Ég fann strax Brassann í mér í bossanóva Magnús Guðmundsson skrifar 5. september 2015 10:30 Óskar Guðjónsson og Ife Tolentino verða í dillandi stuði í Mengi í kvöld. Visir/GVA Þetta gerist nú allt út af því að við flytjum til Lundúna 1999 þar sem konan mín fór í nám og ég ákvað að fara í svona óformlegt nám með því að leita uppi Brasilíumann til þess að læra og spila þessa músík. Þannig að ég fór að grennslast fyrir um hver spilaði þessa tónlist, sérstaklega þessar bossanóvur, af því að ég hafði verið að bralla svona eitthvað við þetta hérna heima. Þessi tónlist hefur alltaf togað í mig. Það var náttúrulega þessi fræga plata Getz/Gilberto sem gerði allt gjörsamlega vitlaust á sínum tíma. En það bara er eitthvað í þessari brasilísku tónlist sem maður finnur ekki annars staðar, einhver léttleiki sem er samt svo fínn og innilegur. Það er svo auðvelt að misskilja þetta og líta á þetta sem eitthvert lyftuelement en það er eitthvað alveg rosalega djúpt þarna oní ef maður fer að kafa í þetta. Það er þetta sambland sem ég hef svo mikinn áhuga á; eitthvað sem er svo djúpt en svífur jafnframt svo létt og leikandi.“ Í London hafði Óskar uppi á Ife og fleiri tónlistarmönnum og var boðið að koma á óformlega tónleika sem þeir voru með á brasilískum veitingastað og fékk að sitja inn eins og það er kallað, var sem sagt boðið að koma upp á svið og djamma. Það gekk svo ótrúlega að þetta bara rann saman strax.“ Tónlistarmönnunum ber klárlega saman um þetta því Ife segir að það hafi verið eins og þeir hefðu spilað saman í mörg ár. „Hann vissi allt um grúvið og sálina í brasilískri tónlist en þó þannig að hann bætti einhverju mjög sérstöku við hana. Tveimur árum síðar var ég á Íslandi að spila með Óskari og fleiri íslenskum tónlistarmönnum. Tilfinningin varð ennþá sterkari. Ég hafði fundið nýja leið til að spila tónlistina sem ég elska.“ Óskar bendir á að ástæðan fyrir því að þetta passaði svona vel saman hjá þeim hafi einfaldlega verið að þetta hafi verið það sem hann var að leita að. „Brassinn í mér kom ekki fram á fótboltavellinum en hann brýst út þarna. En í dag er auðvitað það allra flottasta að vera Íslendingur á fótboltavellinum,“ segir Óskar og hlær og bætir við að á tónleikunum í Mengi í kvöld ætli þeir að spila sambland af þessum klassísku brasilísku lögum en samt ekki þau dæmigerðu sem fólk heyrir oftast. „Svo spilum við líklega eitt eða tvö lög eftir Ife en hann er á landinu til þess að undirbúa upptöku á eigin lögum og ég er að stjórna upptökum og gera þetta með honum. Þetta verður bara gaman.“ Tónlist Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Þetta gerist nú allt út af því að við flytjum til Lundúna 1999 þar sem konan mín fór í nám og ég ákvað að fara í svona óformlegt nám með því að leita uppi Brasilíumann til þess að læra og spila þessa músík. Þannig að ég fór að grennslast fyrir um hver spilaði þessa tónlist, sérstaklega þessar bossanóvur, af því að ég hafði verið að bralla svona eitthvað við þetta hérna heima. Þessi tónlist hefur alltaf togað í mig. Það var náttúrulega þessi fræga plata Getz/Gilberto sem gerði allt gjörsamlega vitlaust á sínum tíma. En það bara er eitthvað í þessari brasilísku tónlist sem maður finnur ekki annars staðar, einhver léttleiki sem er samt svo fínn og innilegur. Það er svo auðvelt að misskilja þetta og líta á þetta sem eitthvert lyftuelement en það er eitthvað alveg rosalega djúpt þarna oní ef maður fer að kafa í þetta. Það er þetta sambland sem ég hef svo mikinn áhuga á; eitthvað sem er svo djúpt en svífur jafnframt svo létt og leikandi.“ Í London hafði Óskar uppi á Ife og fleiri tónlistarmönnum og var boðið að koma á óformlega tónleika sem þeir voru með á brasilískum veitingastað og fékk að sitja inn eins og það er kallað, var sem sagt boðið að koma upp á svið og djamma. Það gekk svo ótrúlega að þetta bara rann saman strax.“ Tónlistarmönnunum ber klárlega saman um þetta því Ife segir að það hafi verið eins og þeir hefðu spilað saman í mörg ár. „Hann vissi allt um grúvið og sálina í brasilískri tónlist en þó þannig að hann bætti einhverju mjög sérstöku við hana. Tveimur árum síðar var ég á Íslandi að spila með Óskari og fleiri íslenskum tónlistarmönnum. Tilfinningin varð ennþá sterkari. Ég hafði fundið nýja leið til að spila tónlistina sem ég elska.“ Óskar bendir á að ástæðan fyrir því að þetta passaði svona vel saman hjá þeim hafi einfaldlega verið að þetta hafi verið það sem hann var að leita að. „Brassinn í mér kom ekki fram á fótboltavellinum en hann brýst út þarna. En í dag er auðvitað það allra flottasta að vera Íslendingur á fótboltavellinum,“ segir Óskar og hlær og bætir við að á tónleikunum í Mengi í kvöld ætli þeir að spila sambland af þessum klassísku brasilísku lögum en samt ekki þau dæmigerðu sem fólk heyrir oftast. „Svo spilum við líklega eitt eða tvö lög eftir Ife en hann er á landinu til þess að undirbúa upptöku á eigin lögum og ég er að stjórna upptökum og gera þetta með honum. Þetta verður bara gaman.“
Tónlist Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp