Djokovic segir Federer vera besta tennisspilara sögunnar 12. júlí 2015 12:00 Hvor mun fagna sigri í dag, Roger Federer eða Novak Djokovic? vísir/getty Í dag mætast tveir bestu tennisspilarar heims, Novak Djokovic og Roger Federer, í úrslitaviðureign Wimbledon mótsins en þeir mættust einnig í úrslitaleiknum í fyrra. Þá hafði Djokovic betur í frábærum leik sem stóð yfir í tæpar fjórar klukkustundir. Það var annar sigur Djokovic á Wimbledon en Federer hefur unnið þetta mót sjö sinnum, síðast árið 2012. Með sigri getur Federer orðið elsti sigurvegar Wimbledon mótsins í atvinnumannaflokki. Hann er 34 ára og er að leika sinn tíunda úrslitaleik á Wimbledon. Federer hefur verið í frábæru formi á þessu móti og aðeins tapað einu setti og sýndi heimamanninum Andy Murray í tvo heimana í undanúrslitum þegar hann sópaði Murray út í þremur settum. "Ég þarf að halda þessu formi áfram í einn leik í viðbót til að fullkomna síðustu tvær vikur," segir Federer en aðeins Pete Sampras hefur unnið Wimbledon mótið oftar sem atvinnumaður eða 8 sinnum. Ef Djokovic vinnur mun hann jafna þjálfara sinn, Boris Becker, í sigrum á Wimbledon mótinu. En það er augljóst á tali hans í aðdraganda leiksins í dag að Djokovic ber mikla virðingu fyrir Federer. "Hér elskar hann [Federer] að spila. Hér spilar hann sinn besta leik. Aðalvöllurinn á Wimbledon, sjö titlar. Þetta er hans völlur. Hann elskar hann," segir Djokovic um andstæðing sinn í dag. "Hann spilar alltaf best þegar mest reynir á. Þess vegna er hann stórmeistari. Við vitum öll hve góður hann er. Hann er besti spilari sögunnar. Það er erfitt að finna nógu sterk orð til að lýsa afrekum hans," segir Djokovic ennfremur um Federer. Leikur þeirra félaga hefst kl. 13:00 í dag og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Tennis Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Fleiri fréttir Sló 31 árs markamet Waynes Gretzky Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Schumacher orðinn afi Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Lyftu sér upp í annað sætið „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Martin flottur í stórsigri Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Sjá meira
Í dag mætast tveir bestu tennisspilarar heims, Novak Djokovic og Roger Federer, í úrslitaviðureign Wimbledon mótsins en þeir mættust einnig í úrslitaleiknum í fyrra. Þá hafði Djokovic betur í frábærum leik sem stóð yfir í tæpar fjórar klukkustundir. Það var annar sigur Djokovic á Wimbledon en Federer hefur unnið þetta mót sjö sinnum, síðast árið 2012. Með sigri getur Federer orðið elsti sigurvegar Wimbledon mótsins í atvinnumannaflokki. Hann er 34 ára og er að leika sinn tíunda úrslitaleik á Wimbledon. Federer hefur verið í frábæru formi á þessu móti og aðeins tapað einu setti og sýndi heimamanninum Andy Murray í tvo heimana í undanúrslitum þegar hann sópaði Murray út í þremur settum. "Ég þarf að halda þessu formi áfram í einn leik í viðbót til að fullkomna síðustu tvær vikur," segir Federer en aðeins Pete Sampras hefur unnið Wimbledon mótið oftar sem atvinnumaður eða 8 sinnum. Ef Djokovic vinnur mun hann jafna þjálfara sinn, Boris Becker, í sigrum á Wimbledon mótinu. En það er augljóst á tali hans í aðdraganda leiksins í dag að Djokovic ber mikla virðingu fyrir Federer. "Hér elskar hann [Federer] að spila. Hér spilar hann sinn besta leik. Aðalvöllurinn á Wimbledon, sjö titlar. Þetta er hans völlur. Hann elskar hann," segir Djokovic um andstæðing sinn í dag. "Hann spilar alltaf best þegar mest reynir á. Þess vegna er hann stórmeistari. Við vitum öll hve góður hann er. Hann er besti spilari sögunnar. Það er erfitt að finna nógu sterk orð til að lýsa afrekum hans," segir Djokovic ennfremur um Federer. Leikur þeirra félaga hefst kl. 13:00 í dag og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Tennis Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Fleiri fréttir Sló 31 árs markamet Waynes Gretzky Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Schumacher orðinn afi Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Lyftu sér upp í annað sætið „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Martin flottur í stórsigri Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Sjá meira