Ráðherrar Evrópusambandsríkjanna komust á fundi þeirra í Brussel í gær að samkomulagi um flutning rúmlega 32 þúsund flóttamanna frá Ítalíu og Grikklandi til annarra Evrópusambandsríkja í október næstkomandi. Upphaflega hafði framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lagt til að fjörutíu þúsund flóttamönnum yrðu veitt hæli í en lagðist sú áætlun ekki vel í öll Evrópusambandslöndin.
Yfir hundrað og fimmtíu þúsund manns hafa flúið heimili sín á þessu ári vegna stríðs og fátæktar. Bróðurpartur þeirra hefur leitað til Grikklands eða Ítalíu og eru löndin tvö að þolmörkum komin.
