Her landsins hefur verið settur í viðbragðsstöðu.
Samkvæmt BBC stöðvaði lögreglan í Slóveníu lest við landamærin við Króatíu, en í henni voru rúmlega hundrað flóttamenn. Þau verða send aftur til Króatíu. Slóvenía er innan Schengen, eins og Ungverjaland, en Króatía er það ekki.
Sem meðlimir í ESB er Króttía skuldbundin til að skrásetja flóttamenn sem koma þangað. Flestir þeirra eru þó á leið til Þýskalands og vilja komast þangað án þess að skilja eftir sig pappírsslóð.
Ranko Ostojic, innanríkisráðherra Króatíu, biðlar til flóttamanna að hætta að reyna að komast til Vestur-Evrópu í gegnum Króatíu.
„Ekki koma hingað. Verið áfram í flóttamannabúðunum í Serbíu, Makedóníu og Grikklandi. Þetta er ekki leiðin til Evrópu. Það eru engar rútur sem munu bera ykkur þangað. Það er lygi.“