Þessi sporvagn stóð af sér Hiroshima atómsprengjuna Finnur Thorlacius skrifar 5. ágúst 2015 14:56 Þessi aldni sporvagn í Hiroshima er stráheill þrátt fyrir atómsprengjuna árið 1945. Nú eru liðin 70 ár síðan kjarnorkusprengjum var varpað á japönsku borgirnar Hiroshima og Nagasaki. Þær voru með sprengjunum svo til alveg lagðar í rúst en einstaka byggingar og hlutir stóðu þær af sér, meðal annars þessi sporvagn í Hiroshima. Hann er einn þriggja slíkra og var í notkun allt til ársins 2006. Hann hefur nú verið gerður upp í tilefni 70 áranna sem liðin eru frá hörmungunum, málaður í upphaflegu litum sínum og er nú aftur kominn í notkun í borginni. Það var hinn 5. ágúst árið 1945 sem atómsprengju var varpað á Hiroshima og 2 dögum seinna á Nagasaki og með henni gáfust Japanir upp fyrir bandamönnum. Í Hiroshima dóu 140.000 íbúar borgarinnar og vart tók betra við fyrir þá sem lifðu af sprenginguna með allri þeirri geislun sem sprengjan skildi eftir sig. Í sporvagninum sterka sem er aftur kominn í notkun er nú fræðslusýning á skjám í vagninum sem uppfræðir farþega hans um afleiðingar sprengjunnar og uppbyggingu borgarinnar síðan þá. Hiroshima hefur sannarlega aftur náð vopnum sínum og er í einna mestum vexti japanskra borga og tíunda stærsta borg Japans. Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent
Nú eru liðin 70 ár síðan kjarnorkusprengjum var varpað á japönsku borgirnar Hiroshima og Nagasaki. Þær voru með sprengjunum svo til alveg lagðar í rúst en einstaka byggingar og hlutir stóðu þær af sér, meðal annars þessi sporvagn í Hiroshima. Hann er einn þriggja slíkra og var í notkun allt til ársins 2006. Hann hefur nú verið gerður upp í tilefni 70 áranna sem liðin eru frá hörmungunum, málaður í upphaflegu litum sínum og er nú aftur kominn í notkun í borginni. Það var hinn 5. ágúst árið 1945 sem atómsprengju var varpað á Hiroshima og 2 dögum seinna á Nagasaki og með henni gáfust Japanir upp fyrir bandamönnum. Í Hiroshima dóu 140.000 íbúar borgarinnar og vart tók betra við fyrir þá sem lifðu af sprenginguna með allri þeirri geislun sem sprengjan skildi eftir sig. Í sporvagninum sterka sem er aftur kominn í notkun er nú fræðslusýning á skjám í vagninum sem uppfræðir farþega hans um afleiðingar sprengjunnar og uppbyggingu borgarinnar síðan þá. Hiroshima hefur sannarlega aftur náð vopnum sínum og er í einna mestum vexti japanskra borga og tíunda stærsta borg Japans.
Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent