Rafmagnsbíll 1,779 sekúndur í 100 Finnur Thorlacius skrifar 24. júlí 2015 16:42 Sérsmíðaður rafmagnsbíll setti í vikunni heimsmet í hraðakstri að 100 km hraða og náði tímanum 1,779 sekúndur. Til að heimsmetið sé skráð þurfti bíllinn að aka í báðar áttir og millitími hans gildir sem heimsmet. Afar fáir bílar komast í 100 km hraða undir 3 sekúndum og því er þessi tíma þess merkilegri. Bíllinn var smíðaður í Stuttgart í Þýskalandi og er hann með 6,62 kWh rafhlöður og vegur aðeins 160 kíló og er því agnarsmár. Rafmagnsbíllinn var smíðaður af nemendum við háskólann í Stuttgart. Afl hans per kíló er minna en í Koenigsegg One:1 og Formúlu 1 bílum en meira en í Bugatti Veyron. Þar sem hann er aðeins með drifi á afturöxlinum er hreint magnað hve tími hans er góður, en þekkt er að rafmagnsbílar hafa afar góða upptöku þar sem allt afl þeirra kemur til kastanna við upptak. Sjá má metsláttinn í myndskeiðinu hér að ofan. Mest lesið „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent
Sérsmíðaður rafmagnsbíll setti í vikunni heimsmet í hraðakstri að 100 km hraða og náði tímanum 1,779 sekúndur. Til að heimsmetið sé skráð þurfti bíllinn að aka í báðar áttir og millitími hans gildir sem heimsmet. Afar fáir bílar komast í 100 km hraða undir 3 sekúndum og því er þessi tíma þess merkilegri. Bíllinn var smíðaður í Stuttgart í Þýskalandi og er hann með 6,62 kWh rafhlöður og vegur aðeins 160 kíló og er því agnarsmár. Rafmagnsbíllinn var smíðaður af nemendum við háskólann í Stuttgart. Afl hans per kíló er minna en í Koenigsegg One:1 og Formúlu 1 bílum en meira en í Bugatti Veyron. Þar sem hann er aðeins með drifi á afturöxlinum er hreint magnað hve tími hans er góður, en þekkt er að rafmagnsbílar hafa afar góða upptöku þar sem allt afl þeirra kemur til kastanna við upptak. Sjá má metsláttinn í myndskeiðinu hér að ofan.
Mest lesið „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent