Hálft tonn af farangri skilið eftir: „Það er enginn að leika sér að þessu“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. ágúst 2015 13:15 Flugvél Flugfélags Íslands á flugvellinum í Kulusuk í ágúst. Vísir/JHH Skilja þurfti eftir um 500 kg af farangri þegar flugvél Flugfélags Íslands hélt frá Nuuk á Grænlandi áleiðis til Íslands. Farþegar í vélinni voru afar ósáttir við ákvörðunina en fulltrúar flugfélagsins segja aðra möguleika ekki hafa verið í boði. Niðurstaðan sé alls ekki góð fyrir flugfélagið sem þurfi að taka á sig mikinn kostnað vegna vandamálsins. Hafdís Nína Hafsteinsdóttir í þjónustueftirliti Flugfélags Íslands útskýrir atburðarásina í samtali við Vísi. Flugvélin hafi farið seinna í loftið en stóð til á Íslandi vegna þoku á Grænlandi. Þá séu aðstæður í Nuuk erfiðar því bæði sé flugbrautin stutt og vindasamt. Því séu þyngdartakmörk svo að vélin geti komist í loftið. Allajafna komi svona vandamál þó ekki upp þar sem hægt sé að millilenda vélinni í Kulusuk á leiðinni til Íslands og taka bensín. Hins vegar hafi áhöfnin verið búin að vera svo lengi á vakt að hefði vélinni verið millilent hefði ekki verið hægt að halda för áfram til Íslands fyrr en í dag. „Ef áhöfnin hefði ekki verið svona lengi á vakt þá hefðum við millilent,“ segir Hafdís. Þannig hefði vélin getað tekið á loft í Nuuk með mun minna eldsneyti og farangurinn fengið að fara með. „Gríðarlegur kostnaður“ fyrir Flugfélag ÍslandsLangstærstur hluti farangursins eða 500 kg af 625 kg í heildina varð eftir á flugvellinum í Nuuk. Búið er að taka vél á leigu í dag til þess að sækja farangurinn. Hluti farþega eru Íslendingar en þar var einnig fólk annars staðar frá sem yfirgefur Ísland í dag. Starfsmenn flugfélagsins þurfa því að koma farangrinum áfram frá Íslandi og heim til fólksins.„Það er enginn að leika sér að þessu,“ segir Hafdís sem skilur vel gremju farþega. Þetta sé hins vegar dýrt spaug fyrir Flugfélag Íslands enda bæði kostnaður í að leiga nýja vél og að koma farangrinum til síns heima, sem getur verið svo til hvar sem er. Hver kostnaðurinn nákvæmlega er veit Hafdís ekki en hún fullyrðir að um „gríðarlegan kostnað“ sé að ræða. Að senda eina tösku upp í fjallaþorp á Ítalíu geti kostað á annað hundrað þúsund krónur. Aðspurð hversu reglulega vandamál sem þessi koma upp í flugum frá Grænlandi frá Íslandi segir Hafdís að þetta sé í annað skiptið í sumar. Fréttir af flugi Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Val Kilmer er látinn Lífið „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Skilja þurfti eftir um 500 kg af farangri þegar flugvél Flugfélags Íslands hélt frá Nuuk á Grænlandi áleiðis til Íslands. Farþegar í vélinni voru afar ósáttir við ákvörðunina en fulltrúar flugfélagsins segja aðra möguleika ekki hafa verið í boði. Niðurstaðan sé alls ekki góð fyrir flugfélagið sem þurfi að taka á sig mikinn kostnað vegna vandamálsins. Hafdís Nína Hafsteinsdóttir í þjónustueftirliti Flugfélags Íslands útskýrir atburðarásina í samtali við Vísi. Flugvélin hafi farið seinna í loftið en stóð til á Íslandi vegna þoku á Grænlandi. Þá séu aðstæður í Nuuk erfiðar því bæði sé flugbrautin stutt og vindasamt. Því séu þyngdartakmörk svo að vélin geti komist í loftið. Allajafna komi svona vandamál þó ekki upp þar sem hægt sé að millilenda vélinni í Kulusuk á leiðinni til Íslands og taka bensín. Hins vegar hafi áhöfnin verið búin að vera svo lengi á vakt að hefði vélinni verið millilent hefði ekki verið hægt að halda för áfram til Íslands fyrr en í dag. „Ef áhöfnin hefði ekki verið svona lengi á vakt þá hefðum við millilent,“ segir Hafdís. Þannig hefði vélin getað tekið á loft í Nuuk með mun minna eldsneyti og farangurinn fengið að fara með. „Gríðarlegur kostnaður“ fyrir Flugfélag ÍslandsLangstærstur hluti farangursins eða 500 kg af 625 kg í heildina varð eftir á flugvellinum í Nuuk. Búið er að taka vél á leigu í dag til þess að sækja farangurinn. Hluti farþega eru Íslendingar en þar var einnig fólk annars staðar frá sem yfirgefur Ísland í dag. Starfsmenn flugfélagsins þurfa því að koma farangrinum áfram frá Íslandi og heim til fólksins.„Það er enginn að leika sér að þessu,“ segir Hafdís sem skilur vel gremju farþega. Þetta sé hins vegar dýrt spaug fyrir Flugfélag Íslands enda bæði kostnaður í að leiga nýja vél og að koma farangrinum til síns heima, sem getur verið svo til hvar sem er. Hver kostnaðurinn nákvæmlega er veit Hafdís ekki en hún fullyrðir að um „gríðarlegan kostnað“ sé að ræða. Að senda eina tösku upp í fjallaþorp á Ítalíu geti kostað á annað hundrað þúsund krónur. Aðspurð hversu reglulega vandamál sem þessi koma upp í flugum frá Grænlandi frá Íslandi segir Hafdís að þetta sé í annað skiptið í sumar.
Fréttir af flugi Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Val Kilmer er látinn Lífið „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent