Þarf flugsæti fyrir sellóið Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. ágúst 2015 10:45 "Það er ómetanlegt að fá svona stuðning við að gera það sem mann langar að gera,“ segir Steiney. Vísir/Anton Brink Steiney Sigurðardóttir er að æfa á sellóið þegar ég hringi. Hún segir lífið ganga mikið út á að æfa. En hún uppsker eins og hún sáir því hún tók við verðlaunum úr Styrktarsjóði Halldórs Hansen barnalæknis í Salnum í gær, vegna frábærs námsárangurs. Hún var bara fimm ára þegar hún byrjaði í Suzukiskólanum. „Ég var mjög óþolinmóð og fannst ómögulegt að mega bara halda á boganum og máta mig við sellóið í fyrsta tíma og fá ekkert að spila,“ segir Steiney sem útskrifaðist frá Tónlistarskólanum í Reykjavík síðastliðið vor og er að flytja til Þýskalands að halda áfram sínu námi. „Ég ætla í einkatíma hjá góðum kennurum, skoða skóla, kynnast fólki, læra þýsku og reyna að koma mér eitthvað áfram í þessum heimi,“ segir hún. Hún kveðst einmitt hafa verið nýlent í Þýskalandi í sumar að kynna sér aðstæður þegar hún fékk símtal og frétti að hún fengi námsstyrk úr sjóði Halldórs Hansen barnalæknis. „Það er ómetanlegt að fá svona stuðning við að gera það sem mann langar að gera,“ segir hún. Steiney er dóttir Ólafíu Ásu Jóhannesdóttur hjúkrunarfræðings og Sigurðar Garðars Kristinssonar jarðfræðings og málarameistara. Hún segir alla fá tónlistaruppeldi í stórfjölskyldunni og spila og syngja þó hún sé sú eina sem ætli að leggja fyrir sig hljóðfæraleik. „Það er ekkert nema tónlistin sem kemur til greina hjá mér," segir hún glaðlega. Steiney ætlar með sellóið sitt til Þýskalands og þarf því að kaupa flugmiða á tvöföldu verði. „Ég panta alltaf sæti fyrir sellóið, treysti varla öðrum í fjölskyldunni til að halda á því, hvað þá einhverjum ókunnugum,“ segir hún.“ Gunnar Kvaran sellóleikari, fyrrverandi kennari Steineyjar valdi sellóið handa henni í Danmörku. Hún segir það afar gott, smíðað árið 1922 í Dresden. „Sellóið var ekki mjög dýrt miðað við hvað gömul hljóðfæri geta farið upp í," lýsir Steiney. „Það var svolítið lokað til að byrja með en nú eftir að ég hef spilað á það í tvö ár hefur það opnast og er orðið allt annað hljóðfæri." Auk Steineyjar hlaut Davíð Ólafsson barítón styrk úr styrktarsjóði Halldórs Hansen þetta árið, hann lauk prófi síðastliðið vor frá Söngskólanum í Reykjavík. Einnig styrkti sjóðurinn rannsóknarverkefni um tónlist Jóns Nordal. [email protected] Menning Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Steiney Sigurðardóttir er að æfa á sellóið þegar ég hringi. Hún segir lífið ganga mikið út á að æfa. En hún uppsker eins og hún sáir því hún tók við verðlaunum úr Styrktarsjóði Halldórs Hansen barnalæknis í Salnum í gær, vegna frábærs námsárangurs. Hún var bara fimm ára þegar hún byrjaði í Suzukiskólanum. „Ég var mjög óþolinmóð og fannst ómögulegt að mega bara halda á boganum og máta mig við sellóið í fyrsta tíma og fá ekkert að spila,“ segir Steiney sem útskrifaðist frá Tónlistarskólanum í Reykjavík síðastliðið vor og er að flytja til Þýskalands að halda áfram sínu námi. „Ég ætla í einkatíma hjá góðum kennurum, skoða skóla, kynnast fólki, læra þýsku og reyna að koma mér eitthvað áfram í þessum heimi,“ segir hún. Hún kveðst einmitt hafa verið nýlent í Þýskalandi í sumar að kynna sér aðstæður þegar hún fékk símtal og frétti að hún fengi námsstyrk úr sjóði Halldórs Hansen barnalæknis. „Það er ómetanlegt að fá svona stuðning við að gera það sem mann langar að gera,“ segir hún. Steiney er dóttir Ólafíu Ásu Jóhannesdóttur hjúkrunarfræðings og Sigurðar Garðars Kristinssonar jarðfræðings og málarameistara. Hún segir alla fá tónlistaruppeldi í stórfjölskyldunni og spila og syngja þó hún sé sú eina sem ætli að leggja fyrir sig hljóðfæraleik. „Það er ekkert nema tónlistin sem kemur til greina hjá mér," segir hún glaðlega. Steiney ætlar með sellóið sitt til Þýskalands og þarf því að kaupa flugmiða á tvöföldu verði. „Ég panta alltaf sæti fyrir sellóið, treysti varla öðrum í fjölskyldunni til að halda á því, hvað þá einhverjum ókunnugum,“ segir hún.“ Gunnar Kvaran sellóleikari, fyrrverandi kennari Steineyjar valdi sellóið handa henni í Danmörku. Hún segir það afar gott, smíðað árið 1922 í Dresden. „Sellóið var ekki mjög dýrt miðað við hvað gömul hljóðfæri geta farið upp í," lýsir Steiney. „Það var svolítið lokað til að byrja með en nú eftir að ég hef spilað á það í tvö ár hefur það opnast og er orðið allt annað hljóðfæri." Auk Steineyjar hlaut Davíð Ólafsson barítón styrk úr styrktarsjóði Halldórs Hansen þetta árið, hann lauk prófi síðastliðið vor frá Söngskólanum í Reykjavík. Einnig styrkti sjóðurinn rannsóknarverkefni um tónlist Jóns Nordal. [email protected]
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira