Þetta er mikið hark Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. júlí 2015 08:00 Ægir Þór og félagar hans í landsliðinu mæta Hollandi í tveimur æfingaleikjum, 7. og 9. ágúst. vísir/andri marinó „Maður er að átta sig á því núna að þetta er að fara að skella á,“ segir Ægir Þór Steinarsson, einn leikstjórnenda karlalandsliðsins í körfubolta, um Evrópumótið í Berlín sem hefst í september. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland tekur þátt á stórmóti, en æfingar hjá landsliðinu hófust í byrjun síðustu viku. „Þetta er samt enn þá allt svo óraunverulegt, en að sama skapi virkilega spennandi. Þetta er það eina sem kemur upp í hugann þegar maður fer á æfingar eða að lyfta. Maður er alltaf að hugsa um þetta,“ segir Ægir Þór. Æfingarnar segir hann verða mjög kappsfullar enda 21 leikmaður í baráttunni um tólf sæti á EM. „Það eru allir sem vilja komast í hópinn og maður er sjálfur í þeirri stöðu að það verður allt lagt í þetta. En á sama tíma þurfum við að tengja saman sem hópur og sem leikmaður þarf maður að sjá hvernig maður getur hjálpað liðinu,“ segir Ægir Þór, en finnst honum að hann sé öruggur inn? „Maður er aldrei öruggur. Ég er samt tiltölulega bjartsýnn og er í formi. Ég er algjörlega tilbúinn í þetta.“Ægir á landsliðsæfingu á dögunum.vísir/andri marinóÆgir spilaði með Sundsvall Dragons á síðustu leiktíð ásamt þremur öðrum landsliðsmönnum. Hann var mátulega sáttur við veturinn. „Þetta var upp og niður hjá mér. Það voru leikir þar sem ég var góður og aðrir þar sem ég var ekkert sérstaklega góður. En það einkenndi líka liðið, við vorum upp og niður á tímabilinu,“ segir hann. Ægir, eins og fleiri í íslenska liðinu, er samningslaus. „Það er bara gamli maðurinn sem fær fimm ára samning,“ segir hann um fyrirliðann Hlyn Bæringsson sem verður í áratug hjá Drekunum í Sundsvall ef allt gengur upp. „Það er bara gríðarlega jákvætt. Sjaldgæft, en jákvætt,“ segir Ægir. Sjálfur segir hann þetta atvinnumannalíf vera mikið hark, en hann er ungur og á sínum fyrstu árum í atvinnumennskunni. „Ég er nýkominn í þetta og sé bara til hvað gerist. Ég skoða alla möguleika. Það er ekkert sérlega mikið í gangi eins og er. Ég vonast til að eitthvað komi upp bráðlega. Svíþjóð er alveg spennandi kostur áfram fyrir mig,“ segir Ægir, en hann vill klára sín mál fyrir EM eða nota Evrópumótið sem sýningarglugga? „Ég væri helst til í að klára þetta fyrir EM upp á öryggið. Það væri alveg gott að nota EM sem glugga en maður þarf fyrst að tryggja sig inn í hópinn.“ Leikstjórnandinn öflugi fagnar tækifærinu að fá að spila á móti sumum af bestu leikmönnum heims, en riðill Íslands er stútfullur af frábærum mótherjum. „Að fá svona tækifæri er bara einstakt. Að geta borið sig saman við þessa leikmenn eru bara forréttindi. Þetta er eitthvað sem maður þarf að gera sig kláran fyrir. Maður þarf að vera í formi og snjall og á þeirra getustigi. Það er ekki auðvelt en það er hægt,“ segir Ægir Þór Steinarsson. Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Fleiri fréttir „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Sjá meira
„Maður er að átta sig á því núna að þetta er að fara að skella á,“ segir Ægir Þór Steinarsson, einn leikstjórnenda karlalandsliðsins í körfubolta, um Evrópumótið í Berlín sem hefst í september. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland tekur þátt á stórmóti, en æfingar hjá landsliðinu hófust í byrjun síðustu viku. „Þetta er samt enn þá allt svo óraunverulegt, en að sama skapi virkilega spennandi. Þetta er það eina sem kemur upp í hugann þegar maður fer á æfingar eða að lyfta. Maður er alltaf að hugsa um þetta,“ segir Ægir Þór. Æfingarnar segir hann verða mjög kappsfullar enda 21 leikmaður í baráttunni um tólf sæti á EM. „Það eru allir sem vilja komast í hópinn og maður er sjálfur í þeirri stöðu að það verður allt lagt í þetta. En á sama tíma þurfum við að tengja saman sem hópur og sem leikmaður þarf maður að sjá hvernig maður getur hjálpað liðinu,“ segir Ægir Þór, en finnst honum að hann sé öruggur inn? „Maður er aldrei öruggur. Ég er samt tiltölulega bjartsýnn og er í formi. Ég er algjörlega tilbúinn í þetta.“Ægir á landsliðsæfingu á dögunum.vísir/andri marinóÆgir spilaði með Sundsvall Dragons á síðustu leiktíð ásamt þremur öðrum landsliðsmönnum. Hann var mátulega sáttur við veturinn. „Þetta var upp og niður hjá mér. Það voru leikir þar sem ég var góður og aðrir þar sem ég var ekkert sérstaklega góður. En það einkenndi líka liðið, við vorum upp og niður á tímabilinu,“ segir hann. Ægir, eins og fleiri í íslenska liðinu, er samningslaus. „Það er bara gamli maðurinn sem fær fimm ára samning,“ segir hann um fyrirliðann Hlyn Bæringsson sem verður í áratug hjá Drekunum í Sundsvall ef allt gengur upp. „Það er bara gríðarlega jákvætt. Sjaldgæft, en jákvætt,“ segir Ægir. Sjálfur segir hann þetta atvinnumannalíf vera mikið hark, en hann er ungur og á sínum fyrstu árum í atvinnumennskunni. „Ég er nýkominn í þetta og sé bara til hvað gerist. Ég skoða alla möguleika. Það er ekkert sérlega mikið í gangi eins og er. Ég vonast til að eitthvað komi upp bráðlega. Svíþjóð er alveg spennandi kostur áfram fyrir mig,“ segir Ægir, en hann vill klára sín mál fyrir EM eða nota Evrópumótið sem sýningarglugga? „Ég væri helst til í að klára þetta fyrir EM upp á öryggið. Það væri alveg gott að nota EM sem glugga en maður þarf fyrst að tryggja sig inn í hópinn.“ Leikstjórnandinn öflugi fagnar tækifærinu að fá að spila á móti sumum af bestu leikmönnum heims, en riðill Íslands er stútfullur af frábærum mótherjum. „Að fá svona tækifæri er bara einstakt. Að geta borið sig saman við þessa leikmenn eru bara forréttindi. Þetta er eitthvað sem maður þarf að gera sig kláran fyrir. Maður þarf að vera í formi og snjall og á þeirra getustigi. Það er ekki auðvelt en það er hægt,“ segir Ægir Þór Steinarsson.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Fleiri fréttir „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum