Íþróttakona í sínum eigin gæðaflokki Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. júlí 2015 07:00 Serena Williams hefur unnið 21 stórmót á glæsilegum ferli. vísir/getty Þegar Serena Williams fagnaði öruggum sigri á andstæðingi sínum í úrslitaleik einliðaleiks kvenna á Wimbledon-mótinu í tennis á laugardag sá hún til þess – og ekki í fyrsta sinn – að hennar verður minnst sem einnar allra bestu tenniskonu sögunnar. Ef ekki þeirrar allra bestu. Hún er nú ríkjandi meistari allra fjögurra stórmótanna í tennis. Það hefur enginn karl eða kona afrekað síðan hún gerði það sjálf fyrir tólf árum. Afrekið ber nú nafn hennar – Serena-slemman. Því má svo bæta við að hún er ríkjandi Ólympíumeistari í tennis, ríkjandi meistari á Atvinnumannamótaröðinni og vitanlega efst á styrkleikalista Alþjóðatennissambandsins. Ef hún vinnur Opna bandaríska meistaramótið í september þá mun hún leika eftir afrek Steffi Graf frá 1988 er sú þýska varð fyrsta konan til að vinna Almanaksalslemmuna (e. Calendar Grand Slam) – vinna öll risamótin á sama árinu. Aðeins einn karlmaður hefur gert það – Ástralinn Rod Laver árið 1969. „Fyrst mér tókst að ná Serenu-slemmunni þá líður mér ágætlega að stefna á alslemmuna,“ sagði Serena eftir sigurinn um helgina. Í aðdraganda úrslitaleiksins mátti hún ekki heyra minnst á Serenu-slemmuna. S-orðið var það kallað, líkt og það myndi færa henni ógæfu að segja það upphátt. Til að auka enn á mikilvægið þá mun Serena með næsta titli jafna árangur Graf sem vann 22 stórmót á ferlinum. Serena hefur sem sagt unnið 21 stórmót en sú eina sem hefur unnið fleiri er Ástralinn Margaret Court sem vann flesta af sínum 24 titlum áður en atvinnumenn máttu taka þátt í stórmótunum fjórum. Það var ekki leyfilegt fyrr en árið 1968 en þá urðu öll mótin „opin“ eins og heiti þeirra bera með sér. Þess má geta að Serena hefur unnið Opna bandaríska meistaramótið þrjú ár í röð. Hún vann það fyrst árið 1999 – sautján ára gömul.Serena gefur hvergi eftir þrátt fyrir að vera komin yfir þrítugt.vísir/gettyVerður betri með árunum Afrekalisti Serenu Williams er mun lengri og margþættari. Það myndi fylla þessa síðu og miklu fleiri að gera þeim öllum almennilega skil. En eitt þeirra er að hún er nú elsti sigurvegari á stórmóti í tennis síðan „opna“ tímabilið hófst. Roger Federer átti möguleika á að bæta met hennar á sunnudag en hann tapaði sínum úrslitaleik í karlaflokki gegn Novak Djokovic. Sagan sýnir að tenniskappar eftir þrítugt eiga erfitt með að halda í við sér yngri keppendur. Það hefur sárasjaldan gerst á undanförnum árum að sigurvegarar stórmóta í tennis séu komnir yfir þrítugt. Sem dæmi má nefna að Roger Federer, sem hefur unnið sautján stórmót – flest allra karla frá upphafi – hefur unnið einn titil eftir að hann hélt upp á þrítugsafmælisdaginn sinn árið 2011. Serena Williams hefur unnið átta af 21 titli sínum eftir að hún varð þrítug. „Mér líður alls ekki eins og að ég sé gömul. Þvert á móti finnst mér að ég sé enn nokkuð ung. Tæknin er að breytast og með nýjum æfingaaðferðum og öllu slíku er ferill íþróttafólks að lengjast,“ sagði hún.Lokaði sig frá umheiminum Serena hefur orðið fyrir mótlæti á ferli sínum. Nægir að nefna fjölda meiðsla sem hafa gert henni erfitt fyrir. En í ævisögu sinni játaði hún að árið 2006 hefði hún þjáðst af þunglyndi og lokað sig af frá umheiminum svo dögum skiptir. Systur hennar þurftu að grípa í taumana og það var ekki fyrr en að hún leitaði sér hjálpar fagfólks að hún náði bata. Hún keppti ekki í hálft ár og féll niður í 139. sæti heimslistans. Hún hóf árið 2007 með því að vinna Opna ástralska meistaramótið þrátt fyrir harkalega gagnrýni á frammistöðu hennar og jafnvel holdafar. Hún þaggaði niður í hverjum gagnrýnandanum á fætur öðrum með því að koma sér alla leið í úrslitaleikinn þar sem hún vann Mariu Sharapova, þrátt fyrir að hafa verið í 81. sæti heimslistans fyrir mótið. Á næstu fjórum árum vann hún fimm stórmót og kom sér aftur í efsta sæti heimslistans. Fleiri áföll áttu eftir að dynja yfir en sumarið 2010 steig hún á glerbrot á veitingastað í Þýskalandi og keppti ekki aftur það sem eftir lifði árs. Ofan á það bættust erfið veikindi og þegar hún keppti loksins aftur var liðið tæpt ár frá síðasta móti hennar. Síðan þá hefur uppgangurinn verið mikill og er staðan í dag sú að hún er einfaldlega langbesta tenniskona heims, 33 ára gömul.Serena er handhafi allra risatitlanna í tennis.vísir/gettyBetri en Jordan og Messi Pistlahöfundar beggja vegna Atlantshafsins hafa keppst um að hlaða Serenu lofi eftir sigurinn um helgina og Bandaríkjamaðurinn Bryan Armen Graham segir í pistli sínum í breska blaðinu The Guardian að þrátt fyrir öll sín afrek þurfi Serena enn í dag að synda gegn straumnum. Hún sé þeldökk kona, af fjölskyldu Votta Jehóva í íþrótt þar sem langflestir innan hennar og utan eru hvítir á hörund. Hann gengur svo langt að fullyrða að Serena Williams sé ekki lengur í sama flokki og yfirburðaíþróttamenn eins og Michael Jordan, Wayne Gretzky og Lionel Messi. Hún sé í flokki með Muhammed Ali og Jackie Robinson – þeldökkum íþróttamönnum sem njóta sérstöðu í bandarískri sögu og þjóðfélagi fyrir áhrif sín innan sinnar íþróttar og utan. Fáir, ef nokkrir, íþróttamenn hafa haft jafn mikla yfirburði í sinni íþrótt og hún hefur haft í tæpa tvo áratugi. Serena Williams er enn að endurskrifa sögubækurnar og síðasti kaflinn hefur ekki enn verið ritaður. Tennis Tengdar fréttir Serena Wimbledon-meistari í sjötta sinn Þetta var 21. sigur Williams á risamóti en aðeins Margaret Court (24) og Steffi Graf (22) hafa unnið fleiri risamótstitla í einliðaleik kvenna. 11. júlí 2015 14:39 Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira
Þegar Serena Williams fagnaði öruggum sigri á andstæðingi sínum í úrslitaleik einliðaleiks kvenna á Wimbledon-mótinu í tennis á laugardag sá hún til þess – og ekki í fyrsta sinn – að hennar verður minnst sem einnar allra bestu tenniskonu sögunnar. Ef ekki þeirrar allra bestu. Hún er nú ríkjandi meistari allra fjögurra stórmótanna í tennis. Það hefur enginn karl eða kona afrekað síðan hún gerði það sjálf fyrir tólf árum. Afrekið ber nú nafn hennar – Serena-slemman. Því má svo bæta við að hún er ríkjandi Ólympíumeistari í tennis, ríkjandi meistari á Atvinnumannamótaröðinni og vitanlega efst á styrkleikalista Alþjóðatennissambandsins. Ef hún vinnur Opna bandaríska meistaramótið í september þá mun hún leika eftir afrek Steffi Graf frá 1988 er sú þýska varð fyrsta konan til að vinna Almanaksalslemmuna (e. Calendar Grand Slam) – vinna öll risamótin á sama árinu. Aðeins einn karlmaður hefur gert það – Ástralinn Rod Laver árið 1969. „Fyrst mér tókst að ná Serenu-slemmunni þá líður mér ágætlega að stefna á alslemmuna,“ sagði Serena eftir sigurinn um helgina. Í aðdraganda úrslitaleiksins mátti hún ekki heyra minnst á Serenu-slemmuna. S-orðið var það kallað, líkt og það myndi færa henni ógæfu að segja það upphátt. Til að auka enn á mikilvægið þá mun Serena með næsta titli jafna árangur Graf sem vann 22 stórmót á ferlinum. Serena hefur sem sagt unnið 21 stórmót en sú eina sem hefur unnið fleiri er Ástralinn Margaret Court sem vann flesta af sínum 24 titlum áður en atvinnumenn máttu taka þátt í stórmótunum fjórum. Það var ekki leyfilegt fyrr en árið 1968 en þá urðu öll mótin „opin“ eins og heiti þeirra bera með sér. Þess má geta að Serena hefur unnið Opna bandaríska meistaramótið þrjú ár í röð. Hún vann það fyrst árið 1999 – sautján ára gömul.Serena gefur hvergi eftir þrátt fyrir að vera komin yfir þrítugt.vísir/gettyVerður betri með árunum Afrekalisti Serenu Williams er mun lengri og margþættari. Það myndi fylla þessa síðu og miklu fleiri að gera þeim öllum almennilega skil. En eitt þeirra er að hún er nú elsti sigurvegari á stórmóti í tennis síðan „opna“ tímabilið hófst. Roger Federer átti möguleika á að bæta met hennar á sunnudag en hann tapaði sínum úrslitaleik í karlaflokki gegn Novak Djokovic. Sagan sýnir að tenniskappar eftir þrítugt eiga erfitt með að halda í við sér yngri keppendur. Það hefur sárasjaldan gerst á undanförnum árum að sigurvegarar stórmóta í tennis séu komnir yfir þrítugt. Sem dæmi má nefna að Roger Federer, sem hefur unnið sautján stórmót – flest allra karla frá upphafi – hefur unnið einn titil eftir að hann hélt upp á þrítugsafmælisdaginn sinn árið 2011. Serena Williams hefur unnið átta af 21 titli sínum eftir að hún varð þrítug. „Mér líður alls ekki eins og að ég sé gömul. Þvert á móti finnst mér að ég sé enn nokkuð ung. Tæknin er að breytast og með nýjum æfingaaðferðum og öllu slíku er ferill íþróttafólks að lengjast,“ sagði hún.Lokaði sig frá umheiminum Serena hefur orðið fyrir mótlæti á ferli sínum. Nægir að nefna fjölda meiðsla sem hafa gert henni erfitt fyrir. En í ævisögu sinni játaði hún að árið 2006 hefði hún þjáðst af þunglyndi og lokað sig af frá umheiminum svo dögum skiptir. Systur hennar þurftu að grípa í taumana og það var ekki fyrr en að hún leitaði sér hjálpar fagfólks að hún náði bata. Hún keppti ekki í hálft ár og féll niður í 139. sæti heimslistans. Hún hóf árið 2007 með því að vinna Opna ástralska meistaramótið þrátt fyrir harkalega gagnrýni á frammistöðu hennar og jafnvel holdafar. Hún þaggaði niður í hverjum gagnrýnandanum á fætur öðrum með því að koma sér alla leið í úrslitaleikinn þar sem hún vann Mariu Sharapova, þrátt fyrir að hafa verið í 81. sæti heimslistans fyrir mótið. Á næstu fjórum árum vann hún fimm stórmót og kom sér aftur í efsta sæti heimslistans. Fleiri áföll áttu eftir að dynja yfir en sumarið 2010 steig hún á glerbrot á veitingastað í Þýskalandi og keppti ekki aftur það sem eftir lifði árs. Ofan á það bættust erfið veikindi og þegar hún keppti loksins aftur var liðið tæpt ár frá síðasta móti hennar. Síðan þá hefur uppgangurinn verið mikill og er staðan í dag sú að hún er einfaldlega langbesta tenniskona heims, 33 ára gömul.Serena er handhafi allra risatitlanna í tennis.vísir/gettyBetri en Jordan og Messi Pistlahöfundar beggja vegna Atlantshafsins hafa keppst um að hlaða Serenu lofi eftir sigurinn um helgina og Bandaríkjamaðurinn Bryan Armen Graham segir í pistli sínum í breska blaðinu The Guardian að þrátt fyrir öll sín afrek þurfi Serena enn í dag að synda gegn straumnum. Hún sé þeldökk kona, af fjölskyldu Votta Jehóva í íþrótt þar sem langflestir innan hennar og utan eru hvítir á hörund. Hann gengur svo langt að fullyrða að Serena Williams sé ekki lengur í sama flokki og yfirburðaíþróttamenn eins og Michael Jordan, Wayne Gretzky og Lionel Messi. Hún sé í flokki með Muhammed Ali og Jackie Robinson – þeldökkum íþróttamönnum sem njóta sérstöðu í bandarískri sögu og þjóðfélagi fyrir áhrif sín innan sinnar íþróttar og utan. Fáir, ef nokkrir, íþróttamenn hafa haft jafn mikla yfirburði í sinni íþrótt og hún hefur haft í tæpa tvo áratugi. Serena Williams er enn að endurskrifa sögubækurnar og síðasti kaflinn hefur ekki enn verið ritaður.
Tennis Tengdar fréttir Serena Wimbledon-meistari í sjötta sinn Þetta var 21. sigur Williams á risamóti en aðeins Margaret Court (24) og Steffi Graf (22) hafa unnið fleiri risamótstitla í einliðaleik kvenna. 11. júlí 2015 14:39 Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira
Serena Wimbledon-meistari í sjötta sinn Þetta var 21. sigur Williams á risamóti en aðeins Margaret Court (24) og Steffi Graf (22) hafa unnið fleiri risamótstitla í einliðaleik kvenna. 11. júlí 2015 14:39