Enn ein kínversk eftirherma Finnur Thorlacius skrifar 28. júlí 2015 09:18 Erfitt er að sjá muninn á Youxia X og Tesla Model S. Fátt stöðvar kínverska bílaframleiðendur í eftiröpun vinsælla bíla og komast þeir reyndar oftast upp með það. Þeir eru þekktir fyrir að smíða bíla sem eru svo til alveg eins og bílar þekktra vestrænna bílaframleiðenda og hér er gott dæmi um slíkt. Þessi bíll er svo til alveg eins í útliti og Tesla Model S. Það er kínverski bílasmiðurinn Youxia sem gengur svona langt og meira segja er merkið á framenda bílsins svo til eins og Tesla merkið. Að innan er sama eftiröpunin til staðar og er láréttur stór upplýsingaskjár fyrir miðju mælaborðsins, rétt eins og í Tesla Model S. Að sjálfsögðu er þessi bíll frá Youxia rafmagnsbíll eins og Tesla Model S og heitir Youxia X. Hann er 362 hestöfl og hefur drægni uppá 220 kílómetra og dýrari útfærslur hans bjóða uppá 330 og 460 kílómetra drægni. Sá sem kemst lengst á hleðslunni slær nálægt getu Teslu Model S enda rafhlöður hans 85 kWh. Verð þessa kínverska rafmagnsbíls er frá 47.000 til 63.000 dollara, eða 6,3 til 8,4 milljónir króna og þá á eftir að draga frá endurgreiðsluna frá kínverska ríkinu sem nemur um 2 milljónum króna. Er þetta verð langt undir verði Tesla Model S í Kína. Það er hætt við því að bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla muni ekki una þessari eftiröpun og kæri Youxia, en hvort það á eftir að skila Tesla einhverju veltur sem fyrr á kínverska réttarkerfinu, sem hingað til hefur ekkert gert til að refsa þeim fyrirtækjum sem stela hönnun annarra. Mest lesið „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent
Fátt stöðvar kínverska bílaframleiðendur í eftiröpun vinsælla bíla og komast þeir reyndar oftast upp með það. Þeir eru þekktir fyrir að smíða bíla sem eru svo til alveg eins og bílar þekktra vestrænna bílaframleiðenda og hér er gott dæmi um slíkt. Þessi bíll er svo til alveg eins í útliti og Tesla Model S. Það er kínverski bílasmiðurinn Youxia sem gengur svona langt og meira segja er merkið á framenda bílsins svo til eins og Tesla merkið. Að innan er sama eftiröpunin til staðar og er láréttur stór upplýsingaskjár fyrir miðju mælaborðsins, rétt eins og í Tesla Model S. Að sjálfsögðu er þessi bíll frá Youxia rafmagnsbíll eins og Tesla Model S og heitir Youxia X. Hann er 362 hestöfl og hefur drægni uppá 220 kílómetra og dýrari útfærslur hans bjóða uppá 330 og 460 kílómetra drægni. Sá sem kemst lengst á hleðslunni slær nálægt getu Teslu Model S enda rafhlöður hans 85 kWh. Verð þessa kínverska rafmagnsbíls er frá 47.000 til 63.000 dollara, eða 6,3 til 8,4 milljónir króna og þá á eftir að draga frá endurgreiðsluna frá kínverska ríkinu sem nemur um 2 milljónum króna. Er þetta verð langt undir verði Tesla Model S í Kína. Það er hætt við því að bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla muni ekki una þessari eftiröpun og kæri Youxia, en hvort það á eftir að skila Tesla einhverju veltur sem fyrr á kínverska réttarkerfinu, sem hingað til hefur ekkert gert til að refsa þeim fyrirtækjum sem stela hönnun annarra.
Mest lesið „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent