Í nýjum fjárlögum, lið 212, í kafla sem heitir Fjárlagaliðir æðstu stjórnar ríkisins, er gert ráð fyrir því að fjórar milljónir renni til 100 afmælis kosningaréttar kvenna.
Um það var deilt á sínum tíma hvort afmælið væri raunverulega í ár eða á næsta ári, auk þess sem forsendur þess voru gagnrýndar fyrir „söguförðun“, en afmælið var engu að síður haldið. Því virðist sem þarna sé verið að veita fé í veislu sem þegar hefur verið haldin.
Jafngildir þetta þá 56 milljóna króna lækkun að raungildi frá fjárlögum yfirstandandi árs, en ekki 60, eins og vænta mátti. Má spyrja hvort framlengja eigi veisluna?
Í skýringum kemur fram að óskað hafi verið þessu fjögurra milljóna króna framlagi vegna þessa liðar og þá í fimm ár til að kosta söguritun sem tengist réttindamálum kvenna.
Tuttugu milljónir í afmæli sem er búið

Tengdar fréttir

Tekjuskattur einstaklinga lækkar
Skattþrepum mun fækka úr þremur í tvö á næsta ári.

Framlag til HÍ hækkar um milljarð milli ára
Framlag til HR hækkar um rúmar 220 milljónir milli ára.

Á þriðja milljarð í húsnæðismál
Frítekjumark af leigutekjum íbúðahúsnæðis fer úr 30 prósentum í 50 prósent.

Framlög til Þjóðleikhússins og Sinfó hækka
Hækkanirnar eru ætlaðar að styrkja rekstur leikhússins og sveitarinnar.