Segir brotið á rétti neytenda og reynt að hylma yfir brotið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. júlí 2015 16:51 „Þegar kemur að landbúnaðinum virðast bæði ríkisstjórn og Alþingi, sama hver er þar í meirihluta, líta svo á að sjónarmið um samkeppni og hag neytenda skipti ekki máli,“ segir framkvæmdastjóri FA. Vísir/Stefán „Þegar brotið er á rétti neytenda fer löggjafinn í það að hylma yfir brotið og réttlæta það í stað þess að rétta hlut neytenda. Þetta er galið,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Tilefnið er samþykkt Alþingis í síðustu viku um breytingu á búvörulögum sem festi í sessi núverandi fyrirkomulag útboðs á innflutningskvóta fyrir búvörur. Þannig er rennt frekari stoðum undir fyrirkomulag sem að áliti Samkeppniseftirlitsins hækkar vöruverð og hindrar samkeppni. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Félagi atvinnurekenda vegna málsins. Forsaga málsins er að í mars síðastliðnum felldi Héraðsdómur Reykjavíkur þrjá dóma þar sem innheimta útboðsgjalds fyrir innflutningskvóta á búvörur er úrskurðuð ólögmæt og í andstöðu við stjórnarskrá. Dómurinn taldi gjaldið skatt og að með því að gefa landbúnaðarráðherra val samkvæmt búvörulögum um hvort innflutningskvóti væri boðinn út eða varpað um hann hlutkesti hefði Alþingi framselt of mikið skattlagningarvald til ráðherrans. Stuttu fyrir þinglok skilaði meirihluti atvinnuveganefndar nefndaráliti um frumvarp um óskyldar breytingar á búvörulögum. Því áliti fylgdi breytingartillaga, um að fella burt heimild ráðherra í búvörulögunum til að láta hlutkesti ráða úthlutun þegar umsóknir berast um meiri innflutning en nemur tollkvóta. „Ástæða tillögu þessarar eru dómar sem féllu nýverið í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að það að ráðherra hafi val um hvorri aðferð 3. mgr. 65. gr. sé beitt, þ.e. hvort hlutkesti sé varpað eða tilboða leitað, feli í sér að hann hafi ákvörðunarvald um hvort skattur sé lagður á eða ekki,“ segir í nefndarálitinu.Ekkert samráð, lítil umræða Breytingartillagan var sett fram eftir að hagsmunaaðilar höfðu komið á fund atvinnuveganefndar til að segja álit sitt á frumvarpinu, sem að uppistöðu fjallar um allt aðra hluti; flutning stjórnsýsluverkefna frá Bændasamtökum Íslands til Matvælastofnunar. Ekkert samráð var haft við hagsmunaaðila á borð við samtök fyrirtækja í matvælainnflutningi, samtök neytenda eða aðra sem málið varðar að því er segir í tilkynningu frá FA. „Þessi veigamikla breyting fékk litla sem enga umræðu í nefndinni og á Alþingi. Eingöngu þingmenn Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar greiddu atkvæði gegn henni í atkvæðagreiðslu, en stjórnarflokkarnir og Vinstri græn studdu hana.“ Í tilkynningunni frá Félagi atvinnurekenda segir að breyting meirihluta Alþingis á búvörulögunum gangi þvert gegn ábendingum Samkeppniseftirlitsins, sem hafi ítrekað lagt til að útboð á tollkvóta verði aflagt, nú síðast í skýrslu sinni um dagvörumarkaðinn í mars síðastliðnum: „Útboð landbúnaðarráðuneytisins á tollkvótum vegna innflutnings á kjöti, smjöri og ostum verði felld niður í núverandi mynd. Verði þau ekki lögð niður er lagt til að úthlutun verði endurgjaldslaus og eftir atvikum hlutkesti varpað sé ásókn umfram kvóta.“ Samkeppniseftirlitið benti á að núverandi fyrirkomulag hefði stuðlað að hærra vöruverði, hamlað samkeppni og hindraði aðgang nýrra innflutningsfyrirtækja að markaðnum. Við þessu bregst Alþingi með því að strika út úr lögunum þá leið sem Samkeppniseftirlitið leggur til að sé farin og festir núverandi fyrirkomulag í sessi segir í tilkynningunni frá Félagi atvinnurekenda.Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.Varðstaða um þrönga hagsmuni „Þessi vinnubrögð eru með ólíkindum en koma því miður ekki að öllu leyti á óvart,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. „Þegar kemur að landbúnaðinum virðast bæði ríkisstjórn og Alþingi, sama hver er þar í meirihluta, líta svo á að sjónarmið um samkeppni og hag neytenda skipti ekki máli. Þegar brotið er á rétti neytenda fer löggjafinn í það að hylma yfir brotið og réttlæta það í stað þess að rétta hlut neytenda. Þetta er galið.“ Ólafur vísar til upplýsinga sem FA hefur tekið saman og sýna að útboð á tollkvóta og tilheyrandi innheimta útboðsgjalds hækkar verð innfluttrar búvöru um tugi prósenta. „Samkeppniseftirlitið sagði í skýrslu sinni um dagvörumarkaðinn að stjórnvöld hefðu ítrekað látið undir höfuð leggjast að taka mark á ábendingum sem sneru að aukinni samkeppni í landbúnaðinum. Það stoðaði lítið fyrir stjórnmálamenn að kvarta undan háu matvöruverði þegar þeir tækju ekki mark á tillögum um hvernig mætti lækka það. Þetta er því miður enn eitt dæmið um að Alþingi stendur vörð um þrönga hagsmuni og ónýtt kerfi. Réttur neytenda skiptir engu máli.“ Alþingi Tengdar fréttir Neitar að endurgreiða útboðsgjald og veitir óskiljanleg svör Atvinnuvegaráðuneytið neitar að endurgreiða innflutningsfyrirtækjum á matvörumarkaði fyrirframgreitt útboðsgjald á tollkvótum þrátt fyrir að dómstólar hafi dæmt útboðsgjaldið andstætt stjórnarskránni. 30. maí 2015 12:00 Ráðherra eigi að gefa út kvóta Aðgerðaleysi sagt að óbreyttu valda skorti á matvælum og skerða lífsgæði. 15. apríl 2015 07:45 Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
„Þegar brotið er á rétti neytenda fer löggjafinn í það að hylma yfir brotið og réttlæta það í stað þess að rétta hlut neytenda. Þetta er galið,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Tilefnið er samþykkt Alþingis í síðustu viku um breytingu á búvörulögum sem festi í sessi núverandi fyrirkomulag útboðs á innflutningskvóta fyrir búvörur. Þannig er rennt frekari stoðum undir fyrirkomulag sem að áliti Samkeppniseftirlitsins hækkar vöruverð og hindrar samkeppni. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Félagi atvinnurekenda vegna málsins. Forsaga málsins er að í mars síðastliðnum felldi Héraðsdómur Reykjavíkur þrjá dóma þar sem innheimta útboðsgjalds fyrir innflutningskvóta á búvörur er úrskurðuð ólögmæt og í andstöðu við stjórnarskrá. Dómurinn taldi gjaldið skatt og að með því að gefa landbúnaðarráðherra val samkvæmt búvörulögum um hvort innflutningskvóti væri boðinn út eða varpað um hann hlutkesti hefði Alþingi framselt of mikið skattlagningarvald til ráðherrans. Stuttu fyrir þinglok skilaði meirihluti atvinnuveganefndar nefndaráliti um frumvarp um óskyldar breytingar á búvörulögum. Því áliti fylgdi breytingartillaga, um að fella burt heimild ráðherra í búvörulögunum til að láta hlutkesti ráða úthlutun þegar umsóknir berast um meiri innflutning en nemur tollkvóta. „Ástæða tillögu þessarar eru dómar sem féllu nýverið í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að það að ráðherra hafi val um hvorri aðferð 3. mgr. 65. gr. sé beitt, þ.e. hvort hlutkesti sé varpað eða tilboða leitað, feli í sér að hann hafi ákvörðunarvald um hvort skattur sé lagður á eða ekki,“ segir í nefndarálitinu.Ekkert samráð, lítil umræða Breytingartillagan var sett fram eftir að hagsmunaaðilar höfðu komið á fund atvinnuveganefndar til að segja álit sitt á frumvarpinu, sem að uppistöðu fjallar um allt aðra hluti; flutning stjórnsýsluverkefna frá Bændasamtökum Íslands til Matvælastofnunar. Ekkert samráð var haft við hagsmunaaðila á borð við samtök fyrirtækja í matvælainnflutningi, samtök neytenda eða aðra sem málið varðar að því er segir í tilkynningu frá FA. „Þessi veigamikla breyting fékk litla sem enga umræðu í nefndinni og á Alþingi. Eingöngu þingmenn Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar greiddu atkvæði gegn henni í atkvæðagreiðslu, en stjórnarflokkarnir og Vinstri græn studdu hana.“ Í tilkynningunni frá Félagi atvinnurekenda segir að breyting meirihluta Alþingis á búvörulögunum gangi þvert gegn ábendingum Samkeppniseftirlitsins, sem hafi ítrekað lagt til að útboð á tollkvóta verði aflagt, nú síðast í skýrslu sinni um dagvörumarkaðinn í mars síðastliðnum: „Útboð landbúnaðarráðuneytisins á tollkvótum vegna innflutnings á kjöti, smjöri og ostum verði felld niður í núverandi mynd. Verði þau ekki lögð niður er lagt til að úthlutun verði endurgjaldslaus og eftir atvikum hlutkesti varpað sé ásókn umfram kvóta.“ Samkeppniseftirlitið benti á að núverandi fyrirkomulag hefði stuðlað að hærra vöruverði, hamlað samkeppni og hindraði aðgang nýrra innflutningsfyrirtækja að markaðnum. Við þessu bregst Alþingi með því að strika út úr lögunum þá leið sem Samkeppniseftirlitið leggur til að sé farin og festir núverandi fyrirkomulag í sessi segir í tilkynningunni frá Félagi atvinnurekenda.Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.Varðstaða um þrönga hagsmuni „Þessi vinnubrögð eru með ólíkindum en koma því miður ekki að öllu leyti á óvart,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. „Þegar kemur að landbúnaðinum virðast bæði ríkisstjórn og Alþingi, sama hver er þar í meirihluta, líta svo á að sjónarmið um samkeppni og hag neytenda skipti ekki máli. Þegar brotið er á rétti neytenda fer löggjafinn í það að hylma yfir brotið og réttlæta það í stað þess að rétta hlut neytenda. Þetta er galið.“ Ólafur vísar til upplýsinga sem FA hefur tekið saman og sýna að útboð á tollkvóta og tilheyrandi innheimta útboðsgjalds hækkar verð innfluttrar búvöru um tugi prósenta. „Samkeppniseftirlitið sagði í skýrslu sinni um dagvörumarkaðinn að stjórnvöld hefðu ítrekað látið undir höfuð leggjast að taka mark á ábendingum sem sneru að aukinni samkeppni í landbúnaðinum. Það stoðaði lítið fyrir stjórnmálamenn að kvarta undan háu matvöruverði þegar þeir tækju ekki mark á tillögum um hvernig mætti lækka það. Þetta er því miður enn eitt dæmið um að Alþingi stendur vörð um þrönga hagsmuni og ónýtt kerfi. Réttur neytenda skiptir engu máli.“
Alþingi Tengdar fréttir Neitar að endurgreiða útboðsgjald og veitir óskiljanleg svör Atvinnuvegaráðuneytið neitar að endurgreiða innflutningsfyrirtækjum á matvörumarkaði fyrirframgreitt útboðsgjald á tollkvótum þrátt fyrir að dómstólar hafi dæmt útboðsgjaldið andstætt stjórnarskránni. 30. maí 2015 12:00 Ráðherra eigi að gefa út kvóta Aðgerðaleysi sagt að óbreyttu valda skorti á matvælum og skerða lífsgæði. 15. apríl 2015 07:45 Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Neitar að endurgreiða útboðsgjald og veitir óskiljanleg svör Atvinnuvegaráðuneytið neitar að endurgreiða innflutningsfyrirtækjum á matvörumarkaði fyrirframgreitt útboðsgjald á tollkvótum þrátt fyrir að dómstólar hafi dæmt útboðsgjaldið andstætt stjórnarskránni. 30. maí 2015 12:00
Ráðherra eigi að gefa út kvóta Aðgerðaleysi sagt að óbreyttu valda skorti á matvælum og skerða lífsgæði. 15. apríl 2015 07:45