Audi S8 Plus er 605 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 12. ágúst 2015 09:35 Audi S8 Plus verður snögg limósína. Audi hefur aldrei boðið flaggskipið A8 bíl í sérstakri kraftaútgáfu, þ.e. með stafina RS í endann. Þó hefur lengi verið til öflugri útgáfa hans, S8. Með nýrri kynslóð A8 bílsins mun Audi nú bjóða S8 Plus útgáfu bílsins með 605 hestafla vél. Audi S8 verður með 520 hestafla vél og venjulegur A8 aflminni en með fjölbreyttara vélarúrvali, þar á meðal dísilvél. Það er aðeins Mercedes Benz S65 sem er aflmeiri af stóru þýsku lúxusbílunum, en hann er líka 12 strokka en Audi S8 Plus er með 8 strokka vél. Þessi Audi S8 Plus bíll er ári snöggur í hundraðið af stórum bíl að vera, eða 3,8 sekúndur og hámarkshraði hans er 306 km/klst. Bíllinn kemur með Carbon-Ceramic bremsum og á 21 tommu álfelgum. Bæði að innnan og utan er bíllinn aðgreindur frá A8 og S8 bílunum með ýmsum smáatriðum. Þessi bíll kemur á markað í nóvember á þessu ári og verðið er 145.200 evrur, eða 21,4 milljónir króna. Eitthvað dýrari verður hann þó hér á landi með sín myndarlegu vörugjöld og söluskatt. Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent
Audi hefur aldrei boðið flaggskipið A8 bíl í sérstakri kraftaútgáfu, þ.e. með stafina RS í endann. Þó hefur lengi verið til öflugri útgáfa hans, S8. Með nýrri kynslóð A8 bílsins mun Audi nú bjóða S8 Plus útgáfu bílsins með 605 hestafla vél. Audi S8 verður með 520 hestafla vél og venjulegur A8 aflminni en með fjölbreyttara vélarúrvali, þar á meðal dísilvél. Það er aðeins Mercedes Benz S65 sem er aflmeiri af stóru þýsku lúxusbílunum, en hann er líka 12 strokka en Audi S8 Plus er með 8 strokka vél. Þessi Audi S8 Plus bíll er ári snöggur í hundraðið af stórum bíl að vera, eða 3,8 sekúndur og hámarkshraði hans er 306 km/klst. Bíllinn kemur með Carbon-Ceramic bremsum og á 21 tommu álfelgum. Bæði að innnan og utan er bíllinn aðgreindur frá A8 og S8 bílunum með ýmsum smáatriðum. Þessi bíll kemur á markað í nóvember á þessu ári og verðið er 145.200 evrur, eða 21,4 milljónir króna. Eitthvað dýrari verður hann þó hér á landi með sín myndarlegu vörugjöld og söluskatt.
Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent