Rússar beita neitunarvaldi gegn því að sérstökum MH17-dómstól verði komið á Atli Ísleifsson skrifar 29. júlí 2015 21:29 Atkvæðagreiðsla í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna fyrr í dag. Vísir/AFP Rússlandsstjórn hefur beitt neitunarvaldi gegn tillögu öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að koma á alþjóðlegum dómstól til að draga þá sem grunaðir eru um að hafa skotið MH17 niður síðasta sumar til ábyrgðar. Ellefu af þeim fimmtán ríkjum sem sæti eiga í öryggisráðinu greiddu atkvæði með tillögu malasískra, ástralskra, hollenskra, úkraínskra og belgískra stjórnvalda. Kína, Angóla og Venesúela sátu hjá þegar greitt var atkvæði. Til að tillaga nái fram að ganga í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þurfa að minnsta kosti níu ríki að greiða atkvæði með tillögunni, auk þess að ekkert fastaríkjanna fimm má greiða atkvæði gegn henni. Rússar, Bandaríkjamenn, Kínverjar, Frakkar og Bretar eiga fast sæti í ráðinu.298 fórust MH17, vél malasíska flugfélagsins Malaysia Airlines, var skotin niður í austurhluta Úkraínu í júlí 2014 og fórust allir 298 um borð. Um tveir þriðju farþeganna voru Hollendingar. Julie Bishop, utanríkisráðherra Ástralíu, segir að þeir ábyrgu haldi mögulega að þeir geti falið sig á bakvið neitunarvald Rússa, en þeir muni ekki komast upp með árásina. 39 farþeganna voru Ástralir.Leita annarra leiðaÍ frétt Reuters kemur fram að Bishop segi að Ástralía, Holland, Malasía, Belgía og Úkraína munu nú leita annarra leiða til að tryggja það að árásarmennirnir verði dregnir til ábyrgðar. Úkraínumenn og Vesturveldin saka aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu, sem eru á bandi Rússlandsstjórnar, um árásina og að þeir hafi notast við rússneskar eldflaugar. Rússlandsstjórn hafnar þessu. Samantha Power, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum, segir að ákvörðun Rússa að beita neitunarvaldi muni ekki koma í veg fyrir rannsakað og að þeir ábyrgu sæti ákæru. MH17 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Rússlandsstjórn hefur beitt neitunarvaldi gegn tillögu öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að koma á alþjóðlegum dómstól til að draga þá sem grunaðir eru um að hafa skotið MH17 niður síðasta sumar til ábyrgðar. Ellefu af þeim fimmtán ríkjum sem sæti eiga í öryggisráðinu greiddu atkvæði með tillögu malasískra, ástralskra, hollenskra, úkraínskra og belgískra stjórnvalda. Kína, Angóla og Venesúela sátu hjá þegar greitt var atkvæði. Til að tillaga nái fram að ganga í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þurfa að minnsta kosti níu ríki að greiða atkvæði með tillögunni, auk þess að ekkert fastaríkjanna fimm má greiða atkvæði gegn henni. Rússar, Bandaríkjamenn, Kínverjar, Frakkar og Bretar eiga fast sæti í ráðinu.298 fórust MH17, vél malasíska flugfélagsins Malaysia Airlines, var skotin niður í austurhluta Úkraínu í júlí 2014 og fórust allir 298 um borð. Um tveir þriðju farþeganna voru Hollendingar. Julie Bishop, utanríkisráðherra Ástralíu, segir að þeir ábyrgu haldi mögulega að þeir geti falið sig á bakvið neitunarvald Rússa, en þeir muni ekki komast upp með árásina. 39 farþeganna voru Ástralir.Leita annarra leiðaÍ frétt Reuters kemur fram að Bishop segi að Ástralía, Holland, Malasía, Belgía og Úkraína munu nú leita annarra leiða til að tryggja það að árásarmennirnir verði dregnir til ábyrgðar. Úkraínumenn og Vesturveldin saka aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu, sem eru á bandi Rússlandsstjórnar, um árásina og að þeir hafi notast við rússneskar eldflaugar. Rússlandsstjórn hafnar þessu. Samantha Power, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum, segir að ákvörðun Rússa að beita neitunarvaldi muni ekki koma í veg fyrir rannsakað og að þeir ábyrgu sæti ákæru.
MH17 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira