Bjó til skilti sem gefur til kynna að hér sé bannað að kúka Jóhann Óli Eiðsson skrifar 16. júlí 2015 14:08 Skiltið og ferðalangur á þingvöllum sem hafði að vísu ekki verið að létta á sér. vísir/pjetur „Við höfum selt miklu fleiri svona skilti en ég gerði ráð fyrir,“ segir Hrafn Heiðdal eigandi Ferró skiltagerðar. Fyrirtækið hefur útbúið skilti sem benda ferðalöngum, innlendum jafnt sem erlendum, að bannað sé að létta á sér í umhverfi skiltisins. Vallgangur ferðamanna er víðavandamál á ferðamannastöðum landsins. Í gær mátti sjá frétt þess efnis að ferðamenn léttu á sér víða á Þingvöllum. Reglulega þurfa þjóðgarðverðir að ganga í hægðum sínum til að tína upp hægðir annarra. Í kjölfar fréttaflutnings birti starfsfólk þjóðgarðsins yfirlýsingu á Þingvellir.is þar sem þeir héldu því fram að margir leiðsögumenn vísuðu túristum frekar á runna, hraun og holur heldur en þau almenningssalerni sem í boði eru. „Við höfðum heyrt þessa umræðu þannig við bjuggum til eitt skilti og settum á Facebook. Viðbrögðin voru mjög góð og það hafa margir pantað svona hjá okkur,“ segir Hrafn. „Það eru líka fjölmargir sem panta skilti sem gefa til kynna að land sé einkaland því ferðamenn eru að koma á öllum tímum sólarhrings og angra þá.“ Skiltið gæti verið ákveðin lausn á þessu leiða vandamáli. Gangi það ekki upp er Hrafn líka með aðra lausn. „Þegar hundaeigendur rölta út með hunda sína eru þeir með poka til að hreinsa skítinn upp. Væri ekki hægt að hafa poka í flugvélunum þannig þeir sem vilja gera þetta, þeir geti gripið þá með sér inn í landið?“ spyr hann kíminn og hlær. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Leiðsögumenn beina ferðalöngum frá salernum Engin leið sé að koma í veg fyrir sóðaskap sumra ferðalanga segir í yfirlýsingu frá starfsfólki þjóðgarðsins á Þingvöllum. 15. júlí 2015 17:06 Gestir á Þingvöllum kúka við grafreiti Einars Ben og Jónasar Hallgrímssonar "Við leiðsögumenn erum í því að afsaka gerðir stjórnvalda í hvert sinn sem við komum á þessa staði,“ segir Helgi Jón Davíðsson leiðsögumaður um ástand salernismála á ferðamannastöðum. 15. júlí 2015 07:00 Salernisgjald lagt af í Þingvallaþjóðgarði Formaður Þingvallanefndar segir illa ganga að rukka inn á salernin á Hakinu. 16. júlí 2015 07:00 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
„Við höfum selt miklu fleiri svona skilti en ég gerði ráð fyrir,“ segir Hrafn Heiðdal eigandi Ferró skiltagerðar. Fyrirtækið hefur útbúið skilti sem benda ferðalöngum, innlendum jafnt sem erlendum, að bannað sé að létta á sér í umhverfi skiltisins. Vallgangur ferðamanna er víðavandamál á ferðamannastöðum landsins. Í gær mátti sjá frétt þess efnis að ferðamenn léttu á sér víða á Þingvöllum. Reglulega þurfa þjóðgarðverðir að ganga í hægðum sínum til að tína upp hægðir annarra. Í kjölfar fréttaflutnings birti starfsfólk þjóðgarðsins yfirlýsingu á Þingvellir.is þar sem þeir héldu því fram að margir leiðsögumenn vísuðu túristum frekar á runna, hraun og holur heldur en þau almenningssalerni sem í boði eru. „Við höfðum heyrt þessa umræðu þannig við bjuggum til eitt skilti og settum á Facebook. Viðbrögðin voru mjög góð og það hafa margir pantað svona hjá okkur,“ segir Hrafn. „Það eru líka fjölmargir sem panta skilti sem gefa til kynna að land sé einkaland því ferðamenn eru að koma á öllum tímum sólarhrings og angra þá.“ Skiltið gæti verið ákveðin lausn á þessu leiða vandamáli. Gangi það ekki upp er Hrafn líka með aðra lausn. „Þegar hundaeigendur rölta út með hunda sína eru þeir með poka til að hreinsa skítinn upp. Væri ekki hægt að hafa poka í flugvélunum þannig þeir sem vilja gera þetta, þeir geti gripið þá með sér inn í landið?“ spyr hann kíminn og hlær.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Leiðsögumenn beina ferðalöngum frá salernum Engin leið sé að koma í veg fyrir sóðaskap sumra ferðalanga segir í yfirlýsingu frá starfsfólki þjóðgarðsins á Þingvöllum. 15. júlí 2015 17:06 Gestir á Þingvöllum kúka við grafreiti Einars Ben og Jónasar Hallgrímssonar "Við leiðsögumenn erum í því að afsaka gerðir stjórnvalda í hvert sinn sem við komum á þessa staði,“ segir Helgi Jón Davíðsson leiðsögumaður um ástand salernismála á ferðamannastöðum. 15. júlí 2015 07:00 Salernisgjald lagt af í Þingvallaþjóðgarði Formaður Þingvallanefndar segir illa ganga að rukka inn á salernin á Hakinu. 16. júlí 2015 07:00 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Leiðsögumenn beina ferðalöngum frá salernum Engin leið sé að koma í veg fyrir sóðaskap sumra ferðalanga segir í yfirlýsingu frá starfsfólki þjóðgarðsins á Þingvöllum. 15. júlí 2015 17:06
Gestir á Þingvöllum kúka við grafreiti Einars Ben og Jónasar Hallgrímssonar "Við leiðsögumenn erum í því að afsaka gerðir stjórnvalda í hvert sinn sem við komum á þessa staði,“ segir Helgi Jón Davíðsson leiðsögumaður um ástand salernismála á ferðamannastöðum. 15. júlí 2015 07:00
Salernisgjald lagt af í Þingvallaþjóðgarði Formaður Þingvallanefndar segir illa ganga að rukka inn á salernin á Hakinu. 16. júlí 2015 07:00