Íbúar Skuggahverfisins þreyttir á ferðamannaleigu í fjölbýlishúsum Þórhildur Þorkelsdóttir. skrifar 23. ágúst 2015 20:00 Íbúar í fjölbýlishúsum í Skuggahverfinu hafa fengið sig fullsadda af því að íbúðir í húsunum séu leigðar út til ferðamanna. Meirihluti íbúa í húsfélaginu Skugga einum ætla að kæra þá sem leigja íbúðirnar út. Húsfélagið Skuggi 1 samanstendur af sex fjölbýlishúsum í Skuggahverfinu. Til stendur að kæra eigendur þriggja íbúða í húsunum sem hafa ekki haft fasta búsetu í íbúðunum heldur einungis notað þær í útleigu til ferðamanna. Fréttastofa ræddi í dag við nokkra íbúa hússins og voru þeir sammála um að töluvert ónæði væri af útleigunni. Einn íbúi sagðist til að mynda hafa flúið út á land yfir menningarnótt vegna mikils umgangs, en íbúinn býr á milli tveggja íbúða sem leigðar eru út. Guðjón Jónasson býr í einu húsanna og segist ánægður með að húsfélagið ætli að kanna rétt íbúanna í málinu. „Fólk er ekkert sérstaklega ánægt að vakna upp um miðjar nætur þegar ferðamenn koma úr flugi og eru að reyna að opna hurðina hjá þér. Það er nefnilega þannig að það eru ekki allir eigendur þessa íbúða sem eru að hafa fyrir því að innrita fólkið. Þessi mál eru í miklum ólestri að mínu viti. Það eru margir íbúar í miðbænum sem eru orðnir pínkulítið þreyttir á þessu,“ segir Guðjón. Í lögum um fjöleignarhús segir að breytingar á hagnýtingu séreignar sem hafa í för með sér verulega meira ónæði, röskun eða óþægindi fyrir aðra eigendur eða afnotahafa en áður var séu háðar samþykki allra eigenda hússins. „Þú mátt ekki fá þér hund öðruvísi en að fá meirihluta samþykki íbúa. Þegar það er farið að leigja íbúðir út í skammtímaleigu er það náttúrlega breyting á nýtingu. Mér finnst eðlilegt í það minnsta að meirihluti íbúa verði að vera samþykkur svona og menn þurfi að fá leyfi,“ segir Guðjón. „Auðvitað er gaman að búa í lifandi borg en við þurfum líka að taka tillit til þeirra sem bæði þreyja hér þorran og góuna,“ segir hann. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Íbúar í fjölbýlishúsum í Skuggahverfinu hafa fengið sig fullsadda af því að íbúðir í húsunum séu leigðar út til ferðamanna. Meirihluti íbúa í húsfélaginu Skugga einum ætla að kæra þá sem leigja íbúðirnar út. Húsfélagið Skuggi 1 samanstendur af sex fjölbýlishúsum í Skuggahverfinu. Til stendur að kæra eigendur þriggja íbúða í húsunum sem hafa ekki haft fasta búsetu í íbúðunum heldur einungis notað þær í útleigu til ferðamanna. Fréttastofa ræddi í dag við nokkra íbúa hússins og voru þeir sammála um að töluvert ónæði væri af útleigunni. Einn íbúi sagðist til að mynda hafa flúið út á land yfir menningarnótt vegna mikils umgangs, en íbúinn býr á milli tveggja íbúða sem leigðar eru út. Guðjón Jónasson býr í einu húsanna og segist ánægður með að húsfélagið ætli að kanna rétt íbúanna í málinu. „Fólk er ekkert sérstaklega ánægt að vakna upp um miðjar nætur þegar ferðamenn koma úr flugi og eru að reyna að opna hurðina hjá þér. Það er nefnilega þannig að það eru ekki allir eigendur þessa íbúða sem eru að hafa fyrir því að innrita fólkið. Þessi mál eru í miklum ólestri að mínu viti. Það eru margir íbúar í miðbænum sem eru orðnir pínkulítið þreyttir á þessu,“ segir Guðjón. Í lögum um fjöleignarhús segir að breytingar á hagnýtingu séreignar sem hafa í för með sér verulega meira ónæði, röskun eða óþægindi fyrir aðra eigendur eða afnotahafa en áður var séu háðar samþykki allra eigenda hússins. „Þú mátt ekki fá þér hund öðruvísi en að fá meirihluta samþykki íbúa. Þegar það er farið að leigja íbúðir út í skammtímaleigu er það náttúrlega breyting á nýtingu. Mér finnst eðlilegt í það minnsta að meirihluti íbúa verði að vera samþykkur svona og menn þurfi að fá leyfi,“ segir Guðjón. „Auðvitað er gaman að búa í lifandi borg en við þurfum líka að taka tillit til þeirra sem bæði þreyja hér þorran og góuna,“ segir hann.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira