Þjóðverjar búast við allt að 750 þúsund flóttamönnum á þessu ári Guðsteinn Bjarnason skrifar 19. ágúst 2015 07:00 Flestir flóttamannanna koma frá Sýrlandi og fara yfir Miðjarðarhafið til Ítalíu eða Grikklands. Fréttablaðið/EPA Það gengur ekki til lengdar að Þýskaland og Svíþjóð taki við miklu fleiri flóttamönnum en önnur Evrópuríki. Flóttafólkinu verður að deila niður á löndin með sanngjarnari hætti. Þetta segir Antonio Guterres, yfirmaður Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, í viðtali við þýska dagblaðið Die Welt. „Flestir þeirra sem koma yfir Miðjarðarhafið á bátum eru að flýja átök og ofsóknir. Öllum ríkjum Evrópu ber siðferðileg skylda til þess að bjóða þetta fólk velkomið, og ótvíræð lagaleg skylda til þess að vernda það,“ er haft eftir Guterres í Die Welt. Thomas de Maizière, innanríkisráðherra Þýskalands, skýrði frá því í gær að 650 þúsund flóttamenn leituðu hælis þar í landi á þessu ári. Hann segir vel mögulegt að fjöldinn fari upp í 750 þúsund. Þetta er mun hærri tala en til þessa hefur verið talað um, því þar til í gær var reiknað með að um 450 þúsund flóttamenn kæmu til Þýskalands þetta árið. Það sem af er þessu ári hafa meira en 240 þúsund flóttamenn komið yfir Miðjarðarhaf til Grikklands og Ítalíu. Margir þeirra reyna svo að komast áfram til annarra aðildarríkja ESB, flestir til Þýskalands og Svíþjóðar. Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði í viðtali nú um helgina að flóttamannamálið væri stærsta verkefni sem Evrópusambandið stæði frammi fyrir um þessar mundir og í raun væri það miklu stærra mál en skuldavandi Grikkja eða staða evrunnar. Af viðbrögðum Evrópusambandsins myndi ráðast hvort aðildarríkin væru í raun fær um að standa saman. „Hið svonefnda Dyflinnarsamkomulag er ekki lengur í gildi,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari í sjónvarpsviðtali um helgina. Þar vísar hún til þess að í raun hafi sú meginregla, að umsóknir hælisleitenda eigi að afgreiða í því aðildarríki sem þeir koma fyrst til, verið tekin úr sambandi þegar Evrópusambandsríkin samþykktu að létta að nokkru byrðunum af Grikklandi og Ítalíu, þeim löndum sem flestir flóttamenn hafa komið til, og deila ákveðnum fjölda þeirra niður á hin aðildarríkin í hlutfalli við mannfjölda og efnahagsstyrk. Thomas de Maizière gengur síðan lengra og segir að verði þetta lagaumhverfi ekki lagfært, þá sé í raun úti um sjálft Schengen-samkomulagið, sem tryggir íbúum aðildarríkjanna frjálsa för yfir innri landamæri Evrópusambandsins. „Án Dyflinnar er ekki til lengdar hægt að hafa Schengen,“ sagði de Maiziere í viðtali við þýsku sjónvarpsstöðina ZDF. DyflinnarbókuninFlóttamannamálið gæti orðið næsta stóra verkefnið í Evrópu þar sem við sýnum hvort við erum í raun og veru fær um að starfa saman. „Hið svonefnda Dyflinnarsamkomulag er ekki lengur í gildi,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari í sjónvarpsviðtali um helgina. Dyflinnarsamkomulagið er sérstök bókun við Schengen-landamærasamkomulagið, sem snýst um að afgreiða eigi umsóknir hælisleitenda í því aðildarríki ESB sem þeir koma fyrst til. Merkel vísar í ummælum sínum til þess að þessi meginregla Dyflinnarsamkomulagsins hafi í raun verið tekin úr sambandi, að hluta til í það minnsta, fyrr á þessu ári þegar Evrópusambandsríkin samþykktu að létta að nokkru byrðunum af Grikklandi og Ítalíu, þeim löndum sem flestir flóttamenn hafa komið til, og deila ákveðnum fjölda þeirra niður á hin aðildarríkin í hlutfalli við mannfjölda og efnahagsstyrk. Thomas de Maizière, innanríkisráðherra Þýskalands, gengur síðan lengra og segir að verði þetta lagaumhverfi ekki lagfært, þá sé í raun úti um sjálft Schengen-samkomulagið, sem tryggir íbúum aðildarríkjanna frjálsa för yfir innri landamæri Evrópusambandsins. „Án Dyflinnar er ekki til lengdar hægt að hafa Schengen,“ sagði de Maizière í viðtali við þýsku sjónvarpsstöðina ZDF. Flóttamenn Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Það gengur ekki til lengdar að Þýskaland og Svíþjóð taki við miklu fleiri flóttamönnum en önnur Evrópuríki. Flóttafólkinu verður að deila niður á löndin með sanngjarnari hætti. Þetta segir Antonio Guterres, yfirmaður Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, í viðtali við þýska dagblaðið Die Welt. „Flestir þeirra sem koma yfir Miðjarðarhafið á bátum eru að flýja átök og ofsóknir. Öllum ríkjum Evrópu ber siðferðileg skylda til þess að bjóða þetta fólk velkomið, og ótvíræð lagaleg skylda til þess að vernda það,“ er haft eftir Guterres í Die Welt. Thomas de Maizière, innanríkisráðherra Þýskalands, skýrði frá því í gær að 650 þúsund flóttamenn leituðu hælis þar í landi á þessu ári. Hann segir vel mögulegt að fjöldinn fari upp í 750 þúsund. Þetta er mun hærri tala en til þessa hefur verið talað um, því þar til í gær var reiknað með að um 450 þúsund flóttamenn kæmu til Þýskalands þetta árið. Það sem af er þessu ári hafa meira en 240 þúsund flóttamenn komið yfir Miðjarðarhaf til Grikklands og Ítalíu. Margir þeirra reyna svo að komast áfram til annarra aðildarríkja ESB, flestir til Þýskalands og Svíþjóðar. Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði í viðtali nú um helgina að flóttamannamálið væri stærsta verkefni sem Evrópusambandið stæði frammi fyrir um þessar mundir og í raun væri það miklu stærra mál en skuldavandi Grikkja eða staða evrunnar. Af viðbrögðum Evrópusambandsins myndi ráðast hvort aðildarríkin væru í raun fær um að standa saman. „Hið svonefnda Dyflinnarsamkomulag er ekki lengur í gildi,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari í sjónvarpsviðtali um helgina. Þar vísar hún til þess að í raun hafi sú meginregla, að umsóknir hælisleitenda eigi að afgreiða í því aðildarríki sem þeir koma fyrst til, verið tekin úr sambandi þegar Evrópusambandsríkin samþykktu að létta að nokkru byrðunum af Grikklandi og Ítalíu, þeim löndum sem flestir flóttamenn hafa komið til, og deila ákveðnum fjölda þeirra niður á hin aðildarríkin í hlutfalli við mannfjölda og efnahagsstyrk. Thomas de Maizière gengur síðan lengra og segir að verði þetta lagaumhverfi ekki lagfært, þá sé í raun úti um sjálft Schengen-samkomulagið, sem tryggir íbúum aðildarríkjanna frjálsa för yfir innri landamæri Evrópusambandsins. „Án Dyflinnar er ekki til lengdar hægt að hafa Schengen,“ sagði de Maiziere í viðtali við þýsku sjónvarpsstöðina ZDF. DyflinnarbókuninFlóttamannamálið gæti orðið næsta stóra verkefnið í Evrópu þar sem við sýnum hvort við erum í raun og veru fær um að starfa saman. „Hið svonefnda Dyflinnarsamkomulag er ekki lengur í gildi,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari í sjónvarpsviðtali um helgina. Dyflinnarsamkomulagið er sérstök bókun við Schengen-landamærasamkomulagið, sem snýst um að afgreiða eigi umsóknir hælisleitenda í því aðildarríki ESB sem þeir koma fyrst til. Merkel vísar í ummælum sínum til þess að þessi meginregla Dyflinnarsamkomulagsins hafi í raun verið tekin úr sambandi, að hluta til í það minnsta, fyrr á þessu ári þegar Evrópusambandsríkin samþykktu að létta að nokkru byrðunum af Grikklandi og Ítalíu, þeim löndum sem flestir flóttamenn hafa komið til, og deila ákveðnum fjölda þeirra niður á hin aðildarríkin í hlutfalli við mannfjölda og efnahagsstyrk. Thomas de Maizière, innanríkisráðherra Þýskalands, gengur síðan lengra og segir að verði þetta lagaumhverfi ekki lagfært, þá sé í raun úti um sjálft Schengen-samkomulagið, sem tryggir íbúum aðildarríkjanna frjálsa för yfir innri landamæri Evrópusambandsins. „Án Dyflinnar er ekki til lengdar hægt að hafa Schengen,“ sagði de Maizière í viðtali við þýsku sjónvarpsstöðina ZDF.
Flóttamenn Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira