Faðir Aylan Kurdi: "Börnin mín voru fallegustu börn í heimi“ Atli Ísleifsson skrifar 3. september 2015 18:32 Abdullah Kurdi missti eiginkonu sína og börn sín tvö eftir að bátnum hvolfdi. Vísir/AFP Faðir Aylan Kurdi, þriggja ára sýrlensks drengs sem drukknaði ásamt móður sinni og bróður við strendur Grikklands í gær, hefur lýst ferð fjölskyldunnar á flótta frá Sýrlandi fyrir blaðamanni BBC. Abdullah Kurdi, faðir Aylan, segir að fljótlega eftir að bátur þeirra sigldi frá ströndum Tyrklands í átt að grísku eynni Kos, hafi honum hvolft vegna mikils öldugangs og skipstjórinn synt í burtu. „Ég reyndi að bjarga börnum mínum og konu en vonin var engin. Þau dóu hvert á fætur öðru.“Holdgervingur ástandsinsFjölskyldan er ein þúsunda sýrlenskra fjölskyldna sem hafa lagt á flótta frá heimalandi sínu í von um betra líf. Þúsundir flóttamanna hafa látið lífið á leiðinni til Evrópu það sem af er ári. Myndir sem náðust af líki drengsins á strönd nærri Bodrum hafa sannarlega hreyft við heimsbyggðinni og hefur Aylan Kurdi orðið nokkurs konar holdgervingur erfiðrar stöðu flóttamanna á einungis örfáum klukkustundum.Fallegustu börn í heimi„Ég reyndi að stýra bátnum en önnur alda hvolfdi bátnum. Það var þá sem þetta gerðist,“ segir Kurdi. „Börnin mín voru fallegustu börn í heimi. Er til einhver í heiminum sem álítur ekki börn sín það verðmætasta í öllum heiminum? Börnin voru mögnuð. Þau vöktu mig á hverjum degi til að leika við mig. Hvað er fallegra en það? Allt er nú horfið. Nú myndi ég vilja sitja við gröf fjölskyldu minnar og syrgja,“ segir Abdullah í samtali við BBC.Líkunum flogið aftur til KobaneAylan, Galip, fimm ára bróðir Aylan, og móðir þeirra Rehan voru á meðal þeirra tólf Sýrlendinga sem fórust eftir að tveir bátar sigldu á leið frá Tyrklandi til Kos fyrr í vikunni. Lögregla í Tyrklandi hefur handtekið fjóra menn vegna dauða fólksins, en um er að ræða sýrlenska ríkisborgara á aldrinum 30 til 41. Aylan og fjölskylda hans komu frá bænum Kobane á landamærum Tyrklands og Sýrlands. Í frétt BBC segir að lík fólksins verði nú flogið til Istanbúl og þaðan til Suruc áður en þau verða loks flutt til Kobane. Kanadíski þingmaðurinn Fin Donnelly hefur greint frá því að hann hafði lagt fram beiðni fyrir frænku bræðranna Alyan og Galip, Teema Kurdi, um að fjölskyldan fengi hæli í Kanada. Beiðni hennar var hafnað af starfsmönnum innflytjendastofnunar Kanada. Tengdar fréttir Drengnum sem drukknaði var neitað um hæli í Kanada Alyan Kurdi varð nokkurs konar holdgervingur erfiðrar stöðu flóttamanna á einungis örfáum klukkustundum. 3. september 2015 10:30 Listamenn votta þriggja ára drengnum virðingu sína með áhrifamiklum myndum „Helvíti er okkar raunveruleiki.“ 3. september 2015 16:45 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Faðir Aylan Kurdi, þriggja ára sýrlensks drengs sem drukknaði ásamt móður sinni og bróður við strendur Grikklands í gær, hefur lýst ferð fjölskyldunnar á flótta frá Sýrlandi fyrir blaðamanni BBC. Abdullah Kurdi, faðir Aylan, segir að fljótlega eftir að bátur þeirra sigldi frá ströndum Tyrklands í átt að grísku eynni Kos, hafi honum hvolft vegna mikils öldugangs og skipstjórinn synt í burtu. „Ég reyndi að bjarga börnum mínum og konu en vonin var engin. Þau dóu hvert á fætur öðru.“Holdgervingur ástandsinsFjölskyldan er ein þúsunda sýrlenskra fjölskyldna sem hafa lagt á flótta frá heimalandi sínu í von um betra líf. Þúsundir flóttamanna hafa látið lífið á leiðinni til Evrópu það sem af er ári. Myndir sem náðust af líki drengsins á strönd nærri Bodrum hafa sannarlega hreyft við heimsbyggðinni og hefur Aylan Kurdi orðið nokkurs konar holdgervingur erfiðrar stöðu flóttamanna á einungis örfáum klukkustundum.Fallegustu börn í heimi„Ég reyndi að stýra bátnum en önnur alda hvolfdi bátnum. Það var þá sem þetta gerðist,“ segir Kurdi. „Börnin mín voru fallegustu börn í heimi. Er til einhver í heiminum sem álítur ekki börn sín það verðmætasta í öllum heiminum? Börnin voru mögnuð. Þau vöktu mig á hverjum degi til að leika við mig. Hvað er fallegra en það? Allt er nú horfið. Nú myndi ég vilja sitja við gröf fjölskyldu minnar og syrgja,“ segir Abdullah í samtali við BBC.Líkunum flogið aftur til KobaneAylan, Galip, fimm ára bróðir Aylan, og móðir þeirra Rehan voru á meðal þeirra tólf Sýrlendinga sem fórust eftir að tveir bátar sigldu á leið frá Tyrklandi til Kos fyrr í vikunni. Lögregla í Tyrklandi hefur handtekið fjóra menn vegna dauða fólksins, en um er að ræða sýrlenska ríkisborgara á aldrinum 30 til 41. Aylan og fjölskylda hans komu frá bænum Kobane á landamærum Tyrklands og Sýrlands. Í frétt BBC segir að lík fólksins verði nú flogið til Istanbúl og þaðan til Suruc áður en þau verða loks flutt til Kobane. Kanadíski þingmaðurinn Fin Donnelly hefur greint frá því að hann hafði lagt fram beiðni fyrir frænku bræðranna Alyan og Galip, Teema Kurdi, um að fjölskyldan fengi hæli í Kanada. Beiðni hennar var hafnað af starfsmönnum innflytjendastofnunar Kanada.
Tengdar fréttir Drengnum sem drukknaði var neitað um hæli í Kanada Alyan Kurdi varð nokkurs konar holdgervingur erfiðrar stöðu flóttamanna á einungis örfáum klukkustundum. 3. september 2015 10:30 Listamenn votta þriggja ára drengnum virðingu sína með áhrifamiklum myndum „Helvíti er okkar raunveruleiki.“ 3. september 2015 16:45 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Drengnum sem drukknaði var neitað um hæli í Kanada Alyan Kurdi varð nokkurs konar holdgervingur erfiðrar stöðu flóttamanna á einungis örfáum klukkustundum. 3. september 2015 10:30
Listamenn votta þriggja ára drengnum virðingu sína með áhrifamiklum myndum „Helvíti er okkar raunveruleiki.“ 3. september 2015 16:45