Volkswagen Tiguan Coupé R Finnur Thorlacius skrifar 24. ágúst 2015 10:09 Volkswagen Tiguan Coupé R. Volkswagen hefur framleitt Tiguan jepplinginn frá árinu 2009 en hingað til hefur hann aðeins verið framleiddur í einni gerð og ekki með aflmiklum vélum. Nú hefur Volkswagen ákveðið að framleiða bílinn í Coupé útfærslu og með öflugri 300 hestafla vél. Er það sama vélin og finna má í Volkswagen Golf R bílnum, 2,0 lítra forþjöppuvél. Þessum bíl verður att gegn Mercedes Benz GLA45 AMG, Audi RS Q3 og komandi BMW X2 M og Range Rover Evoque SVR. Tiguan Coupé R á að verða jafn snöggur og Golf R og taka sprettin í 100 á 5,1 sekúndu. Bíllinn verður lægri á vegi en hefðbundinn Tiguan og með gerbreyttri fjöðrun. Bíllinn á að koma á markað árið 2017. Á sama tíma kemur ný kynslóð Tiguan með aflminni vélum, en einnig Plug-In-Hybrid útgáfa hans sem fær stafina GTE í endann líkt og nýtilkominn Golf GTE. Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent
Volkswagen hefur framleitt Tiguan jepplinginn frá árinu 2009 en hingað til hefur hann aðeins verið framleiddur í einni gerð og ekki með aflmiklum vélum. Nú hefur Volkswagen ákveðið að framleiða bílinn í Coupé útfærslu og með öflugri 300 hestafla vél. Er það sama vélin og finna má í Volkswagen Golf R bílnum, 2,0 lítra forþjöppuvél. Þessum bíl verður att gegn Mercedes Benz GLA45 AMG, Audi RS Q3 og komandi BMW X2 M og Range Rover Evoque SVR. Tiguan Coupé R á að verða jafn snöggur og Golf R og taka sprettin í 100 á 5,1 sekúndu. Bíllinn verður lægri á vegi en hefðbundinn Tiguan og með gerbreyttri fjöðrun. Bíllinn á að koma á markað árið 2017. Á sama tíma kemur ný kynslóð Tiguan með aflminni vélum, en einnig Plug-In-Hybrid útgáfa hans sem fær stafina GTE í endann líkt og nýtilkominn Golf GTE.
Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent