikjanna í síðustu tveimur umferðum Pepsi-deildar karla í fótbolta. Varadómari var á þremur leikjum í níundu umferð og í fjórum leikjum í tíundu umferðinni sem kláraðist í gærkvöldi. „Við höfum það nú að markmiði að fjölga varadómurum og frá og með næsta ári ætlum við að hafa varadómara á öllum leikjum í Pepsi-deild karla,“ segir Magnús Már Jónsson, dómarastjóri KSÍ, við Vísi. „Markmiðið er það,“ segir hann. „Að aðstoðardómarinn sem er bekkjarmeginn [AD1] á vellinum fái vinnufrið. Starf aðstoðardómarans er þannig að hann verður að hafa fulla einbeitingu á því sem hann er að gera til að skila af sér góðu starfi.“ „Það tekur höggið af aðstoðardómara eitt þegar varadómari er til staðar. Hann sér í staðinn um samskipti við bekkinn og menn einbeita sér að honum,“ segir Magnús Már.Halldór Breiðfjörð, varadómari í leik Fylkis og Víkings, hefur hemil á Ólafi Þórðarsyni á hliðarlínunni.vísir/valliKostar um tvær milljónir Dómarastjórinn segist ekki geta fullyrt að varadómari verði á öllum leikjum á næsta ári þó að því sé stefnt. Kostnaðurinn er mikill, en varadómari fær um 14.000 krónur fyrir leikinn. Dómarakostnaður KSÍ eykst því um tvær milljónir á næsta tímabili. „Þetta er bara tímanna tákn. Það er orðið mun flóknara að vera aðstoðardómari núna en fyrir nokkrum árum. Það er nóg álag að sinna sínu starfi og fylgjast með rangstöðunni og ekki hjálpar að vera líka með bekkinn,“ segir Magnús Már. Aðspurður hvort KSÍ sé einfaldlega að bregðast við gríðarlegri gagnrýni á dómara Pepsi-deildarinnar og sérstaklega í garð aðstoðardómaranna segir Magnús: „Það er hárrétt. Álagið hefur aukist til muna hjá þeim og við erum að reyna að létta álagið á þeim.“Dómgæslan hefur í heildina verið góð, en of stór mistök hafa verið gerð.vísir/vilhelmAðstoðardómarar kallaðir sérstaklega á fund Dómarar eru mjög meðvitaðir um hvernig þeir hafa farið af stað í deildinni og er þetta ekki það eina sem KSÍ er að gera til að reyna að bæta dómgæsluna. „Menn halda að við séum ekki að gera neitt, en þegar við lendum í svona áföllum þá reynum við alltaf að bregðast við,“ segir Magnús Már. „Við erum alltaf með tvo fundi á sumrin; annan eftir átta umferðir og svo aftur í lok júlí. Þar förum við yfir það sem betur má fara og reynum að greina mistökin. “ „Eins og allir vita vorum við í erfiðleikum með aðstoðardómarana þannig við kölluðum þá aukalega inn á fund þar sem við fórum yfir allan pakkann.“ „Dómgæslan hefur í heildina gengið vel en við erum að sjá meira af mistökum í byrjun móts heldur en áður og því erum við að bregðast við,“ segir Magnús Már Jónsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Enski boltinn Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Enski boltinn Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Sport „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Íslenski boltinn Sló kúluna í rassinn á starfsmanni Golf Adam Ægir á heimleið Íslenski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Fleiri fréttir VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Sjá meira
Knattspyrnuáhugamenn hafa kannski tekið eftir því að varadómari hefur verið á nær helming leikjanna í síðustu tveimur umferðum Pepsi-deildar karla í fótbolta. Varadómari var á þremur leikjum í níundu umferð og í fjórum leikjum í tíundu umferðinni sem kláraðist í gærkvöldi. „Við höfum það nú að markmiði að fjölga varadómurum og frá og með næsta ári ætlum við að hafa varadómara á öllum leikjum í Pepsi-deild karla,“ segir Magnús Már Jónsson, dómarastjóri KSÍ, við Vísi. „Markmiðið er það,“ segir hann. „Að aðstoðardómarinn sem er bekkjarmeginn [AD1] á vellinum fái vinnufrið. Starf aðstoðardómarans er þannig að hann verður að hafa fulla einbeitingu á því sem hann er að gera til að skila af sér góðu starfi.“ „Það tekur höggið af aðstoðardómara eitt þegar varadómari er til staðar. Hann sér í staðinn um samskipti við bekkinn og menn einbeita sér að honum,“ segir Magnús Már.Halldór Breiðfjörð, varadómari í leik Fylkis og Víkings, hefur hemil á Ólafi Þórðarsyni á hliðarlínunni.vísir/valliKostar um tvær milljónir Dómarastjórinn segist ekki geta fullyrt að varadómari verði á öllum leikjum á næsta ári þó að því sé stefnt. Kostnaðurinn er mikill, en varadómari fær um 14.000 krónur fyrir leikinn. Dómarakostnaður KSÍ eykst því um tvær milljónir á næsta tímabili. „Þetta er bara tímanna tákn. Það er orðið mun flóknara að vera aðstoðardómari núna en fyrir nokkrum árum. Það er nóg álag að sinna sínu starfi og fylgjast með rangstöðunni og ekki hjálpar að vera líka með bekkinn,“ segir Magnús Már. Aðspurður hvort KSÍ sé einfaldlega að bregðast við gríðarlegri gagnrýni á dómara Pepsi-deildarinnar og sérstaklega í garð aðstoðardómaranna segir Magnús: „Það er hárrétt. Álagið hefur aukist til muna hjá þeim og við erum að reyna að létta álagið á þeim.“Dómgæslan hefur í heildina verið góð, en of stór mistök hafa verið gerð.vísir/vilhelmAðstoðardómarar kallaðir sérstaklega á fund Dómarar eru mjög meðvitaðir um hvernig þeir hafa farið af stað í deildinni og er þetta ekki það eina sem KSÍ er að gera til að reyna að bæta dómgæsluna. „Menn halda að við séum ekki að gera neitt, en þegar við lendum í svona áföllum þá reynum við alltaf að bregðast við,“ segir Magnús Már. „Við erum alltaf með tvo fundi á sumrin; annan eftir átta umferðir og svo aftur í lok júlí. Þar förum við yfir það sem betur má fara og reynum að greina mistökin. “ „Eins og allir vita vorum við í erfiðleikum með aðstoðardómarana þannig við kölluðum þá aukalega inn á fund þar sem við fórum yfir allan pakkann.“ „Dómgæslan hefur í heildina gengið vel en við erum að sjá meira af mistökum í byrjun móts heldur en áður og því erum við að bregðast við,“ segir Magnús Már Jónsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Enski boltinn Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Enski boltinn Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Sport „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Íslenski boltinn Sló kúluna í rassinn á starfsmanni Golf Adam Ægir á heimleið Íslenski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Fleiri fréttir VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti