Langar raðir og yfirfullar ruslatunnur í Leifsstöð Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. ágúst 2015 23:24 Á myndinni sést glögglega hversu langt röðin nær, niður stigann og á fyrstu hæð byggingarinnar, sem og yfirfullar ruslatunnurnar. Mynd/Hafliði Breiðfjörð Ófögur sjón blasti við mörgum ferðalöngum sem áttu leið um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í morgun. Á efri hæð byggingarinnar mátti víða sjá yfirfullar ruslafötur og á tímabili náði röðin í gegnumlýsingartækin allt niður í innritunarsal flugstöðvarinnar. Þrátt fyrir það gekk dagurinn að mestu stórslysalaust fyrir sig ef marka má Guðna Sigurðsson, upplýsingafulltrúa Isavia – sérstaklega ef litið er til þess að um 2600 manns fóru um gegnumlýsingartækin á einni klukkustund þegar mest var. Því hafi ferðalangar, þrátt fyrir þennan mikla fjölda í flugstöðinni, ekki þurft að „bíða nema hálftíma“ þegar örtröðin var hvað mest. Hún hafi þó bitnað töluvert á aðgengi ræstitækna sem ekki gátu tæmt ruslatunnurnar á efri hæðinni og því hafi ruslið tekið að hrúgast upp eins og myndin hér að ofan ber með sér. Það hafi þó einungis verið um stundarsakir meðan greitt var úr mestu ferðamannaflækjunni fyrir hádegi. Guðni segir að alla jafna séu sunnudagar stærstu dagarnir í flugstöðinni. Þá sé fólk ýmist að koma heim úr helgarferðum eða ferðamenn aftur að halda til síns heima úr slíkum ferðum. Þá er ferðamannstraumurinn hvað mestur í júlí og ágúst og hafa síðustu sunnudagar verið álíkar fjölmennir í flugstöðinni. Það er því eflaust ekki úr vegi að leggja leið sína snemma í Leifsstöð vilji ferðamenn sleppa við mestu tafirnar. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Ófögur sjón blasti við mörgum ferðalöngum sem áttu leið um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í morgun. Á efri hæð byggingarinnar mátti víða sjá yfirfullar ruslafötur og á tímabili náði röðin í gegnumlýsingartækin allt niður í innritunarsal flugstöðvarinnar. Þrátt fyrir það gekk dagurinn að mestu stórslysalaust fyrir sig ef marka má Guðna Sigurðsson, upplýsingafulltrúa Isavia – sérstaklega ef litið er til þess að um 2600 manns fóru um gegnumlýsingartækin á einni klukkustund þegar mest var. Því hafi ferðalangar, þrátt fyrir þennan mikla fjölda í flugstöðinni, ekki þurft að „bíða nema hálftíma“ þegar örtröðin var hvað mest. Hún hafi þó bitnað töluvert á aðgengi ræstitækna sem ekki gátu tæmt ruslatunnurnar á efri hæðinni og því hafi ruslið tekið að hrúgast upp eins og myndin hér að ofan ber með sér. Það hafi þó einungis verið um stundarsakir meðan greitt var úr mestu ferðamannaflækjunni fyrir hádegi. Guðni segir að alla jafna séu sunnudagar stærstu dagarnir í flugstöðinni. Þá sé fólk ýmist að koma heim úr helgarferðum eða ferðamenn aftur að halda til síns heima úr slíkum ferðum. Þá er ferðamannstraumurinn hvað mestur í júlí og ágúst og hafa síðustu sunnudagar verið álíkar fjölmennir í flugstöðinni. Það er því eflaust ekki úr vegi að leggja leið sína snemma í Leifsstöð vilji ferðamenn sleppa við mestu tafirnar.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira