Sprengjuhótun í vélaverksmiðju Ford Finnur Thorlacius skrifar 30. júlí 2015 16:16 Vélaverksmiðja Ford í Romeo í Michican. Loka varð einni vélaverksmiðju Ford í Bandaríkjunum í gær vegna sprengjuhótunar og voru 500 starfsmenn hennar sendir heim. Aðrir 500 starfsmenn sem áttu að leysa fyrri vakt dagsins af voru beðnir um að mæta ekki í vinnuna þann daginn. Ford fékk sprengjuhótunina uppúr kl. 7 að staðartíma í gær. Er síðast var vitað hafði engin sprengja fundist en leit stóð yfir. Lögregla og leitarteymi var kvatt á staðinn, en Ford hefur varist fréttum af þessari hótun og vinnustöðvuninni. Vélaverksmiðja þessi er í bænum með skondna nafnið, þ.e. Romeo í Michican fylki, en víst er að sá sem tilkynnti um sprengjuna er ekki sérlega rómantískur. Í verksmiðjunni hafa verið smíðaðar Ford vélar frá árinu 1973. Mest lesið „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent
Loka varð einni vélaverksmiðju Ford í Bandaríkjunum í gær vegna sprengjuhótunar og voru 500 starfsmenn hennar sendir heim. Aðrir 500 starfsmenn sem áttu að leysa fyrri vakt dagsins af voru beðnir um að mæta ekki í vinnuna þann daginn. Ford fékk sprengjuhótunina uppúr kl. 7 að staðartíma í gær. Er síðast var vitað hafði engin sprengja fundist en leit stóð yfir. Lögregla og leitarteymi var kvatt á staðinn, en Ford hefur varist fréttum af þessari hótun og vinnustöðvuninni. Vélaverksmiðja þessi er í bænum með skondna nafnið, þ.e. Romeo í Michican fylki, en víst er að sá sem tilkynnti um sprengjuna er ekki sérlega rómantískur. Í verksmiðjunni hafa verið smíðaðar Ford vélar frá árinu 1973.
Mest lesið „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent