Eru í vondri stöðu hver sem niðurstaðan verður Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. júlí 2015 20:00 Ljóst er að hver sem niðurstaðan verður í þjóðaratkvæðagreiðslunni í dag eru Grikkir í vondri stöðu. Það hvort Grikkir þurfi að hætta í myntsamstarfinu veltur á því hvernig stjórnvöld vinna úr niðurstöðum atkvæðagreiðslunnar í dag. Engum dylst að það hriktir í stoðum evrusvæðisins um þessar mundir. Grunnur var lagður að myntsamstarfinu gegnum Evrópska myntbandalagið með undirritun Maastricht-sáttmálans árið 1992. Markmiðið með myntsamstarfinu var af sömu rót runnið og stofnun Kola- og Stálbandalagsins, forvera ESB, árið 1957. Aukin einsleitni og samvinna ríkja í Evrópu til að tryggja varanlegan frið í álfunni. Margir hagfræðingar vöruðu þó strax við því að evran væri dæmd til að mistakast þar sem ríkin sem stóðu að henni væru of ólík innbyrðis. Meðal þeirra var nóbelsverðlaunahafinn Milton Friedman sem spáði því í grein árið 1997, áður en evran var tekin í notkun, að hún myndi leiða til pólitískrar sundrungar í álfunni og þannig ganga þvert gegn tilgangi sínum. Óvíst er hvort Grikkir þurfi að hætta í myntsamstarfinu ef þeir fella samkomulagið. Það er hefur þó aldrei verið talið jafn líklegt og nú. Í leiðara hins virta breska vikurits The Economist segir að margir álykti að með útgöngu Grikkja náist meiri stöðugleiki á evrusvæðinu. Það sé því miður rangt. Þegar horft sé handan Grikklands sé hætta á frekari átökum innan evrusvæðisins talsvert líkleg. Í The Telegraph í dag er því haldið fram að útganga úr myntsamstarfinu sé líklegasti kosturinn Hver sem endanleg niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar verður er ljóst að Grikkir eru í erfiðri og óleystri stöðu sem mun alltaf fela í sér sársaukafullar lausnir fyrir grísku þjóðina, hvort sem það verður til skemmri eða lengri tíma. Grikkland Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Ljóst er að hver sem niðurstaðan verður í þjóðaratkvæðagreiðslunni í dag eru Grikkir í vondri stöðu. Það hvort Grikkir þurfi að hætta í myntsamstarfinu veltur á því hvernig stjórnvöld vinna úr niðurstöðum atkvæðagreiðslunnar í dag. Engum dylst að það hriktir í stoðum evrusvæðisins um þessar mundir. Grunnur var lagður að myntsamstarfinu gegnum Evrópska myntbandalagið með undirritun Maastricht-sáttmálans árið 1992. Markmiðið með myntsamstarfinu var af sömu rót runnið og stofnun Kola- og Stálbandalagsins, forvera ESB, árið 1957. Aukin einsleitni og samvinna ríkja í Evrópu til að tryggja varanlegan frið í álfunni. Margir hagfræðingar vöruðu þó strax við því að evran væri dæmd til að mistakast þar sem ríkin sem stóðu að henni væru of ólík innbyrðis. Meðal þeirra var nóbelsverðlaunahafinn Milton Friedman sem spáði því í grein árið 1997, áður en evran var tekin í notkun, að hún myndi leiða til pólitískrar sundrungar í álfunni og þannig ganga þvert gegn tilgangi sínum. Óvíst er hvort Grikkir þurfi að hætta í myntsamstarfinu ef þeir fella samkomulagið. Það er hefur þó aldrei verið talið jafn líklegt og nú. Í leiðara hins virta breska vikurits The Economist segir að margir álykti að með útgöngu Grikkja náist meiri stöðugleiki á evrusvæðinu. Það sé því miður rangt. Þegar horft sé handan Grikklands sé hætta á frekari átökum innan evrusvæðisins talsvert líkleg. Í The Telegraph í dag er því haldið fram að útganga úr myntsamstarfinu sé líklegasti kosturinn Hver sem endanleg niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar verður er ljóst að Grikkir eru í erfiðri og óleystri stöðu sem mun alltaf fela í sér sársaukafullar lausnir fyrir grísku þjóðina, hvort sem það verður til skemmri eða lengri tíma.
Grikkland Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira