Rauður dagur austanhafs Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 25. ágúst 2015 09:00 Gærdagurinn var rauður víða um heim í gær. Hlutabréf hríðlækkuðu í verði og í Kína hefur Shanghai Composite-vísitalan ekki litið jafn illa út síðan árið 2007. Vísitalan hafði í lok viðskiptadags í Asíu lækkað um 8,5 prósent og fjölmiðlar ytra kölluðu daginn „The Great Fall of China“. Í kjölfar þessa áfalls í Kína lækkuðu markaðir í Evrópu að sama skapi. Mestu lækkanir frá árinu 2011 voru staðreynd fyrir fjárfesta á meginlandinu. Hið sama var uppi á teningnum í Bandaríkjunum en þær lækkanir gengu þó eitthvað til baka. Dagurinn í íslensku kauphöllinni var engin undantekning og við lokun markaða hér á landi hafði íslenska úrvalsvísitalan lækkað um 2,52 prósent. Hlutabréf í öllum skráðum félögum höfðu þá lækkað í verði í Kauphöllinni. Það er ekki nógu langt liðið frá bankahruninu 2008 til að venjulegu fólki verði ekki um og hafi áhyggjur af því hvað svona fréttir þýða. Viðmælendur Fréttablaðsins í dag, sérfræðingar í hlutabréfamörkuðum, eru sammála um að fara beri varlega í að draga of víðtækar ályktanir af svona dögum. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir að í samhengi íslenska markaðarins séu lækkanir dagsins ekki nema brot af þeim hækkunum sem hafa átt sér stað það sem af er ári. Hækkun á úrvalsvísitölunni á þessu ári, eftir gærdaginn, er um 19 prósent. Þrátt fyrir að um sé að ræða töluverða hreyfingu sé hún ekki nema brot af hækkuninni. Á alþjóðavísu eru áhyggjur manna meiri. Fylgst er grannt með stöðunni í Kína, en kínversk stjórnvöld hafa ítrekað gripið inn í hlutabréfamarkaðinn þar í landi undanfarið, meðal annars með því að banna stærstu hluthöfum að selja bréf sín þegar lækkun hefur verið hröð. Mótvægisaðgerðir stjórnvalda hafa þó ekki virkað sem skyldi. Þetta stærsta hagkerfi heims, sem og fjölmennasta ríki heims með 1,4 milljarða íbúa sem er um 20 prósent af íbúafjölda jarðar, hefur vaxið hratt síðustu tvo áratugina og hefur gríðarleg áhrif á önnur hagkerfi. Þeir sem stunda viðskipti við Kína eiga mikið undir því að þar haldist stöðugleiki og þá sér í lagi útflutningsfyrirtæki. Eins hröð niðursveifla og sást í gær er því uggvænleg svo ekki sé fastar að orði kveðið. Sérfræðingar eru sammála um að svartir dagar í kauphöllum séu algengir alls staðar í heiminum. Markaðir, eins og sá kínverski, sem hækka gríðarlega hratt og mikið, lækka alltaf á endanum og ná eðlilegu jafnvægi. Betra er að taka út minniháttar sársauka fyrr í ferlinu heldur en meiri síðar þegar bólan er útblásin og springur. Það fer ekkert hagkerfi á hliðina þó ávöxtun á hlutabréfamarkaði sé slök eitt árið, það er einfaldlega hluti af því að reka fjármálamarkaði. En það er ekki hægt að líta fram hjá því að gærdagurinn var svartur í Kína og hafði víðtæk áhrif. Það er engin leið að spá um hvernig fjárfestar munu haga sér í dag. Það er þó óvarlegt að draga of djúptækar ályktanir eftir daginn og engin ástæða til að líta á atburðarásina sem einhvers konar fyrirboða fjármögnunarkrísu líkt og 2008. Eitt er þó ljóst. Fólk ætti almennt ekki að taka þátt í hlutabréfabraski nema geta tapað þeim fjármunum sársaukalaust. Annað er fjárhættuspil. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Gærdagurinn var rauður víða um heim í gær. Hlutabréf hríðlækkuðu í verði og í Kína hefur Shanghai Composite-vísitalan ekki litið jafn illa út síðan árið 2007. Vísitalan hafði í lok viðskiptadags í Asíu lækkað um 8,5 prósent og fjölmiðlar ytra kölluðu daginn „The Great Fall of China“. Í kjölfar þessa áfalls í Kína lækkuðu markaðir í Evrópu að sama skapi. Mestu lækkanir frá árinu 2011 voru staðreynd fyrir fjárfesta á meginlandinu. Hið sama var uppi á teningnum í Bandaríkjunum en þær lækkanir gengu þó eitthvað til baka. Dagurinn í íslensku kauphöllinni var engin undantekning og við lokun markaða hér á landi hafði íslenska úrvalsvísitalan lækkað um 2,52 prósent. Hlutabréf í öllum skráðum félögum höfðu þá lækkað í verði í Kauphöllinni. Það er ekki nógu langt liðið frá bankahruninu 2008 til að venjulegu fólki verði ekki um og hafi áhyggjur af því hvað svona fréttir þýða. Viðmælendur Fréttablaðsins í dag, sérfræðingar í hlutabréfamörkuðum, eru sammála um að fara beri varlega í að draga of víðtækar ályktanir af svona dögum. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir að í samhengi íslenska markaðarins séu lækkanir dagsins ekki nema brot af þeim hækkunum sem hafa átt sér stað það sem af er ári. Hækkun á úrvalsvísitölunni á þessu ári, eftir gærdaginn, er um 19 prósent. Þrátt fyrir að um sé að ræða töluverða hreyfingu sé hún ekki nema brot af hækkuninni. Á alþjóðavísu eru áhyggjur manna meiri. Fylgst er grannt með stöðunni í Kína, en kínversk stjórnvöld hafa ítrekað gripið inn í hlutabréfamarkaðinn þar í landi undanfarið, meðal annars með því að banna stærstu hluthöfum að selja bréf sín þegar lækkun hefur verið hröð. Mótvægisaðgerðir stjórnvalda hafa þó ekki virkað sem skyldi. Þetta stærsta hagkerfi heims, sem og fjölmennasta ríki heims með 1,4 milljarða íbúa sem er um 20 prósent af íbúafjölda jarðar, hefur vaxið hratt síðustu tvo áratugina og hefur gríðarleg áhrif á önnur hagkerfi. Þeir sem stunda viðskipti við Kína eiga mikið undir því að þar haldist stöðugleiki og þá sér í lagi útflutningsfyrirtæki. Eins hröð niðursveifla og sást í gær er því uggvænleg svo ekki sé fastar að orði kveðið. Sérfræðingar eru sammála um að svartir dagar í kauphöllum séu algengir alls staðar í heiminum. Markaðir, eins og sá kínverski, sem hækka gríðarlega hratt og mikið, lækka alltaf á endanum og ná eðlilegu jafnvægi. Betra er að taka út minniháttar sársauka fyrr í ferlinu heldur en meiri síðar þegar bólan er útblásin og springur. Það fer ekkert hagkerfi á hliðina þó ávöxtun á hlutabréfamarkaði sé slök eitt árið, það er einfaldlega hluti af því að reka fjármálamarkaði. En það er ekki hægt að líta fram hjá því að gærdagurinn var svartur í Kína og hafði víðtæk áhrif. Það er engin leið að spá um hvernig fjárfestar munu haga sér í dag. Það er þó óvarlegt að draga of djúptækar ályktanir eftir daginn og engin ástæða til að líta á atburðarásina sem einhvers konar fyrirboða fjármögnunarkrísu líkt og 2008. Eitt er þó ljóst. Fólk ætti almennt ekki að taka þátt í hlutabréfabraski nema geta tapað þeim fjármunum sársaukalaust. Annað er fjárhættuspil.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun