Forsætisráðherra Finnlands býður flóttamönnum einkaheimili sitt Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 5. september 2015 22:00 Forsætisráðherra Finnlands. visir/epa Juha Sipila, forsætisráðherra Finnlands hefur boðið flóttamönnum einkaheimili sitt í Norður-Finnlandi vegna mikils straums flóttamanna til Austur-Evrópu yfir land og sjó. Sipila tilkynnti fjölmiðlum að heimili hans í Kempele, staðsett 500 kílómetra norður af Helsinki, myndi verið notað til að taka við flóttamönnum í árslok. „Við ættum að líta í spegil og spyrja okkur sjálf hvernig við getum hjálpað ... Húsið mitt er ekki mikið notað í augnablikinu. Fjölskylda mín býr í Sipoo og heimili forsætisráðherra er staðsett í Kesaranta,“ sagði Sipila blaðamanni fjölmiðlafyrirtækisins YLE. Forsætisráðherrann hvatti einnig aðra borgarbúa, kirkjur og góðgerðarsamtök í landinu til þess að opna aðstöður sínar fyrir flóttamönnum. Nýlega hafa þúsundir Íslendinga boðið flóttamönnum að koma inná heimili sín í gegnum síðu á Facebook eftir að ríkisstjórnin tilkynnti að þeir myndu aðeins taka á móti fimmtíu kvótaflóttamönnum. Maija Karjalainen, ritari alþjóðlegra mála fyrir hægri sinnaða Finna, sagði að aðgerð forsætisráðherrans væri jákvæð en að fáir Finnar myndu fylgja í hans fótspor.Flóttamenn streyma til Evrópuvisir/epaFinnar tvöfaldað flóttamannakvótann „En við skulum ekki gleyma því að forsætisráðherrann er í einstakri aðstöðu, að eiga hús tiltækt til þessa,“ sagði hún fréttamiðlinum Al Jazeera. „Ekki allir Finnar eru með plássið, peninginn eða rýmið til að gera það sama.“ Aftur á móti segir Timo Tuomaala, 39 ára gamall nemandi sem er hættur störfum vegna veikinda, að aðgerð forsætisráðherrans sé „fáránleg“ og „að hann sé að reyna að færa athyglina frá öðrum vandamálum.“ „Hérna í Finnlandi erum við með mörg vandamál. Til dæmis hjá fólki sem er komið á eftirlaun eða aðrir sem eru fátækir og finnska ríkisstjórnin heldur áfram að skera niður hjá þessum hópum. Aðgerð hans er ekki einlæg,“ sagði Tuomaala fréttamiðlinum Al Jazeera. Tuomaala var sammála að flóttamenn ættu að fá hjálp, en sagði að Finnar væru almennt tortryggnir um önnur þjóðerni.Flóttafólk hópast að lest á aðalbrautarstöðinni í Búdapest. Einhverjir meiddust í troðningnum.NordicPhotos/AFP„Finnar hafa alltaf verið smá hræddir í kringum hluti sem þeir þekkja ekki almennilega. Einnig hefur verið vaxandi tala glæpa framin af hópum af innflytjendum uppá síðkastið. Og Finnska dómkerfið gefur almennt stutta dóma, bæði til Finna og innflytjenda.“ Finnska ríkisstjórnin tvöfaldaði áætlun sína um móttöku flóttamann frá 15.000 upp í 30.000 síðastliðinn föstudag.Skortur á samstöðuÍ ummælum hans á laugardaginn sagði Sipila að hann vonaði að aðgerð hans muni veita öðrum innblástur til þess að gera það sama og deila hluta af byrðinni varðandi hýsingu flóttamanna. Hann talaði einnig um skort á samstöðu í Evrópusambandinu yfir flóttamannavandanum. „Finnland ætti að gera hvað sem er mögulegt innan Evrópusambandsins til þess að hjálpa innflytjendum sem koma til Evrópu,“ segir Karjalainen. „Hinsvegar, 30.000 er brjáluð tala fyrir hýsingu á flóttamönnum á meðan Finnland er að takast á við sín eigin efnahagsvandamál.“ Heini Kuusela, 36 ára gömul blaðakona frá Heinola, sagði að Finnland sé stórt land í stærð og gæti tekið á móti fleiri flóttamönnum en það hefur verið að gera. „Það eru smáir bæir í Finnlandi að loka skólum vegna þess að það eru ekki nógu mörg börn að mæta. Það er pláss ef það er vilji,“ sagði hún. Flóttamenn Tengdar fréttir Fögnuðu flóttamönnunum með lófataki - Myndband Fyrsti hópur flóttamannanna sem gengu af stað frá Ungverjalandi eru komin til Þýskalands. 5. september 2015 16:23 Viðburðinum "Kæra Eygló“ lokið: „Miðjarðarhafið er ekki kastalasíki fyrir aðra til að drukkna í“ „Við hefðum getað bjargað fólki frá því að fara á ofhlöðnum tuðrum yfir hafið, en við erum kannski of hrædd og sjálfhverf,“ skrifar Bryndís Björgvinsdóttir. 4. september 2015 22:34 Vilja bindandi kvóta fyrir flóttamenn Forseti leiðtogaráðs ESB hvetur Evrópuríki til að taka við 100.000 flóttamönnum. Viktor Orban, forseti Ungverjalands, segir flóttamannavandann vera vanda Þýskalands. Erdogan, forseti Tyrklands, segir að flóttamannavandinn sé á ábyrgð ves 4. september 2015 07:00 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Sjá meira
Juha Sipila, forsætisráðherra Finnlands hefur boðið flóttamönnum einkaheimili sitt í Norður-Finnlandi vegna mikils straums flóttamanna til Austur-Evrópu yfir land og sjó. Sipila tilkynnti fjölmiðlum að heimili hans í Kempele, staðsett 500 kílómetra norður af Helsinki, myndi verið notað til að taka við flóttamönnum í árslok. „Við ættum að líta í spegil og spyrja okkur sjálf hvernig við getum hjálpað ... Húsið mitt er ekki mikið notað í augnablikinu. Fjölskylda mín býr í Sipoo og heimili forsætisráðherra er staðsett í Kesaranta,“ sagði Sipila blaðamanni fjölmiðlafyrirtækisins YLE. Forsætisráðherrann hvatti einnig aðra borgarbúa, kirkjur og góðgerðarsamtök í landinu til þess að opna aðstöður sínar fyrir flóttamönnum. Nýlega hafa þúsundir Íslendinga boðið flóttamönnum að koma inná heimili sín í gegnum síðu á Facebook eftir að ríkisstjórnin tilkynnti að þeir myndu aðeins taka á móti fimmtíu kvótaflóttamönnum. Maija Karjalainen, ritari alþjóðlegra mála fyrir hægri sinnaða Finna, sagði að aðgerð forsætisráðherrans væri jákvæð en að fáir Finnar myndu fylgja í hans fótspor.Flóttamenn streyma til Evrópuvisir/epaFinnar tvöfaldað flóttamannakvótann „En við skulum ekki gleyma því að forsætisráðherrann er í einstakri aðstöðu, að eiga hús tiltækt til þessa,“ sagði hún fréttamiðlinum Al Jazeera. „Ekki allir Finnar eru með plássið, peninginn eða rýmið til að gera það sama.“ Aftur á móti segir Timo Tuomaala, 39 ára gamall nemandi sem er hættur störfum vegna veikinda, að aðgerð forsætisráðherrans sé „fáránleg“ og „að hann sé að reyna að færa athyglina frá öðrum vandamálum.“ „Hérna í Finnlandi erum við með mörg vandamál. Til dæmis hjá fólki sem er komið á eftirlaun eða aðrir sem eru fátækir og finnska ríkisstjórnin heldur áfram að skera niður hjá þessum hópum. Aðgerð hans er ekki einlæg,“ sagði Tuomaala fréttamiðlinum Al Jazeera. Tuomaala var sammála að flóttamenn ættu að fá hjálp, en sagði að Finnar væru almennt tortryggnir um önnur þjóðerni.Flóttafólk hópast að lest á aðalbrautarstöðinni í Búdapest. Einhverjir meiddust í troðningnum.NordicPhotos/AFP„Finnar hafa alltaf verið smá hræddir í kringum hluti sem þeir þekkja ekki almennilega. Einnig hefur verið vaxandi tala glæpa framin af hópum af innflytjendum uppá síðkastið. Og Finnska dómkerfið gefur almennt stutta dóma, bæði til Finna og innflytjenda.“ Finnska ríkisstjórnin tvöfaldaði áætlun sína um móttöku flóttamann frá 15.000 upp í 30.000 síðastliðinn föstudag.Skortur á samstöðuÍ ummælum hans á laugardaginn sagði Sipila að hann vonaði að aðgerð hans muni veita öðrum innblástur til þess að gera það sama og deila hluta af byrðinni varðandi hýsingu flóttamanna. Hann talaði einnig um skort á samstöðu í Evrópusambandinu yfir flóttamannavandanum. „Finnland ætti að gera hvað sem er mögulegt innan Evrópusambandsins til þess að hjálpa innflytjendum sem koma til Evrópu,“ segir Karjalainen. „Hinsvegar, 30.000 er brjáluð tala fyrir hýsingu á flóttamönnum á meðan Finnland er að takast á við sín eigin efnahagsvandamál.“ Heini Kuusela, 36 ára gömul blaðakona frá Heinola, sagði að Finnland sé stórt land í stærð og gæti tekið á móti fleiri flóttamönnum en það hefur verið að gera. „Það eru smáir bæir í Finnlandi að loka skólum vegna þess að það eru ekki nógu mörg börn að mæta. Það er pláss ef það er vilji,“ sagði hún.
Flóttamenn Tengdar fréttir Fögnuðu flóttamönnunum með lófataki - Myndband Fyrsti hópur flóttamannanna sem gengu af stað frá Ungverjalandi eru komin til Þýskalands. 5. september 2015 16:23 Viðburðinum "Kæra Eygló“ lokið: „Miðjarðarhafið er ekki kastalasíki fyrir aðra til að drukkna í“ „Við hefðum getað bjargað fólki frá því að fara á ofhlöðnum tuðrum yfir hafið, en við erum kannski of hrædd og sjálfhverf,“ skrifar Bryndís Björgvinsdóttir. 4. september 2015 22:34 Vilja bindandi kvóta fyrir flóttamenn Forseti leiðtogaráðs ESB hvetur Evrópuríki til að taka við 100.000 flóttamönnum. Viktor Orban, forseti Ungverjalands, segir flóttamannavandann vera vanda Þýskalands. Erdogan, forseti Tyrklands, segir að flóttamannavandinn sé á ábyrgð ves 4. september 2015 07:00 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Sjá meira
Fögnuðu flóttamönnunum með lófataki - Myndband Fyrsti hópur flóttamannanna sem gengu af stað frá Ungverjalandi eru komin til Þýskalands. 5. september 2015 16:23
Viðburðinum "Kæra Eygló“ lokið: „Miðjarðarhafið er ekki kastalasíki fyrir aðra til að drukkna í“ „Við hefðum getað bjargað fólki frá því að fara á ofhlöðnum tuðrum yfir hafið, en við erum kannski of hrædd og sjálfhverf,“ skrifar Bryndís Björgvinsdóttir. 4. september 2015 22:34
Vilja bindandi kvóta fyrir flóttamenn Forseti leiðtogaráðs ESB hvetur Evrópuríki til að taka við 100.000 flóttamönnum. Viktor Orban, forseti Ungverjalands, segir flóttamannavandann vera vanda Þýskalands. Erdogan, forseti Tyrklands, segir að flóttamannavandinn sé á ábyrgð ves 4. september 2015 07:00