Djokovic segir Federer vera besta tennisspilara sögunnar 12. júlí 2015 12:00 Hvor mun fagna sigri í dag, Roger Federer eða Novak Djokovic? vísir/getty Í dag mætast tveir bestu tennisspilarar heims, Novak Djokovic og Roger Federer, í úrslitaviðureign Wimbledon mótsins en þeir mættust einnig í úrslitaleiknum í fyrra. Þá hafði Djokovic betur í frábærum leik sem stóð yfir í tæpar fjórar klukkustundir. Það var annar sigur Djokovic á Wimbledon en Federer hefur unnið þetta mót sjö sinnum, síðast árið 2012. Með sigri getur Federer orðið elsti sigurvegar Wimbledon mótsins í atvinnumannaflokki. Hann er 34 ára og er að leika sinn tíunda úrslitaleik á Wimbledon. Federer hefur verið í frábæru formi á þessu móti og aðeins tapað einu setti og sýndi heimamanninum Andy Murray í tvo heimana í undanúrslitum þegar hann sópaði Murray út í þremur settum. "Ég þarf að halda þessu formi áfram í einn leik í viðbót til að fullkomna síðustu tvær vikur," segir Federer en aðeins Pete Sampras hefur unnið Wimbledon mótið oftar sem atvinnumaður eða 8 sinnum. Ef Djokovic vinnur mun hann jafna þjálfara sinn, Boris Becker, í sigrum á Wimbledon mótinu. En það er augljóst á tali hans í aðdraganda leiksins í dag að Djokovic ber mikla virðingu fyrir Federer. "Hér elskar hann [Federer] að spila. Hér spilar hann sinn besta leik. Aðalvöllurinn á Wimbledon, sjö titlar. Þetta er hans völlur. Hann elskar hann," segir Djokovic um andstæðing sinn í dag. "Hann spilar alltaf best þegar mest reynir á. Þess vegna er hann stórmeistari. Við vitum öll hve góður hann er. Hann er besti spilari sögunnar. Það er erfitt að finna nógu sterk orð til að lýsa afrekum hans," segir Djokovic ennfremur um Federer. Leikur þeirra félaga hefst kl. 13:00 í dag og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Tennis Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira
Í dag mætast tveir bestu tennisspilarar heims, Novak Djokovic og Roger Federer, í úrslitaviðureign Wimbledon mótsins en þeir mættust einnig í úrslitaleiknum í fyrra. Þá hafði Djokovic betur í frábærum leik sem stóð yfir í tæpar fjórar klukkustundir. Það var annar sigur Djokovic á Wimbledon en Federer hefur unnið þetta mót sjö sinnum, síðast árið 2012. Með sigri getur Federer orðið elsti sigurvegar Wimbledon mótsins í atvinnumannaflokki. Hann er 34 ára og er að leika sinn tíunda úrslitaleik á Wimbledon. Federer hefur verið í frábæru formi á þessu móti og aðeins tapað einu setti og sýndi heimamanninum Andy Murray í tvo heimana í undanúrslitum þegar hann sópaði Murray út í þremur settum. "Ég þarf að halda þessu formi áfram í einn leik í viðbót til að fullkomna síðustu tvær vikur," segir Federer en aðeins Pete Sampras hefur unnið Wimbledon mótið oftar sem atvinnumaður eða 8 sinnum. Ef Djokovic vinnur mun hann jafna þjálfara sinn, Boris Becker, í sigrum á Wimbledon mótinu. En það er augljóst á tali hans í aðdraganda leiksins í dag að Djokovic ber mikla virðingu fyrir Federer. "Hér elskar hann [Federer] að spila. Hér spilar hann sinn besta leik. Aðalvöllurinn á Wimbledon, sjö titlar. Þetta er hans völlur. Hann elskar hann," segir Djokovic um andstæðing sinn í dag. "Hann spilar alltaf best þegar mest reynir á. Þess vegna er hann stórmeistari. Við vitum öll hve góður hann er. Hann er besti spilari sögunnar. Það er erfitt að finna nógu sterk orð til að lýsa afrekum hans," segir Djokovic ennfremur um Federer. Leikur þeirra félaga hefst kl. 13:00 í dag og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Tennis Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira