Hryllilegt að sjá leirdrulluna leka inn og rústa húsunum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Sveinn Arnarsson skrifa 29. ágúst 2015 19:30 Ljóst er að tjón af völdum vatnavaxtar er mikið í Fjallabyggð. Á Siglufirði stóð yfir viðamikið hreinsunarstarf en hátt í þrjátíu hús skemmdust í vatnsveðrinu í gær. Þá ullu aurskriður miklu tjóni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra heimsótti Fjallabyggð í dag til að kynna sér aðstæður eftir tjónið og fyrr í dag fundaði samráðshópur ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu vegna málsins. Hálfdán Sveinsson rekur gistiheimili segir það hafa verið hryllilegt að sjá leirdrulluna leka inn. „Svona upp úr tólf tek ég eftir því að það er farið að renna kakóbrúnt vatn suður Lækjargötuna. Ég veit ekkert hvað er í gangi ég er í sambandi við men í bænum og þá kemur í ljós að Hvanneyraráin hefur brotist úr árfarvegi sínum og farin að renna niður eyrina. Þetta smájókst, allt þetta svæði var undirlagt, þetta var eins og stöðuvatn. Fyrir rest þá fór að leka niður undir hurðar á hótelinu. Þegar þannig var komið þá var ekkert að gera. Við vorum bara í að bjarga húsgögnum og minnka tjónið eins og kostur var. Það var hryllilegt að sjá leirdrulluna leka inn og rústa húsunum.“ Tjónið hleypur á milljónum. „Það er svolítið erfitt að segja hvað tjónið er mikið. Bara hjá mér hleypur það á einhverjum milljónum. Ég get vel trúað að það hlaupi á tugum ef ekki hundruðum í öllum bænum, bara út frá því sem ég veit núna.“ Hann segir samstöðu bæjarbúa hafa skipt öllu máli í því að lágmarka tjón af vatnavöxtunum. „Það er eitt af þessu yndislega við það að búa á svona stöðum. Fólk stendur saman þegar eitthvað bjátar á. Núna er verið að klára að hreinsa út og henda húsgögnum sem eyðilögðust, bjarga svo það skemmist ekki meira. Svo verður bara ástandið metið á morgun og mánudaginn.“ Ámundi Gunnarsson slökkviliðsstjóri jafnar hamförunum við martröð. „Já bara ein alls herjar martröð það var allt flóandi um allt. Drulla og skítur út um allt, segir hann og trúir því að að mörg hús séu skemmd. „Ótrúlega mörg, ábyggilega þrjátíu eða fjörutíu hús.“ Hann segir mikið hreinsunarstarf fram undan, holræsakerfi bæjarins sé stíflað af þykkum leir og tvær götur ónýtar. „Bærinn er að fara í það að hreinsa upp holræsakerfið og síðan þarf að lagfæra þessar götur tvær sem eru ónýtar. Síðan þarf að endurnýja þessi hús hjá borginni og endurbæta það allt saman.“ Veður Tengdar fréttir Úrhelli á Siglufirði: „Holræsakerfi bæjarins er fullt af drullu“ Hreinsunarstarf er að hefjast á Siglufirði en gríðarlegt úrhelli var þar í gær með tilheyrandi aurskriðum og vatnsflaumi. 29. ágúst 2015 09:59 Úrhelli á Siglufirði: „Hefur gengið djöfullega að eiga við ástandið“ Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir losnað hafi úr snjóflóðavarnargarðinum og farið á hús. 28. ágúst 2015 15:27 Margra daga vinna að hreinsa veginn til og frá Strákagöngum Fulltrúar viðlagatryggingar fóru norður strax í gær til að meta tjónið sem orðið hefur í vatnavöxtunum þar seinustu daga. 29. ágúst 2015 14:43 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Ljóst er að tjón af völdum vatnavaxtar er mikið í Fjallabyggð. Á Siglufirði stóð yfir viðamikið hreinsunarstarf en hátt í þrjátíu hús skemmdust í vatnsveðrinu í gær. Þá ullu aurskriður miklu tjóni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra heimsótti Fjallabyggð í dag til að kynna sér aðstæður eftir tjónið og fyrr í dag fundaði samráðshópur ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu vegna málsins. Hálfdán Sveinsson rekur gistiheimili segir það hafa verið hryllilegt að sjá leirdrulluna leka inn. „Svona upp úr tólf tek ég eftir því að það er farið að renna kakóbrúnt vatn suður Lækjargötuna. Ég veit ekkert hvað er í gangi ég er í sambandi við men í bænum og þá kemur í ljós að Hvanneyraráin hefur brotist úr árfarvegi sínum og farin að renna niður eyrina. Þetta smájókst, allt þetta svæði var undirlagt, þetta var eins og stöðuvatn. Fyrir rest þá fór að leka niður undir hurðar á hótelinu. Þegar þannig var komið þá var ekkert að gera. Við vorum bara í að bjarga húsgögnum og minnka tjónið eins og kostur var. Það var hryllilegt að sjá leirdrulluna leka inn og rústa húsunum.“ Tjónið hleypur á milljónum. „Það er svolítið erfitt að segja hvað tjónið er mikið. Bara hjá mér hleypur það á einhverjum milljónum. Ég get vel trúað að það hlaupi á tugum ef ekki hundruðum í öllum bænum, bara út frá því sem ég veit núna.“ Hann segir samstöðu bæjarbúa hafa skipt öllu máli í því að lágmarka tjón af vatnavöxtunum. „Það er eitt af þessu yndislega við það að búa á svona stöðum. Fólk stendur saman þegar eitthvað bjátar á. Núna er verið að klára að hreinsa út og henda húsgögnum sem eyðilögðust, bjarga svo það skemmist ekki meira. Svo verður bara ástandið metið á morgun og mánudaginn.“ Ámundi Gunnarsson slökkviliðsstjóri jafnar hamförunum við martröð. „Já bara ein alls herjar martröð það var allt flóandi um allt. Drulla og skítur út um allt, segir hann og trúir því að að mörg hús séu skemmd. „Ótrúlega mörg, ábyggilega þrjátíu eða fjörutíu hús.“ Hann segir mikið hreinsunarstarf fram undan, holræsakerfi bæjarins sé stíflað af þykkum leir og tvær götur ónýtar. „Bærinn er að fara í það að hreinsa upp holræsakerfið og síðan þarf að lagfæra þessar götur tvær sem eru ónýtar. Síðan þarf að endurnýja þessi hús hjá borginni og endurbæta það allt saman.“
Veður Tengdar fréttir Úrhelli á Siglufirði: „Holræsakerfi bæjarins er fullt af drullu“ Hreinsunarstarf er að hefjast á Siglufirði en gríðarlegt úrhelli var þar í gær með tilheyrandi aurskriðum og vatnsflaumi. 29. ágúst 2015 09:59 Úrhelli á Siglufirði: „Hefur gengið djöfullega að eiga við ástandið“ Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir losnað hafi úr snjóflóðavarnargarðinum og farið á hús. 28. ágúst 2015 15:27 Margra daga vinna að hreinsa veginn til og frá Strákagöngum Fulltrúar viðlagatryggingar fóru norður strax í gær til að meta tjónið sem orðið hefur í vatnavöxtunum þar seinustu daga. 29. ágúst 2015 14:43 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Úrhelli á Siglufirði: „Holræsakerfi bæjarins er fullt af drullu“ Hreinsunarstarf er að hefjast á Siglufirði en gríðarlegt úrhelli var þar í gær með tilheyrandi aurskriðum og vatnsflaumi. 29. ágúst 2015 09:59
Úrhelli á Siglufirði: „Hefur gengið djöfullega að eiga við ástandið“ Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir losnað hafi úr snjóflóðavarnargarðinum og farið á hús. 28. ágúst 2015 15:27
Margra daga vinna að hreinsa veginn til og frá Strákagöngum Fulltrúar viðlagatryggingar fóru norður strax í gær til að meta tjónið sem orðið hefur í vatnavöxtunum þar seinustu daga. 29. ágúst 2015 14:43