Ferðaþjónustan tapar milljarði á seinagangi Sveinn Arnarsson skrifar 9. september 2015 07:00 Erfiðlega hefur gengið að hefja framkvæmdir við ferðamannastaði. vísir/gva Ekki er gert ráð fyrir þeim milljarði í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða í fjárlögum næsta árs, líkt og Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, hefur ítrekað talað um að vanti í málaflokkinn til uppbyggingar ferðamannastaða og til verndar viðkvæmri náttúru Íslands. Ástæðan er seinagangur framkvæmdaaðila. Í fjárlögum ríkisstjórnarinnar, sem kynnt voru í gær, er áformað að veita 149 milljónir króna á næsta ári til uppbyggingar ferðamannastaða. Ástæður þess að ekki er veitt meira fé til málaflokksins nú er að ekki hefur gengið að útdeila því fé sem sjóðurinn fékk og átti að nýtast í sumar til uppbyggingar. Samkvæmt atvinnuvegaráðuneytinu er umtalsvert fé, um 1,2 milljarðar króna, óhreyft í sjóðnum. Ekki hafi verið ráðstafað í þau verkefni sem úthlutað hafði verið til. Ástæður þessa samkvæmt ráðuneytinu eru seinagangur framkvæmdaaðila og tafir við undirbúning. Þetta staðfestir Albína Thordarson, formaður Framkvæmdasjóðs ferðmannastaða.Grímur Sæmundsen, Formaður SAFGrímur Sæmundsen, formaður SAF, segir þetta vera hárrétt hjá ráðherra og að greiningarvinna hafi farið fram um hvar skórinn kreppir. Nú þurfi allir að leggjast á eitt um að ryðja hindrunum úr vegi uppbyggingar ferðamannastaða. „Ég tek undir yfirlýsingu ráðherra og lýsi yfir áhyggjum af að það séu aðrir þættir en fjárskortur sem hamla uppbyggingu ferðamannastaða á Íslandi,“ segir Grímur. „Á meðan gjalda allir fyrir og við erum í kapphlaupi við tímann. Vöxturinn hefur verið það mikill að við þurfum að sameinast um að leysa málið í stað þess að leita að sökudólgum.“ Ragnheiður Elín Árnadóttir sagði í Fréttablaðinu 30. apríl síðastliðinn fjögur ráðuneyti hafa hafið vinnu að áætlun um fjármögnun ferðamannastaða. Milljarð þyrfti árlega á næstu árum og yrði uppbyggingin fjármögnuð á fjárlögum. „Og hún verður tryggð, við munum axla okkar ábyrgð,“ sagði ráðherrann. Fjárlagafrumvarp 2016 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Ekki er gert ráð fyrir þeim milljarði í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða í fjárlögum næsta árs, líkt og Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, hefur ítrekað talað um að vanti í málaflokkinn til uppbyggingar ferðamannastaða og til verndar viðkvæmri náttúru Íslands. Ástæðan er seinagangur framkvæmdaaðila. Í fjárlögum ríkisstjórnarinnar, sem kynnt voru í gær, er áformað að veita 149 milljónir króna á næsta ári til uppbyggingar ferðamannastaða. Ástæður þess að ekki er veitt meira fé til málaflokksins nú er að ekki hefur gengið að útdeila því fé sem sjóðurinn fékk og átti að nýtast í sumar til uppbyggingar. Samkvæmt atvinnuvegaráðuneytinu er umtalsvert fé, um 1,2 milljarðar króna, óhreyft í sjóðnum. Ekki hafi verið ráðstafað í þau verkefni sem úthlutað hafði verið til. Ástæður þessa samkvæmt ráðuneytinu eru seinagangur framkvæmdaaðila og tafir við undirbúning. Þetta staðfestir Albína Thordarson, formaður Framkvæmdasjóðs ferðmannastaða.Grímur Sæmundsen, Formaður SAFGrímur Sæmundsen, formaður SAF, segir þetta vera hárrétt hjá ráðherra og að greiningarvinna hafi farið fram um hvar skórinn kreppir. Nú þurfi allir að leggjast á eitt um að ryðja hindrunum úr vegi uppbyggingar ferðamannastaða. „Ég tek undir yfirlýsingu ráðherra og lýsi yfir áhyggjum af að það séu aðrir þættir en fjárskortur sem hamla uppbyggingu ferðamannastaða á Íslandi,“ segir Grímur. „Á meðan gjalda allir fyrir og við erum í kapphlaupi við tímann. Vöxturinn hefur verið það mikill að við þurfum að sameinast um að leysa málið í stað þess að leita að sökudólgum.“ Ragnheiður Elín Árnadóttir sagði í Fréttablaðinu 30. apríl síðastliðinn fjögur ráðuneyti hafa hafið vinnu að áætlun um fjármögnun ferðamannastaða. Milljarð þyrfti árlega á næstu árum og yrði uppbyggingin fjármögnuð á fjárlögum. „Og hún verður tryggð, við munum axla okkar ábyrgð,“ sagði ráðherrann.
Fjárlagafrumvarp 2016 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira