Aðgerðirnar niðurlægjandi fyrir Grikki Aðalsteinn Kjartansson skrifar 13. júlí 2015 12:00 Samkomulag náðist snemma í morgun um aðgerðir sem Grikkland mun ráðast til að fá frekari neyðaraðstoð. Hagfræðingur segir vanda Grikkja þó ekki leystan með þessum aðgerðum. Grísk stjórnvöld náðu samkomulagi við lánadrottna sína í morgun eftir maraþonfund í gær og nótt. Samkomulagið felur í sér að grísk stjórnvöld fái nýtt 86 milljarða evra lán í skiptum fyrir skuldbindingar um miklar aðhalds- og niðurskurðaraðgerðir. Meðal aðgerða sem ráðist verður í er einföldun á virðiskaukaskattskerfinu, breytingar á lífeyriskerfi landsins með það að markmiði að gera það sjálfbært og breytingar á rekstrarumhverfi verslana samkvæmt viðmiðum sem OECD hefur sett. Jón Daníelsson, hagfræðingur við London School of Economics, segir samkomulagið niðurlægjandi fyrir grísku þjóðina. Hann segir vandann heldur ekki hverfa með þessum aðgerðum. „Þetta virðist vera það illskásta sem er í stöðunni núna. Þetta er tiltölulega niðurlægjandi fyrir Grikki og það má búast við að það verði töluverð andstaða hjá þeim gegn þessum tillögum en þetta mun leyfa þeim að vera áfram á Evrusvæðinu,“ segir hann. „Kannski aðal vandamálið er bæði það að Grikkjum þykir þetta niðurlægjandi og hins vegar líka að þetta leysir vandamálið til skamms tíma. Það má alveg búast við því að vandamálið komi aftur á borðið eftir kannski tvo til þrjú ár.“ Jón segir að búast megi við mikilli andstöðu við aðgerðunum í Grikklandi. „Vandamálið er það að Evrópuþjóðirnar hafa misst allt traust á getu grískra stjórnvalda til að gera það sem nauðsynlegt er fyrir hagkerfið. Vegna skorts á þessu trausti þá eru kröfurnar á Grikki mjög harðar og verður mjög hart fylgt á eftir þeim,“ segir hann. „Á móti kemur að þegar þú segir við land að við treystum þér ekki og þú þarft að fylgja ákveðnum reglum þá er það mjög niðurlægjandi fyrir löndin og má alveg búast við því að viðbrögðin við þessu í Grikklandi verði mjög neikvæð. Þeir kannski segja „við verðum að gera þetta“ en það má alveg búast við mikilli andstöðu gegn þessu þessu þar í landi,“ segir Jón. Grikkland Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Samkomulag náðist snemma í morgun um aðgerðir sem Grikkland mun ráðast til að fá frekari neyðaraðstoð. Hagfræðingur segir vanda Grikkja þó ekki leystan með þessum aðgerðum. Grísk stjórnvöld náðu samkomulagi við lánadrottna sína í morgun eftir maraþonfund í gær og nótt. Samkomulagið felur í sér að grísk stjórnvöld fái nýtt 86 milljarða evra lán í skiptum fyrir skuldbindingar um miklar aðhalds- og niðurskurðaraðgerðir. Meðal aðgerða sem ráðist verður í er einföldun á virðiskaukaskattskerfinu, breytingar á lífeyriskerfi landsins með það að markmiði að gera það sjálfbært og breytingar á rekstrarumhverfi verslana samkvæmt viðmiðum sem OECD hefur sett. Jón Daníelsson, hagfræðingur við London School of Economics, segir samkomulagið niðurlægjandi fyrir grísku þjóðina. Hann segir vandann heldur ekki hverfa með þessum aðgerðum. „Þetta virðist vera það illskásta sem er í stöðunni núna. Þetta er tiltölulega niðurlægjandi fyrir Grikki og það má búast við að það verði töluverð andstaða hjá þeim gegn þessum tillögum en þetta mun leyfa þeim að vera áfram á Evrusvæðinu,“ segir hann. „Kannski aðal vandamálið er bæði það að Grikkjum þykir þetta niðurlægjandi og hins vegar líka að þetta leysir vandamálið til skamms tíma. Það má alveg búast við því að vandamálið komi aftur á borðið eftir kannski tvo til þrjú ár.“ Jón segir að búast megi við mikilli andstöðu við aðgerðunum í Grikklandi. „Vandamálið er það að Evrópuþjóðirnar hafa misst allt traust á getu grískra stjórnvalda til að gera það sem nauðsynlegt er fyrir hagkerfið. Vegna skorts á þessu trausti þá eru kröfurnar á Grikki mjög harðar og verður mjög hart fylgt á eftir þeim,“ segir hann. „Á móti kemur að þegar þú segir við land að við treystum þér ekki og þú þarft að fylgja ákveðnum reglum þá er það mjög niðurlægjandi fyrir löndin og má alveg búast við því að viðbrögðin við þessu í Grikklandi verði mjög neikvæð. Þeir kannski segja „við verðum að gera þetta“ en það má alveg búast við mikilli andstöðu gegn þessu þessu þar í landi,“ segir Jón.
Grikkland Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira