Að byrja verkið á öfugum enda Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 8. júlí 2015 11:16 Skömmu eftir fall Sovétríkjanna fór prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands í heimsókn til ónefnds fyrrverandi Sovétlýðveldis. Leiðin lá í háskóla hátt uppi í fjöllum hins nýfrjálsa ríkis, og alla leið inn á skrifstofu rektors. Þar settust þeir niður við skrifborðið og skröfuðu sín á milli, en heldur truflaði það innilegar samræður að á borðinu á milli þeirra stóð risastór nýtísku ljósritunarvél. Þar sem þeir reyndu að ná augnsambandi á milli skúffanna í vélinni, eða til hliðar við hana, kom í ljós að um var að ræða gjöf frá bandarískum háskóla. Rektor var býsna stoltur af vélinni og lét það ekkert á sig fá að ekkert rafmagn var í skólanum og allsendis óvíst hvenær það yrði lagt. Þessi saga kemur reglulega upp í hugann á mér þegar fylgst er með umræðum um virkjanamál hér á landi. Þar er nefnilega stundum eins og byrjað sé á öfugum enda. Þannig heyrum við af því trekk í trekk að búið sé að skrifa undir samninga um uppbyggingu stóriðju án þess að orka hafi verði tryggð í fabrikkurnar. Og þegar gagnrýnisraddir hljóma um að ekki sé rétt staðið að málum er viðkvæðið oftar en ekki það að búið sé að eyða svo miklum fjármunum í undirbúning að það sé spurning um þjóðarhag að útvega orkuna. Það má velta því fyrir sér hvort stjórnendur sem eyða miklum fjármunum í verkefni upp á þá von og óvon að orka fáist í þau séu sérstaklega góðir stjórnendur. Ef í ljós kemur síðan að orkan liggur ekki á lausu eru fjármunirnir fyrir bí og það getur varla talist góð stjórnun, eða hvað? En kannski er það einmitt góð stjórnun. Kannski er þetta hluti af því sem á ensku kallast að vera passive agressive. Farið er af stað með undirbúning verkefna undir því yfirskyni að ekkert sé nú ákveðið. Varla er fólk á móti því að hlutirnir séu skoðaðir? En síðan kemur að því að það næst saman um uppbyggingu og þá kemur annað hljóð í strokkinn. Öllum þessum fjármunum hefur verið eytt í undirbúning verkefnisins og þess vegna er engin hæfa að vera á móti því að virkjað sé til að standa undir herlegheitunum. Ætlar fólk að vera á móti framförum? Við höfum landið okkar að láni og ef við ákveðum að ganga á það þarf sú ákvörðun að vera vel ígrunduð. Hún má ekki vera tekin eingöngu út frá forsendum þeirra sem unnið hafa að einhverju verkefni um hríð. Þeirra rödd hefur ekkert meira vægi en annarra og ef þeir hafa eytt peningum án þess að orka sé tryggð er það einfaldlega þeirra mál. Virkjanir eru mál okkar allra og ákvarðanir um þær eiga ekki að vera afgangsstærð í samningum sveitarstjórnarmanna, sem vilja iðnað í umdæmi sín, og forsvarsmanna iðnfyrirtækjanna, sem leita að hentugu plássi fyrir verksmiðjur sínar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Skömmu eftir fall Sovétríkjanna fór prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands í heimsókn til ónefnds fyrrverandi Sovétlýðveldis. Leiðin lá í háskóla hátt uppi í fjöllum hins nýfrjálsa ríkis, og alla leið inn á skrifstofu rektors. Þar settust þeir niður við skrifborðið og skröfuðu sín á milli, en heldur truflaði það innilegar samræður að á borðinu á milli þeirra stóð risastór nýtísku ljósritunarvél. Þar sem þeir reyndu að ná augnsambandi á milli skúffanna í vélinni, eða til hliðar við hana, kom í ljós að um var að ræða gjöf frá bandarískum háskóla. Rektor var býsna stoltur af vélinni og lét það ekkert á sig fá að ekkert rafmagn var í skólanum og allsendis óvíst hvenær það yrði lagt. Þessi saga kemur reglulega upp í hugann á mér þegar fylgst er með umræðum um virkjanamál hér á landi. Þar er nefnilega stundum eins og byrjað sé á öfugum enda. Þannig heyrum við af því trekk í trekk að búið sé að skrifa undir samninga um uppbyggingu stóriðju án þess að orka hafi verði tryggð í fabrikkurnar. Og þegar gagnrýnisraddir hljóma um að ekki sé rétt staðið að málum er viðkvæðið oftar en ekki það að búið sé að eyða svo miklum fjármunum í undirbúning að það sé spurning um þjóðarhag að útvega orkuna. Það má velta því fyrir sér hvort stjórnendur sem eyða miklum fjármunum í verkefni upp á þá von og óvon að orka fáist í þau séu sérstaklega góðir stjórnendur. Ef í ljós kemur síðan að orkan liggur ekki á lausu eru fjármunirnir fyrir bí og það getur varla talist góð stjórnun, eða hvað? En kannski er það einmitt góð stjórnun. Kannski er þetta hluti af því sem á ensku kallast að vera passive agressive. Farið er af stað með undirbúning verkefna undir því yfirskyni að ekkert sé nú ákveðið. Varla er fólk á móti því að hlutirnir séu skoðaðir? En síðan kemur að því að það næst saman um uppbyggingu og þá kemur annað hljóð í strokkinn. Öllum þessum fjármunum hefur verið eytt í undirbúning verkefnisins og þess vegna er engin hæfa að vera á móti því að virkjað sé til að standa undir herlegheitunum. Ætlar fólk að vera á móti framförum? Við höfum landið okkar að láni og ef við ákveðum að ganga á það þarf sú ákvörðun að vera vel ígrunduð. Hún má ekki vera tekin eingöngu út frá forsendum þeirra sem unnið hafa að einhverju verkefni um hríð. Þeirra rödd hefur ekkert meira vægi en annarra og ef þeir hafa eytt peningum án þess að orka sé tryggð er það einfaldlega þeirra mál. Virkjanir eru mál okkar allra og ákvarðanir um þær eiga ekki að vera afgangsstærð í samningum sveitarstjórnarmanna, sem vilja iðnað í umdæmi sín, og forsvarsmanna iðnfyrirtækjanna, sem leita að hentugu plássi fyrir verksmiðjur sínar.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun