Räikkonen áfram hjá Ferrari Finnur Thorlacius skrifar 21. ágúst 2015 10:08 Kimi Räikkonen á sigurstundu. Ferrari kom flestum á óvart í gær með tilkynningu þess efnis að Kimi Räikkonen myndi áfram aka fyrir Ferrari liðið í Formúlu 1 á næsta keppnistímabili. Flestir áttu von á því að Ferrari myndi lokka Valtteri Bottas til sín og að Kimi Räikkonen myndi hætta alfarið keppni í Formúlu 1. Kimi Räikkonen vann Formúlu 1 keppnina árið 2007 en þótti ekki aka vel fyrir Ferrari á yfirstandandi tímabili. Hinn ökumaður Ferrari á næsta tímabili verður Sebastian Vettel og kemur það engum á óvart, enda stóð hann sig betur en Räikkonen og er sem stendur í þriðja sæti ökumanna á eftir tveimur ökumönnum Mercedes Benz liðsins. Räkkonen hefur ekki unnið einn einasta kappakstur í Formúlu 1 á þessu tímabili, en Vettel hefur unnið tvær keppnir. Ferrari menn segja hinsvegar að samstarf Räkkonen og Vettel sé mjög gott að með endurráðningu hans komist á aukinn stöðugleiki í þeirra röðum. Samkvæmt fréttum frá BBCSport hefur Williams liðið hug á því að fá Valtteri Bottas til liðs við sig fyrir næsta tímabil. Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent
Ferrari kom flestum á óvart í gær með tilkynningu þess efnis að Kimi Räikkonen myndi áfram aka fyrir Ferrari liðið í Formúlu 1 á næsta keppnistímabili. Flestir áttu von á því að Ferrari myndi lokka Valtteri Bottas til sín og að Kimi Räikkonen myndi hætta alfarið keppni í Formúlu 1. Kimi Räikkonen vann Formúlu 1 keppnina árið 2007 en þótti ekki aka vel fyrir Ferrari á yfirstandandi tímabili. Hinn ökumaður Ferrari á næsta tímabili verður Sebastian Vettel og kemur það engum á óvart, enda stóð hann sig betur en Räikkonen og er sem stendur í þriðja sæti ökumanna á eftir tveimur ökumönnum Mercedes Benz liðsins. Räkkonen hefur ekki unnið einn einasta kappakstur í Formúlu 1 á þessu tímabili, en Vettel hefur unnið tvær keppnir. Ferrari menn segja hinsvegar að samstarf Räkkonen og Vettel sé mjög gott að með endurráðningu hans komist á aukinn stöðugleiki í þeirra röðum. Samkvæmt fréttum frá BBCSport hefur Williams liðið hug á því að fá Valtteri Bottas til liðs við sig fyrir næsta tímabil.
Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent