Stærstu sjávarútvegsfyrirtækin högnuðust um 22 milljarða í fyrra ingvar haraldsson skrifar 29. ágúst 2015 07:00 Ásbjörn RE í Reykjavíkurhöfn. HB Grandi hyggst leggjast í endurnýjun skipaflotans fyrir 14 milljarða króna með fimm nýjum skipum. vísir/gva Sjávarútvegur HB Grandi, Síldarvinnslan og Samherji, þrjú af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins, högnuðust samtals um 22 milljarða króna á síðasta ári. Hagnaður Samherja var mestur, eða rúmir 11 milljarðar króna, en um helmingur starfsemi Samherja er á erlendri grundu. Arðgreiðslur til hluthafa munu nema 1,4 milljörðum króna. Síldarvinnslan hagnaðist næstmest, eða um 6 milljarða króna, sem er aðeins meira en árið 2013 þegar hagnaður var 5,6 milljarðar. Rekstrartekjur fyrirtækisins námu 21,4 milljörðum króna og rekstrargjöld 14,1 milljarði. HB Grandi hagnaðist um 5,3 milljarða króna á gengi dagsins í dag, en félagið gerir upp í evrum. Fyrirtækið greiddi 2,7 milljarða í arð vegna síðasta árs. HB Grandi hefur einnig skilað uppgjöri vegna fyrri hluta ársins 2015 en hagnaðurinn ríflega tvöfaldast milli ára. Hagnaðurinn var 3,2 milljarðar á fyrri hluta þessa árs samanborið við 1,4 milljarða á fyrri hluta ársins 2014. Öll félögin gera erfiðar útflutningshorfur í uppsjávarafurðum að umtalsefni í uppgjöri sínu. Síldarvinnslan frestaði arðgreiðslum vegna innflutningsbanns Rússa en um 40 prósent uppsjávarafurða Síldarvinnslunnar hafa verið flutt til Rússlands. HB Grandi gerir ráð fyrir að tap fyrirtækisins vegna innflutningsbannsins verði 1,5 til 2 milljarðar króna. Samherji segist hafa flutt út afurðir fyrir á fimmta milljarð til Rússlands í fyrra. Þess utan sé ástandið fyrir uppsjávarafurðir í Úkraínu erfitt og útflutningur hafi dregist mikið saman. Þá hafi annað olíuútflutningsríki, Nígería, komið á innflutningsbanni vegna gjaldeyrisskorts. Fyrirtækin hyggja öll á eða hafa lagt í umtalsverðar fjárfestingar. Samherji hyggst kaupa sex ný fiskiskip sem kosta eiga nærri 25 milljarða. Þá hyggst HB Grandi láta smíða fjögur skip í Tyrklandi til viðbótar við togarann Venus sem kom til landsins í vor. Alls eiga skipin að kosta 14 milljarða króna. Síldarvinnslan lagði í tíu milljarða fjárfestingu í fyrra. Fyrirtækið keypti aflaheimildir frá Stálskipum í Hafnarfirði og hlutabréf í Gullbergi á Seyðisfirði. Auk þess keypti Síldarvinnslan nýtt uppsjávarveiðiskip frá Noregi og reisti þúsund fermetra hús sem lið í uppbyggingu í uppsjávarvinnslu félagsins. Tengdar fréttir Síldarvinnslan frestar arðgreiðslum vegna óvissu Ákvörðunin tekin á aðalfundi fyrirtækisins í dag. 19. ágúst 2015 15:37 Hagnaður Síldarvinnslunnar sex milljarðar á síðasta ári Fyrirtækið greiddi tæpan milljarð í veiðigjöld. 19. ágúst 2015 18:02 HB Grandi sér fram á tekjutap Á síðasta ári námu tekjur félagsins vegna viðskipta við Rússland um 36 milljónum evra. 13. ágúst 2015 13:49 Samherji hagnaðist um ellefu milljarða í fyrra Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir ærin verkefni framundan í markaðsvinnu vegna uppsjávarafurðum. 28. ágúst 2015 14:23 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Sjávarútvegur HB Grandi, Síldarvinnslan og Samherji, þrjú af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins, högnuðust samtals um 22 milljarða króna á síðasta ári. Hagnaður Samherja var mestur, eða rúmir 11 milljarðar króna, en um helmingur starfsemi Samherja er á erlendri grundu. Arðgreiðslur til hluthafa munu nema 1,4 milljörðum króna. Síldarvinnslan hagnaðist næstmest, eða um 6 milljarða króna, sem er aðeins meira en árið 2013 þegar hagnaður var 5,6 milljarðar. Rekstrartekjur fyrirtækisins námu 21,4 milljörðum króna og rekstrargjöld 14,1 milljarði. HB Grandi hagnaðist um 5,3 milljarða króna á gengi dagsins í dag, en félagið gerir upp í evrum. Fyrirtækið greiddi 2,7 milljarða í arð vegna síðasta árs. HB Grandi hefur einnig skilað uppgjöri vegna fyrri hluta ársins 2015 en hagnaðurinn ríflega tvöfaldast milli ára. Hagnaðurinn var 3,2 milljarðar á fyrri hluta þessa árs samanborið við 1,4 milljarða á fyrri hluta ársins 2014. Öll félögin gera erfiðar útflutningshorfur í uppsjávarafurðum að umtalsefni í uppgjöri sínu. Síldarvinnslan frestaði arðgreiðslum vegna innflutningsbanns Rússa en um 40 prósent uppsjávarafurða Síldarvinnslunnar hafa verið flutt til Rússlands. HB Grandi gerir ráð fyrir að tap fyrirtækisins vegna innflutningsbannsins verði 1,5 til 2 milljarðar króna. Samherji segist hafa flutt út afurðir fyrir á fimmta milljarð til Rússlands í fyrra. Þess utan sé ástandið fyrir uppsjávarafurðir í Úkraínu erfitt og útflutningur hafi dregist mikið saman. Þá hafi annað olíuútflutningsríki, Nígería, komið á innflutningsbanni vegna gjaldeyrisskorts. Fyrirtækin hyggja öll á eða hafa lagt í umtalsverðar fjárfestingar. Samherji hyggst kaupa sex ný fiskiskip sem kosta eiga nærri 25 milljarða. Þá hyggst HB Grandi láta smíða fjögur skip í Tyrklandi til viðbótar við togarann Venus sem kom til landsins í vor. Alls eiga skipin að kosta 14 milljarða króna. Síldarvinnslan lagði í tíu milljarða fjárfestingu í fyrra. Fyrirtækið keypti aflaheimildir frá Stálskipum í Hafnarfirði og hlutabréf í Gullbergi á Seyðisfirði. Auk þess keypti Síldarvinnslan nýtt uppsjávarveiðiskip frá Noregi og reisti þúsund fermetra hús sem lið í uppbyggingu í uppsjávarvinnslu félagsins.
Tengdar fréttir Síldarvinnslan frestar arðgreiðslum vegna óvissu Ákvörðunin tekin á aðalfundi fyrirtækisins í dag. 19. ágúst 2015 15:37 Hagnaður Síldarvinnslunnar sex milljarðar á síðasta ári Fyrirtækið greiddi tæpan milljarð í veiðigjöld. 19. ágúst 2015 18:02 HB Grandi sér fram á tekjutap Á síðasta ári námu tekjur félagsins vegna viðskipta við Rússland um 36 milljónum evra. 13. ágúst 2015 13:49 Samherji hagnaðist um ellefu milljarða í fyrra Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir ærin verkefni framundan í markaðsvinnu vegna uppsjávarafurðum. 28. ágúst 2015 14:23 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Síldarvinnslan frestar arðgreiðslum vegna óvissu Ákvörðunin tekin á aðalfundi fyrirtækisins í dag. 19. ágúst 2015 15:37
Hagnaður Síldarvinnslunnar sex milljarðar á síðasta ári Fyrirtækið greiddi tæpan milljarð í veiðigjöld. 19. ágúst 2015 18:02
HB Grandi sér fram á tekjutap Á síðasta ári námu tekjur félagsins vegna viðskipta við Rússland um 36 milljónum evra. 13. ágúst 2015 13:49
Samherji hagnaðist um ellefu milljarða í fyrra Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir ærin verkefni framundan í markaðsvinnu vegna uppsjávarafurðum. 28. ágúst 2015 14:23