Grikkland fær neyðaraðstoð í þriðja sinn Aðalsteinn Kjartansson skrifar 13. júlí 2015 07:09 Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikkja. Vísir/AFP Grikkir munu fá frekari neyðaraðstoð frá Evruríkjunum til að koma í veg fyrir þjóðargjaldþrot. Samkomulag náðist um þetta um klukkan sjö í morgun eftir sextán klukkustunda maraþonfund. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, greindi frá þessu á Twitter. EuroSummit has unanimously reached agreement. All ready to go for ESM programme for #Greece with serious reforms & financial support— Donald Tusk (@eucopresident) July 13, 2015 Christine Lagarde, forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, segir í samtali við Bloomberg að samkomulagið sé gott skref í átt að því að byggja upp traust að nýju. Á blaðamannafundi sem haldinn var í morgun sagði Jean-Claude Junker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, að útganga Grikkja úr evrusamstarfinu hefði aldrei komið til greina. Til að samkomulagið komi til framkvæmda þurfa þjóðþing aðildarríkja Evrusamstarfsins að samþykkja aðgerðirnar, þar á meðal gríska þingið. Samkvæmt drögum að samkomulagi verður slíkt að gerast fyrir 15. júlí. „Staðan í Grikklandi er erfið en ég hef enga ástæðu á þessarri stundu til að halda að þingið muni ekki samþykkja skilmála okkar,“ segir Angela Merkel, Þýskalandskanslari, á blaðamannafundi í kjölfar samkomulagsins. Ekki er vitað nákvæmlega í hverju aðstoðin felst en talið er að Grikkir muni þurfa að ráðast í mikla einkavæðingu og taka grunnstoðir samfélagsins heima fyrir í gegn. Aðstoð evruríkjanna mun að öllum líkum nema 86 milljörðum evra. Það mun ýta skuldum Grikkja yfir 200% af vergri landsframleiðslu. Skilyrði fyrir neyðarláninu er að gríska ríkisstjórnin framselji ríkiseignir fyrir 50 milljónir evra sem tryggingu. Grikkland Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Grikkir munu fá frekari neyðaraðstoð frá Evruríkjunum til að koma í veg fyrir þjóðargjaldþrot. Samkomulag náðist um þetta um klukkan sjö í morgun eftir sextán klukkustunda maraþonfund. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, greindi frá þessu á Twitter. EuroSummit has unanimously reached agreement. All ready to go for ESM programme for #Greece with serious reforms & financial support— Donald Tusk (@eucopresident) July 13, 2015 Christine Lagarde, forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, segir í samtali við Bloomberg að samkomulagið sé gott skref í átt að því að byggja upp traust að nýju. Á blaðamannafundi sem haldinn var í morgun sagði Jean-Claude Junker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, að útganga Grikkja úr evrusamstarfinu hefði aldrei komið til greina. Til að samkomulagið komi til framkvæmda þurfa þjóðþing aðildarríkja Evrusamstarfsins að samþykkja aðgerðirnar, þar á meðal gríska þingið. Samkvæmt drögum að samkomulagi verður slíkt að gerast fyrir 15. júlí. „Staðan í Grikklandi er erfið en ég hef enga ástæðu á þessarri stundu til að halda að þingið muni ekki samþykkja skilmála okkar,“ segir Angela Merkel, Þýskalandskanslari, á blaðamannafundi í kjölfar samkomulagsins. Ekki er vitað nákvæmlega í hverju aðstoðin felst en talið er að Grikkir muni þurfa að ráðast í mikla einkavæðingu og taka grunnstoðir samfélagsins heima fyrir í gegn. Aðstoð evruríkjanna mun að öllum líkum nema 86 milljörðum evra. Það mun ýta skuldum Grikkja yfir 200% af vergri landsframleiðslu. Skilyrði fyrir neyðarláninu er að gríska ríkisstjórnin framselji ríkiseignir fyrir 50 milljónir evra sem tryggingu.
Grikkland Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira