Tusk greindi frá þessu á Twittersíðu sinni og segir hann að fundurinn verði haldinn miðvikudaginn 23. september klukkan 18 að staðartíma í Brussel.
Angela Merkel óskaði fyrr í vikunni eftir því að slíkur fundur yrði haldinn.
Stjórnvöld í Króatíu greindu frá því í gær að yfirvöld munu heimila flóttafólki að fara í gegnum landið á leið sinni norður. Flóttafólk leitar nú nýrrar leiða eftir að Ungverjar lokuðu landamærum landsins að Serbíu.
Ungversk stjórnvöld lýstu yfir neyðarástandi í landinu fyrr í vikunni og gátu því sent herlið að landamærunum að Serbíu til að stöðva alla þá flóttamenn sem reyna að komast inn í landið. Nýjar reglur í landinu heimila jafnframt lögreglu að handtaka alla þá sem reyna að komast ólöglega inn í landið.
I convene an extra #EUCO on Wednesday 23 September at 18h to discuss how to deal with the refugee crisis
— Donald Tusk (@eucopresident) September 17, 2015